Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 36
Karl Andreassen, framkvæmda-stjóri Ístaks, segir að unnið hafi verið að endurskipulagningu fyrirtækisins undanfarin þrjú ár með ágætis árangri. Hvað gekk vel á árinu 2018? „Árið 2018 var gott ár hjá Ístaki. Við höfum verið að endurskipu- leggja reksturinn síðustu þrjú ár með ágætis árangri og náðum nær öllum markmiðum okkar fyrir árið. Verk- efnastaða okkar var góð í upphafi árs og hefur haldist mjög stöðug á árinu. Veltan jókst frá árinu á undan en það að vera stærstir í veltu er ekki endilega markmið okkar heldur viljum við vera bestir og vera með arðbæran vöxt. Útboðsmarkaðurinn var ágætur framan af, það dró aðeins úr útboðum um mitt árið en tók aftur við sér á síð- asta ársfjórðungi. Það var mest um byggingaverkefni á útboðsmarkaði en mannvirkja þátturinn bætti aðeins í seinni hluta árs. Góður árangur ársins skrifast að mestu á þrautreynt starfsfólk okkar sem hefur með dugnaði og réttu hlutfalli af áræðni náð að skila af sér verkum og rekstri okkar með réttri framlegð. Þetta stendur upp úr ef horft er yfir árið í heild sinni.“ Hvað gekk erfiðlega á árinu? „Ef það á að nefna eitthvað sem gekk síður vel á síðasta ári þá vil ég benda á það sem miður er á bygg- ingamarkaði almennt. Eitt af stærri málunum er að betur sé tekið á þeim fyrirtækjum sem ekki vinna eftir sett- um lögum og reglum á vinnumarkaði og fela sig á bak við nýjar kennitölur. Þetta ætti að stöðva, en það krefst þess að skilvirkt kerfi sé sett á og því sé framfylgt.“ Hvernig horfir árið 2019 við þér í rekstrinum? „Komandi ár er spennandi og ber að nefna þau tækifæri á útboðs- markaði sem búið er að kynna, eins og til dæmis meðferðarkjarni Land- spítalans, Isavia-verkefnin, möguleg hröðun á bætingu samgöngukerfisins og sú uppbygging á íbúðum sem fram undan er. Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með kjaraviðræðum og vonumst til að aðilar nái sanngjarnri niðurstöðu í tíma fyrir alla aðila. Það þarf einnig að hlúa að réttri nýliðun í iðngreinum og sjá til þess að þau störf glatist ekki í þeirri þróun sem er á vinnumarkaði. Þetta er eitt af stóru málunum í okkar grein sem þarft er að bæta, og það er gleðilegt að nú er verið að ýta úr vör verkefni sem tekur á þessu vandamáli. Við horfum áræðin og full tilhlökk- unar til ársins 2019 og hlökkum til þeirra áskorana sem bjóðast á árinu.“ Útboðsmarkaðurinn tók aftur við sér á síðasta ársfjórðungi Sindri Sindrason, forstjóri Car-bon Recycling International, segir að straumhvörf hafi orðið í viðhorfi til grænna lausna. Fyrir- tækið framleiðir og selur endur- nýjanlegt metanól. Í upphafi árs var fyrsta verksmiðja CRI erlendis gangsett. Hérlendis nýtir fyrir- tækið koltvísýring sem losnar frá jarðvarmavirkjun HS orku til fram- leiðslu á metanóli. Hvað gekk vel á árinu 2018? „Á árinu sköpuðum við fleiri hátæknistörf, tókumst á við ný verkefni erlendis og fengum meiri stuðning fjárfesta. Ef litið er til baka verðum við vör við straumhvörf í viðhorfi og áhuga á „grænum lausnum“. Loftslagsmál og orku- skipti eru orðin ein helsta áskorun samtímans. Þannig finnum við fyrir auknum hvata til þess að þróa og fjárfesta í lausnum til framleiðslu á grænu eldsneyti og efnavöru. Það hefur verið mikið um heimsóknir, kynningar og fjölmiðlaumfjöllun. Óhætt er að segja að við höfum á skömmum tíma orðið eitt þekkt- asta fyrirtækið alþjóðlega á sviði hagnýtingar koltvísýrings og raun- hæfra lausna til að draga úr losun.