Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 22
Kaup á skuldabréfum WOW air í útboði íslenska flugfélags-ins, sem lauk um miðjan september-mánuð, fá þann vafa- sama heiður að vera verstu viðskipti ársins 2018 að mati dómnefndar Markaðarins. „Aðeins nokkrar vikur liðu þar til félagið var komið í alvarlega lausa- fjárkrísu og leitaði eftir sameiningu við Icelandair Group,“ segir einn álitsgjafi blaðsins. Annar segir fjármögnunina sem flugfélagið tryggði sér í skuldabréfa- útboðinu hafa engan veginn dugað. Nú sé unnið að því að bjarga félag- inu frá gjaldþroti. „Fjárfestar máttu vita það við kaupin að skuldabréfin gætu seint talist góður fjárfestingarkostur sem stuttu síðar varð raunin,“ segir annar úr dómnefnd Markaðarins. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á 60 milljónir evra, sem jafn- gildir tæplega 8 milljörðum króna á núverandi gengi, í útboðinu sem norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities hafði umsjón með. Vextir á skuldabréfunum eru um níu pró- sent á ári. Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi flugfélagsins, upplýsti síðar í bréfi sem hann skrifaði eigendum skuldabréfanna að hann hefði fjár- fest fyrir 5,5 milljónir evra, jafn- virði liðlega 730 milljóna króna, í útboðinu, eða sem jafngildir um 11 prósentum af heildarupphæð útboðsins. Þá kom fram í uppgjöri WOW air fyrir þriðja ársfjórðung að félagið hefði sjálft keypt skuldabréf fyrir 9,8 milljónir evra með það fyrir augum að selja bréfin aftur í náinni framtíð. Einn álitsgjafi Markaðarins bendir á að flugfélagið hafi sagst vera fullfjármagnað eftir skulda- bréfaútboðið þann 18. september. Hins vegar hafi félagið varla getað greitt út laun þann 1. nóvember. „Hvernig gat þetta farið svona illa á sex vikum?“ spyr hann. „Andri Már Ingólfsson í Primera reyndi að selja Icelandair félagið með fallegri söluræðu síðastliðið sumar. Enginn keypti það og því fór sem fór,“ segir einn úr dómnefnd Markaðarins og bætir við: „Skúli Mogensen er betri sölu- maður því hann náði að kreista út með samskotum þá upphæð sem að var stefnt í skuldabréfaút- boði WOW, þótt ýmislegt væri gert til að fegra þá tölu. Nú horfa þeir sem keyptu framan í þá staðreynd að þurfa að gefa verulega eftir eigi félagið að lifa lengur,“ nefnir hann. „Það var allt of seint í rassinn gripið,“ segir einn dómnefndar- maður um skuldabréfaútboðið, „og þá með röngum hætti því að fyrir- tækið þurfti meira eigin fé og verð- lagningin á skuldabréfinu var engan veginn í takti við áhættu.“ Skúli lýsti því í bréfi til skulda- bréfaeigendanna í lok nóvember að rekstrarhorfur WOW air hefðu versnað til muna í kjölfar útboðsins í september, meðal annars vegna neikvæðrar umræðu um fjárhags- stöðu félagsins sem hafði sprottið upp á meðan á skuldabréfaútboð- inu stóð. Í bréfinu birtist afar hisp- urslaus lýsing forstjórans á þröngri stöðu flugfélagsins. Sagði hann ljóst að félagið þyrfti nauðsynlega að leita frekari leiða til þess að tryggja fjármögnun til framtíðar. Fjörutíu dögum eftir að skulda- bréfaútboðinu lauk nálgaðist Skúli stjórnendur Icelandair Group og óskaði eftir viðræðum um kaup síð- arnefnda félagsins á WOW air. Var það gert á þeim forsendum að flug- félagið væri á fallanda fæti. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun nóvember en að lokinni áreiðan- leikakönnun og nánari skoðun í lok mánaðarins féll Icelandair frá kaupunum. Nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um að ekki yrði af kaupunum barst hins vegar til- kynning frá WOW air um að náðst hefði bráðabirgðasamkomulag við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners, sem er meðal ann- ars hluthafi í Spirit Airlines, Tiger Airways og Wizz Air, um að félagið fjárfesti í flugfélaginu. Hyggst félag- ið fjárfesta fyrir allt að 75 milljónir dala, 8,8 milljarða króna, í WOW air. Fjárfesting í skuldabréfum WOW air í útboði félagsins verstu viðskipti ársins Kaup á skuldabréfum WOW air í útboði flugfélagsins í september eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Fjár- mögnunin, um átta milljarðar króna, er sögð engan veginn hafa dugað flugfélaginu og komið allt of seint. „Aðeins nokkrar vikur liðu þar til félagið var komið í alvarlega lausafjárkrísu og leitaðist eftir sameiningu við Icelandair Group,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. Önnur viðskipti sem komust á blað sem þau verstu n Skráning Heimavalla í Kauphöll Íslands „Hluthafar íbúðafélagsins eru verr settir fyrir vikið og greinendur hafa velt því fyrir sér hvort það væri ekki einfaldlega betra að leysa upp félagið. Heimavellir hefðu betur haldið sér afskráð­ um.