Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 69
FÓLK 6928. september 2018 S amkvæmt nýbirtum niður­ stöðum Gallup um lestur netmiðla hér á landi hafa aldrei fleiri notendur heim­ sótt dv.is en í síðustu viku. Lestur dv.is hefur aukist jafnt og þétt síð­ astliðna mánuði og ekki sér fyrir endann á þeirri siglingu sem vefurinn er á. Notendur dv.is hafa aldrei verið fleiri en í síðustu viku þar sem 355.297 innlendir notendur heim­ sóttu vefinn og yfir 400 þúsund ef Íslendingar í útlöndum eru teknir með í reikninginn. Þá voru meðal flettingar dag hvern alls 656.409. Hreint magnaðar tölur. „Við erum kannski ekki eins mörg og á öðrum ritstjórnum, en við hlaupum þá bara hraðar. Ég er afar stoltur af mínu fólki sem legg­ ur allt í sölurnar. Við gleðjumst yfir hvað DV hefur verið tekið vel af lesendum og samkvæmt þessum tölum má segja að hvert manns­ barn komi við á vef DV vikulega. Vefur DV er nú orðinn þannig að þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á dv.is er hlaðborð af fréttum og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Við munum nota þessa hvatningu til þess að halda áfram af krafti og bæta vefinn enn frekar. Við erum staðráðin í að gera enn betur. Takk fyrir lesturinn,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri DV. n Útlenskt hippetíhopp spillir ungdómnum S varthöfði er agndofa yfir því hvernig ungdómurinn klæðist þessa dagana. Á leið númer 4 í Strætisvögnum Reykjavíkur sá hann bólugrafna og skrækróma unglinga klædda eins og kvikmyndastjörnur á rauða dreglinum Þau eru klædd í frönsk og ítölsk merki á borð við Lúí Vítton og Gútsí, rétt eins og Gréta Garbó og Audrey Heppbörn. Hvað er eig­ inlega um að vera hér á Íslandi? Erum við ekki að fara að fagna tíu ára afmæli bankahrunsins þegar auðjöfrar slöfruðu í sig gulli og skelltu reikningum á íslenska alþýðu? Svarthöfði gerir sér grein fyrir að þessir unglingar vita ekki betur. Þeir voru rétt að læra að lita með vaxlitum þegar Svarthöfði stóð bí­ sperrtur fyrir utan þinghúsið og kastaði eggi í dómkirkjuprestinn. En hvar eru foreldrarnir? HVAR ERU FORELDRARNIR? Reiðin kraumaði á Svarthöfða í strætóferðinni en þegar hann komst loks heim til sín fór hann rakleiðis í tölvu til að gúgla hvað þessi klæðnaður kostaði. Gútsí­ leðurbelti með tígrisdýra­ og sebra hestasylgju; 371 breskt pund hjá vefversluninni Neta porter. Beint inn á síðuna hjá Arion til að snara þessu yfir á íslenskar krón­ ur – 53 þúsund kall. Hettupeysa frá Givensí hjá Harrods; 795 evrur, 102 þúsund krónur!! Svarthöfði getur ekki annað en gapað yfir þessu. Sjálfur klæðist hann eingöngu fötum úr Costco, verslun alþýðunnar. Þar er hægt að fá naríur, sokka, skó, peysur og allan pakkann fyrir aðeins brota­ brot af því sem eitt Gútsíbelti kostar. Í leiðinni er hægt að kaupa sér dýrindis nautakjötsbjúga í brauði sem veitir manni fyllingu fyrir heilan dag. Þegar Svarthöfði fór að spyrjast fyrir um hvers vegna börnin klæddust svo dýrum fötum fékk hann þau svör að þetta væri allt saman tónlistinni að kenna. Þessu hippetíhoppi sem þau hlusta á. Ljóðin þar áttu víst öll að hampa efnishyggjunni og hégómanum. Til að sannreyna það fór Svarthöfði aftur í tölvuna sína og inn á Jútúb. Fyrsta sem hann sá var myndband eftir einhvern Aron og Bjarna Hnetusmjör. Þeir gátu ekki verið ábyrgir fyrir þessu því mynd­ bandið var tekið upp í Costco. Augljóslega vel upp aldir drengir og hugsandi þó að einn þeirra hafi verið með skemmdar tennur. Þá fann Svarthöfði loksins sökudólgana. Þetta voru bölvaðir útlendingarnir! Gútsi Gang og Gútsí Mane. Málhaltir, fávísir, slef­ andi dópistar en vel klæddir og í öllum fínustu merkjunum. Þetta er enn ein sönnunin fyrir því að við eigum ekki að menga íslenska þjóðmenningu með er­ lendum áhrifum. Og enga mosku í Reykjavík! Svarthöfði biðlar til foreldra að stöðva þetta strax og banna börn­ um sínum að hlusta á erlent hipp­ etíhopp. Snúa þeim frekar að ís­ lenska Costco­rappinu eða þá að þjóðlegri tónlist eins og til dæmis lögum Geirmundar Valtýssonar. Geirmundur kaupir öll sín föt í Skagfirðingabúð og lítur út eins og nýsleginn túkall. n Svarthöfði „Svarthöfði biðlar til for- eldra að stöðva þetta strax og banna börnum sínum að hlusta á erlent hippetíhopp Lil Pump og Geirmundur Er- lend lágmenning og íslensk hámenning. Plastlaus september Prófaðu umhverfisvæna ruslapokann SEGÐU NEI VIÐ PLASTI • Brotnar niður á nokkrum vikum • Umhverfisvænn • Slitsterkur Lestur dv.is stóreykst Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.