“ Hvað gekk erfiðlega á árinu? „Við hefðum viljað hreyfa okkur hraðar. Þröskuldurinn fyrir fjár- festingu í nýsköpun verður alltaf hærri en maður myndi kjósa og lækkar ekki þegar einhver óvissa er til staðar. Það hefði til dæmis mátt ganga hraðar að innleiða reglur innan ríkja ESB vegna orkuskipta í samgöngum og til að hefta losun. Undanfarna mánuði hafa menn einnig horft upp á Bandaríkin hlaða í viðskiptastríð við Kína, pólitískan óróa víða um heim, sveiflur í verði á hráolíu og öðru eldsneyti og rauðar tölur á hluta- bréfamörkuðum. En heilt yfir er leiðin fyrir nýsköpunarfyrirtæki í grænni tækni að verða greiðari og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn.“ Hvernig horfir árið 2019 við þér í rekstrinum? „Í upphafi árs gangsetjum við fyrstu verksmiðjuna okkar erlendis, sem hefur verið lærdóms- ríkt ferli. Á árinu ætlum við að ná mikilvægum áfanga í fjárfestingar- og hönnunarferli fyrir fyrstu stóru verksmiðjuna erlendis og leggja grunninn að fleiri slíkum verk- efnum. Hér innanlands og í Evr- ópu hafa verið lagðar fram djarfar áætlanir um orkuskipti sem benda til þess að það verði mikil þörf fyrir grænt eldsneyti til að laga lofts- lagsbókhaldið. Rafvæðing bíla er aðeins lítill hluti af lausninni, langferðir, þungaflutningar, skip og flugvélar eru áfram háðar fljót- andi eldsneyti sem verður að vera grænt. Við gerum ráð fyrir að vera mjög upptekin við að svara þessari þörf á næstu árum.“ Straumhvörf í viðhorfi til grænna lausna Ingibjörg Ólafsdóttir, fram-kvæmdastjóri Radisson BLU Saga Hotel, segir að launa-hlutfall sambærilegra hót-ela á Norðurlöndum sé 20 prósentustigum lægra „en við þekkjum. Þjónustugreinar eru starfsmannafrekar en það segir sig sjálft að með þetta hátt launahlut- fall verður ekki mikið eftir til að endurnýja fyrir og huga að fram- tíðinni.“ Hvað gekk vel á árinu 2018? „Árið 2018 var ár framkvæmda á Hótel Sögu. Stór hluti alrýmis á jarðhæð var lokaður af og heil gistihæð var endurnýjuð frá grunni. Óhætt er að segja að þó nokkurt ónæði hafi verið af framkvæmdum fyrir gesti og starfsmenn. Þrátt fyrir þessa truflun var ánægjulegt að sjá að herbergjanýting hélst nokkurn veginn sú sama og árið 2017 og starfsmönnum tókst að viðhalda ánægju gesta við erfiðar aðstæður. Gengið hefur haft mikil áhrif á reksturinn þar sem verðin eru að mestu gefin út í evrum. Veiking krónunnar skilar því hærra meðal- verði á milli ára og umræðan um dýrtíð á Íslandi fór dvínandi eftir því sem á leið.“ Hvað gekk erfiðlega á árinu? „Starfsmennirnir eru helsti auður Hótels Sögu og þjónustan sem þeir veita skilar endurteknum gestakomum. Það er hins vegar áhyggjuefni að stærri og stærri hluti innkomunnar fer í laun og starfs- mannakostnað. Hótel Saga er með leyfissamning við Radisson-hótel- keðjuna og þar af leiðandi auðvelt að bera saman kennitölur í rekstri við sambærileg hótel erlendis. Norðurlöndin eru góð viðmiðunar- lönd þar sem aðstæður eru svipaðar og launahlutfall þar á hótelum með mikla veitingaþjónustu er undir 30 prósentum, um 20 prósentustigum undir því sem við þekkjum. Þjón- ustugreinar eru starfsmannafrekar en það segir sig sjálft að með þetta hátt launahlutfall verður ekki mikið eftir til að endurnýja fyrir og huga að framtíðinni.“ Hvernig horfir árið 2019 við þér í rekstrinum? „Við horfum björtum augum til ársins 2019. Það vofa þó yfir okkur ógnir sem geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir reksturinn. Versn- andi afkoma flugfélaga getur valdið samdrætti í komu gesta til landsins, sem hefur áhrif á herbergjanýtingu. Það myndi kalla á hagræðingu í mannahaldi. Ólga á vinnumarkaði og óvissa um kjarasamninga er ekki síður erfið fyrir fyrirtæki í við- kvæmum rekstri og það má lítið út af bera þegar launahlutfallið er nú þegar þetta hátt. Vonandi bera samningsaðilar gæfu til að leysa úr þessum málum farsællega fyrir launþega og atvinnurekendur. Sagan heldur alltaf áfram og við hlökkum til að takast á við 2019 með endurnýjuð rými, nýjan Mím- isbar og nýjan veitingastað, Mími.