Fréttablaðið - 28.12.2018, Qupperneq 35
Ár sviptivinda
Á 100 ára afmæli fullveldis Íslands var jafngamalt rign-ingarmet slegið. Sumarið
var vonbrigði, í það minnsta á suð-
vesturhorninu, og þó veturinn hafi
reynst óvenju hlýr þá var hitinn
mestur í samfloti lægða, vinda-
samra og blautra. Í upphafi árs ríkti
almenn bjartsýni í íslensku efna-
hagslífi, verðbólgan mældist 1,9%,
ferðaþjónustan var á góðri siglingu,
krónan hélst stöðug og hagvaxtar-
spár gerðu ráð fyrir góðum gangi
áfram á komandi árum. Þegar
komið var fram á seinni hluta árs-
ins urðu hins vegar skörp skil. Hörð
átök voru boðuð á vinnumarkaði
og ótti um innistæðulausar launa-
hækkanir magnaðist upp. Krónan
tók að veikjast og sú bjartsýni sem
ríkti í upphafi árs hvarf eins og
dögg fyrir sólu. Tíðindi af hópupp-
sögnum fyrirtækja bárust reglulega
og í auknum mæli mátti greina vax-
andi áhyggjur af stöðu íslenskrar
ferðaþjónustu. Þær áhyggjur voru
ekki úr lausu lofti gripnar, bæði
íslensku flugfélögin hafa þurft að
ráðast í breytingar til að mæta erf-
iðu rekstrarumhverfi og er nú spáð
samdrætti í komu erlendra ferða-
manna til landsins á fyrstu mán-
uðum næsta árs vegna samdráttar
í flugframboði WOW air.
Nú í lok árs hafa hagvaxtarspár
tekið breytingum og óvissan auk-
ist. Verðbólga sem hafði um árabil
haldist undir verðbólgumark-
miði mældist 3,7% í desember
og krónan er 10% veikari en hún
var í upphafi árs. Stýrivextir hafa
hækkað og von er á frekari vaxta-
hækkunum ef áframhald verður á
þessari þróun. Eftir mikinn upp-
gang á síðastliðnum átta árum er
skörp aðlögun hafin. Rétt er þó að
staldra við á þessum tímamótum
og horfa með raunsæjum augum á
þá stöðu sem nú blasir við. Laun á
Íslandi, hvort sem horft er til lág-
markslauna eða meðallauna, eru
ein þau hæstu meðal OECD ríkja,
jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir háu
verðlagi á Íslandi. Hvergi innan
OECD rennur stærri hluti af þeirri
verðmætasköpun sem verður til í
þjóðarbúinu til launþega. Kaup-
máttur heimila var að meðaltali
rúmlega 25% hærri á árinu 2018
en árið 2015 og hefur kaupmáttur
lægstu launa hækkað enn meira,
eða um 30%. Atvinnuleysi á Íslandi
er 2,9% sem er með því lægsta sem
mælist innan OECD. Landsfram-
leiðsla á föstu verðlagi hefur vaxið
um þriðjung á síðustu átta árum,
vöxtur sem fyrst og fremst var drif-
inn áfram af útflutningsgreinum.
Engum ætti að dyljast að sterk
staða Íslands er að mestu til-
komin vegna þess að útflutnings-
greinarnar hafa styrkst og byggt
upp kaupmátt innanlands undan-
farin ár. Er svo komið að erlendar
eignir Íslendinga eru 370 milljarðar
króna umfram erlendar skuldir og
er það einsdæmi í íslenskri hag-
sögu. Sterk staða þjóðarbúsins er
áminning um mikilvægi þess að
glutra ekki niður þeim árangri sem
hefur áunnist, því það getur gerst
á tiltölulega skömmum tíma. Árið
2018 var ekki aðeins vætusamt ár
heldur ár lægða og sviptivinda.
Það er vonandi að árið 2019 verði
fremur bjart og milt.
Ásdís
Kristjánsdóttir
forstöðumaður
efnahagssviðs
Samtaka at-
vinnulífsins.
Á Íslandi, eins og í svo mörgum öðrum vestrænum ríkjum, er vaxandi togstreita á milli
annars vegar afla sem vilja opið sam-
félag og hagkerfi með sem minnstum
hömlum á samskipti og viðskipti á
milli ríkja og hins vegar þeirra sem
hafa vaxandi efasemdir um ágæti
vestræns samstarfs, hnattvæðingar
og fríverzlunar. Átök á milli þeirra
sem vilja sem frjálsastan markað og
hagstæðast starfsumhverfi fyrirtækja
í þágu verðmætasköpunar annars
vegar og hins vegar þeirra sem telja
þungt regluverk, boð og bönn vera
í þágu jákvæðrar samfélagsþróunar
liggja ekki eftir nákvæmlega sömu
línum, en þó oft svipuðum.
Félag atvinnurekenda hefur
skipað sér frelsismegin í báðum til-
vikum. Félagið, sem hét í upphafi
Félag íslenzkra stórkaupmanna,
hefur allt frá stofnun 21. maí 1928
beitt sér fyrir opnara Íslandi, frjáls-
ari viðskiptum og léttara regluverki
í þágu öflugs atvinnulífs.