“ n Ógilding Samkeppniseftirlitsins á kaupum Haga á Lyfju „Lindarhvoll seldi í framhaldinu Lyfju til annarra fjárfesta fyrir meira en milljarði króna lægra verð. Þetta er dæmi um mjög léleg viðskipti fyrir ríkið. Enginn hefur krafið ríkið um svör við því hvort forsvarsmenn þess séu sáttir við þær forsendur sem voru fyrir því að hafa slíka fjármuni af ríkis­ sjóði og skattgreiðendum.“ n Kaup Kviku og einkafjárfesta á Kortaþjónustunni „Ekkert sérstakt að þurfa að auka hlutafé svona skömmu eftir kaup.“ n Losun aflandskróna á álands­ gengi „Einnig stendur til að losa af­ lands krónurnar í gegnum hinn næfurþunna gjaldeyrismarkað.“ n Lánabók Arion banka „Primera Air, WOW air, kísilver United Silicon og fleira. Bankinn hefur tekið hvert stórt höggið á eftir öðru á sig á árinu.“ n Ekki­kaup Eikar í breskum fasteigna­ sjóði „Félag­ ið þurfi að bakka út eftir talsverða óánægju í hluthafahópnum. Ansi vandræðalegt ferli allt saman.“ n 500 milljóna króna lán ríkisins til Íslandspósts og heimild til 1.500 milljóna króna viðbótarláns á næsta ári „Nærtækara hefði verið að hefja gagngera endurskoðun á rekstri fyrirtækisins fyrir löngu.“ n Endurskipulagning á leiðakerfi og rekstri Icelandair Group „Ein versta ákvörðun ársins. Nú er búið að snúa þessu að lang­ mestu leyti við og félagið sjálft segir að þetta hafi orsakað tekju­ tap upp á 50 til 80 milljónir dala.“ n Kaup á hlutabréfum í Icelandair Group eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða yfirtöku á WOW air „Verðmætabruninn varð mikill þegar hætt var við allt saman örskömmu síðar.“ n Yfirtaka Arion banka á eignum United Silicon n Kaup skattgreiðenda á bragganum við Naut­ hólsvík n Kaup á Bitcoin n Sala Sjóvár á hlut sínum í Icelandair Group n Fjárfesting í veitingastaðnum Lof n Kaup Gunnars Braga á sjöunda bjórnum á Klaustursbarnum WOW air tryggði sér fjármögnun upp á 60 milljónir evra, jafnvirði ríflega átta milljarða króna, í skuldabréfaútboðinu í september. Nokkrum vikum síðar leitaði félagið eftir því að sameinast Icelandair Group. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2. Næstverstu viðskipti ársins, að mati dómnefndar Markaðarins, var sú ákvörðun Icelandair Group að falla frá kaup­ unum á WOW air. „Hlutabréf Icelandair lækkuðu mikið í verði í kjölfarið,“ bendir einn úr dómnefndinni á. „Yfirtakan virtist vanhugsuð og ákvörðunin um að bakka út bar keim af örvæntingu og því að menn vissu ekki alveg hvað þeir voru að gera.“ Annar álitsgjafi talar um „kalda fætur“ Icelandair. „Hræðslan við breytingar nær greinilega í gegnum allt fyrirtækið og tíminn mun leiða í ljós að breytinga var þörf.“ Nokkrir álitsgjafar nefna að verðið sem Icelandair hugðist greiða fyrir WOW air hafi verið lágt. „Félagið féll frá kaupunum fyrir litla fjárhæð – mögulega í von um að WOW færi endanlega á hliðina – og fær í staðinn vel fjármagn­ aðan ofurlággjaldakeppinaut með leiðandi hluthafa sem hefur langa reynslu af arðbærum flugrekstri,“ segir einn. „Ef fjármögnun WOW gengur eftir situr Icelandair eftir með ófókus erað viðskiptamódel. Það er óvíst hvar félagið er að staðsetja sig. Það er ekki lággjaldaflugfélag og ekki lúxusflugfélag,“ segir einn. 3. Kaup Sýnar á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, var nokkrum álitsgjöfum Markaðarins ofarlega í huga sem verstu viðskipti ársins. „Þessi kaup hafa hingað til reynst gríðarleg vonbrigði,“ segir einn álits­ gjafinn. Stjórnendur Sýnar þurftu tvívegis að senda frá sér afkomuviðvörun á seinni hluta ársins þar sem afkomu­ spá var lækkuð. Helsta ástæðan er hærri kostnaður vegna sameining­ arinnar en væntingar stóðu til. Annar álitsgjafi segir að svo virðist sem forsvarsmenn Sýnar hafi verið illa undirbúnir. „Þeir hafa tekið nánast öll röng skref sem hægt er að taka. Þeir hafa alger­ lega misst stjórn á kostnaðinum og eiga mikið verk fyrir höndum að öðlast tiltrú markaðarins á ný. Illa farið með efnilegar eignir á undraskömmum tíma,“ nefnir álits­ gjafinn. „Vonandi mun rætast úr þessum kaupum því Sýn er með öfluga eigendur og stjórnendur. Það eru vonbrigði að kostnaður virðist vera meiri og samlegð minni en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir einn úr dóm­ nefndinni. Fjárfestar máttu vita það við kaupin að skuldabréfin gætu seint talist góður fjárfestingarkostur sem stuttu síðar varð raunin. Úr umsögn dómnefndar Kostnaðurinn meiri og samlegðin minni Örvæntingarfull ákvörðun Icelandair Bogi Nils Bogason. Stefán Sigurðsson. Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R6 MARKAÐURINN 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E 9 -6 9 9 4 2 1 E 9 -6 8 5 8 2 1 E 9 -6 7 1 C 2 1 E 9 -6 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.