“ Hærra launahlutfall en á öðrum Norðurlöndum Góðærið fór að ganga til baka með haustinu Svava Johansen, forstjóri NTC, segir að árið hafi verið gott. Launakostnaður sé hins vegar „farinn upp úr öllu valdi“ fyrir atvinnurekendur almennt og leigan einnig. Hvað gekk vel á árinu 2018? „Árið 2018 hefur verið frekar gott hjá okkur. Salan gekk vel á árinu, við erum með söluaukningu á milli ára. Við bættum við okkur nýjum spennandi vörumerkjum. Höfum undanfarin ár getað bætt við okkur enn vandaðri og dýrari merkjum þar sem krónan hefur styrkst og kaup- máttur aukist. Ferðamennirnir eru að versla meira við okkur, sérstaklega í mið- bænum. Við finnum þó reyndar aukningu frá þeim í Kringlunni.“ Hvað gekk erfiðlega á árinu? „Þetta góðæri hefur verið að ganga til baka frá haustinu með snöggveik- ingu krónunnar og fundum við fyrir því og erum að tapa framlegð síðustu mánuði með gengistapi. Ég er þó á því fyrir heildina að krónan eigi ekki að verða of sterk en örlítið betri en hún er í dag. Erfiðast í rekstrinum í dag er þó allur rekstrarkostnaður, sérstaklega leiga og launakostn- aður. Launakostnaður er farinn upp úr öllu valdi fyrir atvinnurekendur almennt og leigan einnig. Við rekum 14 verslanir sem eru til húsa í Kringlunni, Smáralind og í miðbænum og þær eru mjög ólíkar þannig að við getum mjög fljótt séð heildarmyndina hvað er að gerast á markaðnum. Við rekum bæði ungl- ingaverslanir og svo eldri miðlungs- verðs upp í dýrari verslanir. Erfitt er að reka verslun í miðbæn- um með borgaryfirvöld í  ham að loka verslunargötum í langan tíma. Skólavörðustígurinn er hallandi gata og yfir vetrartímann getur verið ís á götum og gangstéttum og finnst mér að þá ætti borgin allavega að vera sveigjanleg með að halda götunni opinni ef veðrið er ekki þannig að fólk nenni út í það. Verslanir hafa verið að hörfa frá Laugavegi og það er alls ekki gott. Við erum að færa verslunina okkar GK Reykjavik í byrjun árs 2019 niður á Hafnartorg, nánar tiltekið við Tryggvagötu. Þar verða um 1.100 bílastæði neðan- jarðar á svæðinu sem ég tel vera lykilinn að því að Hafnartorgið virki vel enda mun þetta verða skemmti- legt „concept“.“ Hvernig horfir árið 2019 við þér í rekstrinum? „Ef stjórnvöld halda rétt á spil- unum og það umhverfi verður í lagi þá er ég bjartsýn á að 2019 verði gott ár en við Íslendingar erum svolítið á brúninni núna svo það þarf að taka réttar ákvarðanir.“ Svava Johansen, forstjóri NTC, segir að erfitt sé að reka verslun i miðbænum með „borgaryfirvöld i ham að loka verslunargötum í langan tíma“. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir að á árinu „sköpuðum við fleiri hátækni- störf, tókumst á við ný verkefni erlendis og fengum meiri stuðning fjárfesta“. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir að verkefnastaða hafi verið góð í upphafi árs og haldist stöðug á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Radisson BLU Saga Hotel, að árið 2018 hafi verið ár framkvæmda hjá hótelinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R16 MARKAÐURINN 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E 9 -6 4 A 4 2 1 E 9 -6 3 6 8 2 1 E 9 -6 2 2 C 2 1 E 9 -6 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.