Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2018, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.12.2018, Qupperneq 24
Eftir kaupin á kjölfestu­hlut í HB Granda er hann kominn með tögl og hagldir í íslenskum sjávarútvegi,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins um viðskiptamann ársins 2018, að mati dómnefndar blaðsins, Guð­ mund Kristjánsson, aðaleiganda og forstjóra HB Granda. „Hann hefur komið að öllum stærstu viðskiptum ársins í sjávar­ útvegi og er kominn með lykilstöðu í HB Granda,“ nefnir annar úr dóm­ nefnd Markaðarins og undir það taka fleiri dómnefndarmenn sem segja Guðmund jafnframt hafa leitt tæknivæðingu og hagræðingu í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár. „Viðskiptin eru framsýn,“ segir einn álitsgjafi um kaup Útgerðar­ félags Reykjavíkur, sem er að mestu í eigu Guðmundar, á ríflega 34 pró­ senta hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna í apríl á þessu ári og bætir við: „Guðmundur er orðinn forstjóri HB Granda og er þannig kominn í lykilstöðu í einu öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og því eina sem er skráð í kauphöll.“ Guðmundur kom sem storm­ sveipur inn í félagið í kjölfar kaup­ anna og ekki liðu nema tveir mán­ uðir þar til forstjórinn Vilhjálmur Vilhjálmsson fór frá borði og Guð­ mundur settist í forstjórastólinn í hans stað. Síðar um sumarið var svo tilkynnt um að HB Grandi hefði fest kaup á öllu hlutafé útgerðarfélags­ ins Ögurvíkur fyrir 12,3 milljarða króna. Seljandinn var Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim. Útgerðarfélag Reykjavíkur seldi einnig þriðjungshlut sinn í Vinnslu­ stöðinni til FISK Seafood fyrir um 9,4 milljarða króna en Guðmundur hefur lengi átt í hatrömmum deilum við meirihlutaeigendur í útgerðinni í Vestmannaeyjum. „Sumir segja að þetta hafi verið úthugsað hjá honum og aðrir ekki,“ nefnir einn úr dómnefnd Markað­ arins um kaupin í HB Granda, „en þetta voru flott viðskipti hjá honum og ég hef bullandi trú á þessu.“ „Margir héldu að með yfir­ tökuskyldunni yrðu kaupin í HB Granda of stór biti fyrir Guðmund,“ segir annar álitsgjafi, „en með sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni og sölunni á Ögurvík náði hann að klára kapalinn sem hann lagði við kaupin. Hann þaggaði jafnframt niður í þeim efasemdaröddum sem heyrð­ ust um kaup HB Granda á Ögurvík af Brim eftir að Kvika banki komst að þeirri niðurstöðu að kaupin væru hagfelld og að kaupverðið væri lægra en markaðsvirði eigna Ögur­ víkur,“ bætir hann við. Með tögl og hagldir í íslenskum sjávarútvegi Álitsgjafar Markaðarins segja að með kaupum á ríflega þriðjungshlut í HB Granda hafi Guðmundur Kristjánsson, viðskiptamaður ársins, komið sér í lykil- stöðu í einu öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Kapallinn hafi gengið upp. 3. Árni Oddur Þórðarson, for-stjóri Marels, var mörgum dómnefndarmönnum Markaðarins ofarlega í huga við val á viðskipta- manni ársins. „Þessi náungi er að spila í allt annarri deild en aðrir viðskipta- menn á Íslandi og er á toppi deildarinnar,“ segir einn álitsgjafi um forstjórann. „Góður undirbúningur og traust- ari fjármögnun sem Árni Oddur náði sjálfur að tryggja á krítískum tímapunkti hefur lagt grunninn að þeirri siglingu sem Marel hefur verið á á árinu 2018,“ nefnir annar. „Flest mælaborð í rekstrinum virðast vera í lagi og þrautseigjan er að skila þessu öðru veltumesta félagi á Íslandi á beina braut. Undir- búningur fyrir skráningu virðist vera það langt komin að fátt