Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 26
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráð- herrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. M18 FUEL™ skilar ai til að saga á við bestu bensínknúnu keðjusagirnar. POWESTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yrálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M12™ rafhlöðum. M18 FCHS Alvöru keðjusög frá Milwaukee vfs.is Árið er 1991. 29. apríl. Bresk þjóð kemur sér fyrir í sófum sínum fyrir framan sjónvarpið af skömm-ustulegri eftirvæntingu. Spjallþáttur Terry Wogan er að fara að byrja. Gestur þáttarins er David Icke, vel liðinn sjónvarpsþáttastjórnandi hjá BBC og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. En eitthvað skrítið er um að vera. Slúðurblöðin segja að Icke sé aðeins farinn að klæðast fjólubláum fötum; að upp úr honum velli dóms- dagsspár um stórflóð og jarðskjálfta; að hann sé farinn að vísa í sjálfan sig sem son Guðs. Icke gengur í salinn klæddur fjólubláum íþróttagalla. „Hvers vegna þú,“ spyr Wogan í kurteislegum árásar- ham. „Hvers vegna ert þú sá útvaldi?“ Áhorfendurnir í salnum hlæja. Augnaráð Icke flöktir. Eins og afkróað dýr bítur Icke frá sér. „Fólk hefði sagt það sama um Jesú. Hver í fjand- anum þykist þú vera? Þú ert bara sonur smiðs.“ Eðlur í mannslíki Ég var í íslensku jólapartíi hér í London um síðustu helgi þar sem um fátt annað var rætt en hinar svo kölluðu Klaustursupptökur. Ein spurning brann á allra vörum. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kennt svo gott sem öllum öðrum um málið en sjálfum sér – dularfullum hlerunarbúnaði, öllum hinum sem hafa sagt „ennþá ljótari hluti“ en hann, huldumönnum sem Bára Halldórsdóttir kann að hafa „tekið á sig sök“ fyrir. Hvenær verður Sigmundur Davíð uppiskroppa með sökudólga? Súrrealískt viðtal Terry Wogan við David Icke er frægt í Bretlandi. Viðtalið markaði endalok ferils Icke sem þáttastjórnandi. Það markaði hins vegar upphaf ferils hans sem einn fremsti samsæriskenningasmiður heims. David Icke heldur því fram að veröldin sé full af eðlum í mannslíki með ill áform. Barack Obama er eðla. Mick Jagger er augljóslega eðla. Elísabet Englandsdrottning er eðla. Þeir hálfnafnar Davíð Icke og Sigmundur Davíð eiga fleira sameiginlegt en að vera kenndir við konung sem stútaði Golíat, risanum ógurlega. Regla sem gjarnan er notuð í vísindum og gengur undir heitinu rakhnífur Ockham kveður á um að einfaldasta skýringin sé oftast sú rétta. Icke og Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að vera þeirrar skoðunar að augljósasta skýringin er sjaldnast sú rétta. Á jólasamkomunni hér í London varð til leikur sem hlaut heitið „partíleikur Sigmundar Davíðs“. Leikreglur voru eftirfarandi: Þátttakendur þurftu að láta sér detta í hug sökudólg handa Sigmundi ellegar taka brennivíns- skot. Formanni Miðflokksins er hér með gefið góðfúslegt leyfi til að nýta afraksturinn: 1) Vertinn á Klaustri Bar: Víða er það saknæmt að selja fólki sem þegar er mjög drukkið meira áfengi. Orð- færi þingmannanna sex sem sátu saman að sumbli er klárlega á ábyrgð vertsins á Klaustri. 2) Brölt apanna: Fyrir nokkrum milljónum ára stakk forfaðir mannanna hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu, það réttist úr bökum, verk- færi litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt í einu voru allir komnir með hlerunarbúnað í vasann. Ef aparnir hefðu aðeins haldið sig í trjánum … 3) Allt í plati: Upptakan var sýnishorn úr Áramóta- skaupinu. 4) Stalín, Pol Pot, Hitler og Neró: Sigmundur kann „fjölmargar sögur“ af fólki sem hefur sagt og gert svo „miklu ljótari hluti“. 5) Framleiðendur gulra vesta: Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykja- víkur á mánudaginn. Stuðningsmenn hennar hyggjast fjölmenna á svæðið í gulum vestum að hætti franskra mótmælenda. Grunur hlýtur að falla á framleiðendur gulra vesta um að vera á bak við Klaustursskandalinn sem stórgræða á uppátækinu. 6) Eðlur: Ef allt annað bregst má alltaf klína þessu á eðlurnar. Partíleikur Sigmundar Davíðs Martröð Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evr-ópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samn-ingum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samn- ings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á van- trauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þing- menn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í mar- tröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit-atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta. 1 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -1 2 3 0 2 1 C F -1 0 F 4 2 1 C F -0 F B 8 2 1 C F -0 E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.