Einföldun regluverks
Á 90 ára afmælisárinu báru baráttu-
mál félagsins þessu vitni. Við héldum
áfram að beita okkur fyrir einföldun
regluverks fyrir fyrirtækin og fögn-
uðum því að mál sem við höfum
lengi barizt fyrir náðu fram að ganga.
Eitt slíkt mikilvægt skref er upptaka
samkeppnismats í samvinnu við
OECD. Það gengur út á að skoða
bæði ríkjandi regluverk og nýjar
reglur fyrir atvinnulífið, til að meta
áhrif þeirra á frjálsa samkeppni. Til
að byrja með nær matið til bygging-
ariðnaðarins og ferðaþjónustunnar.
Við teljum fulla ástæðu til að það
taki sem fyrst til fleiri atvinnugreina
sem heyra undir atvinnuvegaráðu-
neytið, ekki sízt sjávarútvegs og
landbúnaðar, þar sem víðtækar sam-
keppnishömlur eru í gildi.
Sanngjarnari fasteignaskattar
Annað af stóru málum félagsins
var lækkun fasteignaskatta sveitar-
félaganna á atvinnuhúsnæði. Sú
skattheimta er komin í mikið óefni;
skattbyrði fyrirtækja hefur þyngzt
um tugi prósenta á fáum árum vegna
gífurlegra hækkana fasteignamats,
sem oftast eru ekki í neinu sam-
hengi við afkomu eða greiðslugetu
fyrirtækjanna. Málflutningur okkar
náði í gegn hjá ýmsum stærri sveitar-
félögum, sem lækkuðu álagningar-
prósentur – með þeirri stóru undan-
tekningu að Reykjavíkurborg sýndi
málinu engan áhuga og innheimtir
enn hæstu lögleyfðu fasteignagjöld
á nokkuð hæpnum forsendum. Á
nýju ári þurfa atvinnulíf, sveitar-
félög og ríkisvaldið að hefja vinnu
við að koma þessari gjaldheimtu í
sanngjarnara og skynsamlegra horf.
Að koma böndum á ohf-in
Undir lok ársins var barátta FA fyrir
óháðri úttekt á Íslandspósti áber-
andi. Ríkisfyrirtækið, sem hefur
farið í nýjan rekstur í samkeppni við
ótal einkafyrirtæki á síðustu árum,
er komið að fótum fram og þarf nú
milljarða meðgjöf frá skattgreið-
endum. Úttekt á þeim ákvörðunum
sem leiddu Póstinn í þessa ömur-
legu stöðu er nauðsynleg, bæði til
að tryggja sanngjarna samkeppni
á póstmarkaði í framhaldinu og til
að hægt sé að forðast að sambærileg
staða komi upp hjá öðrum ohf-félög-
um, sem hafa fengið að ganga stjórn-
laus á samkeppnismarkaði.
Stöndum vörð um EES
Síðast en ekki sízt hefur Félag
atvinnurekenda haldið áfram sinni
90 ára löngu baráttu fyrir frjálsari
milliríkjaviðskiptum. Tollar hafa
nú verið afnumdir á öllum vörum
nema búvörum. Þar heldur baráttan
áfram, því að þær eru augljóslega
ekki háðar öðrum lögmálum en
aðrar vörur. Félagið mun á nýju ári
veita stjórnvöldum þétt aðhald. Í
því felst, þó furðulegt megi virðast
að þess þurfi með, að gera þá kröfu
að ríkið fari að dómum Hæsta-
réttar og EFTA-dómstólsins um að
afnema verði ólögmætt bann við
innflutningi á fersku kjöti, eggjum
og vörum úr ógerilsneyddri mjólk.
Þrjózkist íslenzk stjórnvöld við að
fara að niðurstöðum dómstóla, er
EES-samningurinn settur í upp-
nám, auk þess sem grunnforsendur
réttarríkisins krefjast þess að ríkið
virði niðurstöður dómstóla. Sama
má segja ef Alþingi samþykkir ekki
lög til innleiðingar á þriðja orku-
pakkanum, en þröngur hópur berst
nú ákaft gegn innleiðingu hans og
byggir málflutning sinn aðallega á
rangfærslum. EES-samningurinn
er grunnstoð undir utanríkisvið-
skiptum Íslands og væri skelfilega
misráðið af stjórnmálamönnum
að höggva í hana án þess að skoða
afleiðingarnar fyrir íslenzkt atvinnu-
líf.
Frelsismegin í 90 ár
Ólafur
Stephensen
framkvæmda-
stjóri Félags
atvinnurekenda
Sterk staða þjóðar-
búsins er áminning
um mikilvægi þess að glutra
ekki niður þeim árangri sem
áunnist hefur, því það getur
gerst á skömmum tíma
EES-samningurinn
er grunnstoð undir
utanríkisviðskiptum Íslands
og væri skelfilega misráðið af
stjórnmálamönnum að
höggva í hana án þess að
skoða afleiðingarnar
MYND/SIGTRYGGUR ARI
MARKAÐURINN 15F Ö S T U D A G U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8
2
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
9
-6
9
9
4
2
1
E
9
-6
8
5
8
2
1
E
9
-6
7
1
C
2
1
E
9
-6
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K