ætti að koma í veg fyrir hana,“ bætir hann við og á þar við fyrirhugaða tvíhliða skráningu hlutabréfa félagsins. Til viðbótar við núverandi skráningu í íslensku kauphöllinni kemur til greina að skrá bréfin í Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúnum. Um leið verður hlutafé félagsins aukið um að allt að 15 prósent. „Árni Oddur er búinn að leiða Marel sem var eitt sinn lágstemmt verkfræðifyrirtæki með lausn fyrir sjávarútveg en er nú leiðandi fyrir- tæki í matvælavinnslu á alþjóða- vettvangi,“ segir í rökstuðningi eins álitsgjafa. „Árni hefur sterka framtíðarsýn og er gríðarlega duglegur. Hann leiddi kaup á Maja á árinu og er að vinna statt og stöðugt að tvískrán- ingu. Við erum ekki enn búin að sjá hápunktinn hjá Marel og það er víst að risar úti í hinum stóra heimi hafa komið auga á þetta framsækna og flotta fyrirtæki sem blómstrar undir stjórn Árna,“ nefnir hann. „Að fyrirtæki, sem er löngu orðið leiðandi á heimsvísu í hátækni- lausnum fyrir matvælaiðnaðinn, nái 14 prósenta tekjuvexti og 25 prósenta vexti í hagnaði á hlut á fyrstu níu mánuðum þessa árs er magnaður árangur,“ segir einn úr dómnefnd Markaðarins og bætir við: „Fátt bendir til annars en að þessi velgengni muni halda áfram enda leggur fyrirtækið að jafnaði fimm til sex prósent af veltu í rannsóknir og þróun, hæsta hlutfall sem fyrir- finnst í greininni.“ Marel blómstrar undir stjórn Árna Odds 2. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, varð í öðru sæti í vali dómnefndar Markaðarins á viðskiptamanni ársins. „Hann gjörsigraði Seðlabankann, keypti ráðandi hlut í Eimskip á mjög hagstæðu verði og er orðinn einn öflugasti fjárfestirinn í Högum. Allt á einu ári,“ segir einn álitsgjafi um afrek Þorsteins Más á árinu sem senn er á enda. „Hann hefur byggt upp stór- fyrirtæki á farsælan hátt og alltaf staðið á sínu. Hann er með allt sitt á hreinu og sýndi það þegar Seðla- bankinn var lagður,“ nefnir annar úr dómnefnd Markaðarins. „Góður rekstrarmaður, seigur og úthaldsgóður,“ segir í rökstuðningi annars dómnefndarmanns. „Kóngur ársins,“ segir sá þriðji. Árið var ansi viðburðaríkt hjá út- gerðarrisanum sem Þorsteinn Már stýrir. Systurfélag Samherja keypti sem dæmi fjórðungshlut banda- ríska fjárfestingarsjóðsins Yucaipa í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna um miðjan júlí. Tæpum tveimur mánuðum síðar var Baldvin Þor- steinsson, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar Samherja og sonur Þorsteins Más, kjörinn stjórnarfor- maður flutningafélagsins. Einn álitsgjafi segir Samherja hafa náð að tryggja sér afgerandi hlut í Eimskip á „áhugaverðu verði“. „Margir telja að umtalsverð tæki- færi séu til að skerpa á starfseminni og auka verðmæti félagsins. Þá þykir Samherji vera rétti eigandinn til að ná slíku fram,“ nefnir hann. Í kjölfar kaupa Haga á Olís eignaðist Samherji jafnframt 5,1 prósents hlut í Högum en auk þess hefur útgerðin gert framvirka samninga um kaup á 4,1 prósents hlut til viðbótar. Í nóvember staðfesti Hæstiréttur síðan dóm héraðsdóms sem hafði fellt úr gildi sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Lauk þar með málarekstri Seðlabankans gegn út- gerðinni sem stóð yfir í tæp sjö ár. Einn álitsgjafi Markaðarins nefnir að fyrir utan áframhaldandi lygilega arðsemi í rekstri Samherja séu for- svarsmenn félagsins orðnir „stórir þátttakendur vítt og breitt í íslensku atvinnulífi og á hlutabréfamarkað- inum með kaupum á lykilhlut í Eim- skip af Yuicaipa. Samherjamenn eru sömuleiðis orðnir stórir hluthafar í Högum eftir bæði kaup á markaði og einnig í gegnum söluna á Olís,“ Þorsteinn Már í Sam- herja lét til sín taka Aðrir sem voru nefndir sem viðskiptamenn ársins Jón Sigurðsson stjórnarformaður Stoða n „Salan á Refresco skilaði gríðar- legum hagnaði og einnig gegndi hann lykilhlutverki í sameiningu N1 og Festar.