Fréttablaðið - 28.12.2018, Síða 8

Fréttablaðið - 28.12.2018, Síða 8
S íðasta sumar hóf göngu sína í Fréttablaðinu nýr greinaflokkur sem fékk nafnið Náttúru­lega Ísland. Þar er greint frá íslenskum náttúruperlum sem mörgum eru lítt kunnar, enda liggja þær oft utan alfaraleiða. Mynd­efni er haft í forgrunni en ferðafélagar okkar Ólafur Már Björnsson og Hermann Þór Snorrason hafa tekið flestar ljósmyndanna. Markmið okkar með greinaflokknum er að hvetja sem flesta Íslendinga til ferðalaga um landið og sjá hversu stórkostlega náttúru við eigum. Við höfum stungið niður fæti í öllum landsfjórðungum en jafnframt beint sjónum að svæðum sem eru í deiglunni, til dæmis vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda eða svæða sem stendur til að friða. Sem dæmi má nefna fossinn Drynjanda upp af Ófeigsfirði, svæðin umhverfis ofan­ verða Tungná og Hólmsárlón, auk Drangaskarða á Ströndum. Gaman hefur verið að fylgjast með þeim góðu viðtökum sem Náttúrulega Ísland hefur fengið og vonandi hefur greinaflokkurinn vakið áhuga les­ enda á náttúru landsins. Sem betur fer hefur umræða um umhverfismál og náttúruvernd farið vaxandi hérlendis en oft vill gleymast hversu mikil auðæfi eru fólgin í einstakri náttúru landsins. Hrjóstrugt landslagið virðist hafa gríðarlegt aðdráttarafl en 80% erlendra ferðamanna nefna náttúruna sem helstu ástæðu fyrir heimsókn sinni hingað til lands. Um er að ræða 2,5 milljónir ferðamanna á ári og ferðaþjónusta er nú orðin stærsta atvinnugreinin. Íslensk náttúra hefur því fengið „verð­ miða“og ljóst að fossar og háhitasvæði geta skapað miklar tekjur óvirkjuð. Einnig er vaxandi skilningur á verðmæti ósnortinna víðerna en mjög hefur gengið á þau undanfarna áratugi. Sem er varhugaverð þróun því einmitt þar eru víða náttúrudjásn sem okkur ber að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þessum nátt­ úruperlum ætlar Fréttablaðið að halda áfram að segja frá á komandi ári. Tómas Guð- bjartsson læknir og nátt- úruunnandi og Sigtryggur Ari Jóhannsson ljós- myndari fjalla um sérstæðar perlur í íslenskri náttúru. Fleiri myndir má sjá á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS Náttúrulega Ísland á áramótum Það er engu líkt að standa á Snæfellsjökli í miðnætursól.Kirkjufell er sennilega mest myndaða fjallið. MYND/SAJ OfanverðTungná líkist kransæðum hjartans. MYND/OMB Á toppi Herðubreiðar er einkar fallegur gígur sem fáir hafa barið augum. Landslagið líkist abstraktverki. MYND/SAJ Dyrfjöll eru útvörður norðanverðs Austurlands. 700 metra breiðar dyrnar sjást víða að og birtast göngufólki hér í návígi. Nærumhverfi Dyrfjalla er með miklum ólíkindum. MYND/SIGTRYGGUR ARI 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E 9 -5 F B 4 2 1 E 9 -5 E 7 8 2 1 E 9 -5 D 3 C 2 1 E 9 -5 C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.