Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 44
Íslensk framleiðsla 28. september 2018KYNNINGARBLAÐ
SKÚMASKOT :
Vinalegasta búðin í bænum
Á horni Skólavörðustígs, Klapp-arstígs og Njálsgötu stendur hönnunar- og listagalleríið
Skúmaskot. Þar hafa nokkrar lista-
konur og hönnuðir komið sér vel
fyrir í einu fallegasta verslunarrými
borgarinnar. Rýmið er sérstakt fyrir
þær sakir að þar eru upprunalegar
innréttingar Fatabúðarinnar frá
árinu 1947 sem ljá búðinni hlýlegt og
vinalegt yfirbragð. Þegar komið er inn
í búðina opnast heimur af íslensku
handverki, hönnun og listmunum
sem njóta sín vel í þessu skemmti-
lega umhverfi. Þar má meðal annars
sjá málverk, skartgripi, leirmuni,
töskur, glermuni og fatnað, bæði
á konur og stúlkur. Fjölbreytnin og
litagleðin ræður ríkjum í þessu litla
listaskoti og það er sannarlega
upplifun að koma inn í búðina.
Listakonurnar skiptast á að vera á
staðnum sem gerir Skúmaskot að
einstakri og persónulegri verslun.
Skúmaskot
Skólavörðustígur 21a
Facebook: skumaskot.art.design
Instagram: skumaskot
Edda Skúladóttir klæðskeri - Fluga design
Edda Skúladóttir, hannar undir merkinu Fluga design sem er fata- og fylgi-
hlutalína fyrir konur á öllum aldri. „Ég vinn mína hönnun má segja alla leið,
þ.e. hanna, geri snið og sauma allt sjálf.“ Hún notar eingöngu gæðaefni og
vinnur munstrin sjálf með handlitun og/eða handmálun en þannig verður
hver og ein flík einstök. www.fluga.is
Elín Haraldsdóttir, myndlistarmaður og keramiker - Art by Elín
Elín Haraldsdóttir vinnur bæði sem keramiker og myndlistarmaður.
Málverkin hennar eru draumkenndar og litríkar náttúrustemningar sem
innblásnar eru af litum, formum og birtunni á Íslandi. Keramikmunir Elínar
eru aðallega nytjahlutir unnir úr postulíni og formin eru einföld, lífræn og
nútímaleg. www.facebook.com/artbyelin