“ Liv Bergþórsdóttir fyrrverandi forstjóri Nova n „Byggði upp frábært félag og gengur nú frá vel unnu dags- verki.“ Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnandi Siggi’s skyr n „Sigurður virðist hafa gert mjög vel í uppbyggingu Siggi’s skyr yfir margra ára skeið og fjárfesting hluthafa reyndist happadrjúg.“ Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestar n „Eftir að hafa selt helstu eignir 365 miðla inn í Sýn seldu þau eignarhlut sinn í félaginu og fjár- festu í Högum. Gengi hlutabréfa Sýnar og Haga hefur frá þeim tíma þróast með gjörólíkum hætti.“ Kristján Loftsson forstjóri Hvals n „Frábær sala á HB Granda, auk þess sem hann tryggði stöðu sína í Hval.“ Skúli Mogensen forstjóri WOW air n „Hefur haldið við- skiptalífinu í gíslingu í fleiri mánuði. Hann gengur lengra en að standa á bjarg- brúninni og von- ast eftir að það komi ekki vindhviða og feyki honum fram af. Hann stendur á brúninni og hallar sér fram og treystir á að það haldi áfram að blása á móti.“ Pétur Már Halldórsson framkvæmdastjóri Nox Medical n „Fyrirtækið er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna og er á meðal þeirra nýsköpunar- fyrirtækja í Evrópu sem hafa vaxið hraðast á undanförnum árum.“ Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga n „Fyrirtækið er að uppskera árangur eftir markvisst uppbygg- ingarstarf á síðustu árum.“ Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas n „Leiddi fjárfestahópinn sem kom að uppbyggingu Festar og sölunnar til N1. Nær þrefaldaði fjárfestinguna á jafnmörgum árum.“ Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP n „Endurreisti CCP og seldi fyrir háa fjármuni.“ Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins n „Enginn hefur betur unnið úr sínu konsepti. Hefur náð að selja á háu verði mikla upplifun og haldið sérstöðu sinni og eftir- spurn.“ Róbert Wessman forstjóri Alvogen n „Hefur leitt systurfyrirtækin Alvogen og Alvotech til mikillar sóknar á krefjandi mörkuðum og laðað að nýja fjárfesta í spenn- andi áhættuverkefni.“ Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Iceland Seafood International n „Búið að ganga mjög vel eftir yfirtökuna, sterkir bakhjarlar og færa sig á aðallistann, orðnir stærri en mörg fyrirtækin þar.“ Ingólfur Árnason forstjóri Skagans 3X n „Uppbyggingarstarf hans er algerlega undir radarnum hér heima.“ „Hann hefur komið að öllum stærstu viðskiptum ársins í sjávarútvegi og er kominn með lykilstöðu í HB Granda,“ nefnir einn álitsgjafi Markaðarins um Guðmund Kristjánsson, forstjóra HB Granda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Með sölu á þriðj- ungshlut í Vinnslu- stöðinni og sölunni á Ögur- vík náði hann að klára kapalinn sem hann lagði við kaupin. Úr umsögn dómnefndar Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Þorsteinn Már Baldvinsson. Árni Oddur Þórðarson. nefnir hann. – kij Sigurður Kjartan Hilmarsson Skúli Mogensen Hreggviður Jónsson Liv Bergþórsdóttir 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R8 MARKAÐURINN 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E 9 -6 4 A 4 2 1 E 9 -6 3 6 8 2 1 E 9 -6 2 2 C 2 1 E 9 -6 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.