Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 88

Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 88
Átakið Einn réttur – Ekkert svindl beinist gegn fyrir-tækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk. Mörg dæmi eru um að þessir hópar séu hlunnfarnir um laun, starfskjör og aðbúnað hér á landi. María Lóa Friðjónsdóttir er sérfræðingur og verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá félagsmáladeild ASÍ og aðildar- félaga. Hún segir að í mörgum tilfellum sé ekki um einbeittan brotavilja hjá fyrirtækjum að ræða heldur megi kenna vankunnáttu um að réttindi starfsfólks séu ekki virt. „Fólk fer í rekstur án þess að skoða alla þætti sem felast í fyrir- tækjarekstri, svo sem starfsmanna- mál, kjarasamninga, bókhald og fleira. Eðli málsins samkvæmt tökum við tillit til þess og leiðbein- um atvinnurekandanum á rétta braut. Mögulega þyrfti að gera ríkari kröfur til þeirra sem stofna fyrirtæki áður en þeir fá úthlutað rekstrarleyfi,“ segir hún. María Lóa segir að hins vegar sé fullt af flottum fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar í þessum efnum. „Þau leggja metnað sinn í að vera með allt á hreinu og setja starfsfólk sitt í fyrsta sæti hvað varðar laun og aðbúnað. Við þurfum í sameiningu að vinna að heilbrigðum vinnumarkaði og því kalla ég eftir vitundar- vakningu fyrirtækja, ríkis, bæjar- og sveitarfélaga og í raun okkar allra og hætta meðvirkni með þeim sem svindla. Svindl grefur undan heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu. Það grefur undan samkeppnisstöðu heilbrigðra fyrirtækja. Það grefur undan ára- langri baráttu fyrir bættum kjörum á vinnumarkaði og það tapa allir á undirboðum og svartri atvinnu- starfsemi á vinnumarkaði, nema svindlararnir,“ segir hún. Kallar eftir betra eftirliti Hlutverk Maríu Lóu innan ASÍ er meðal annars að skipuleggja starf vinnueftirlitsfulltrúa sem eru úti um allt land og fara víða. „Það er í höndum stéttarfélaganna að ráða eftirlitsfulltrúa og það fer eftir hverju og einu stéttar- félagi hvar er eftirlit og hvar ekki. Mín sýn er sú að þetta eftirlit verði undir hatti ASÍ, eða í það minnsta skipulagið, og að vinnueftirlitsfull- trúarnir vinni þvert á landsvæði og þvert á stéttarfélög. Á mörgum stöðum úti á landi er ekki nægur mannafli til að sinna þessu eftirliti. Stéttarfélögin eru að drukkna í verkefnum og þá verður eftirlitið því miður út undan, auk þess sem hagsmunaárekstrar geta komið upp. Við erum einnig að vinna að auknu og samræmdu samstarfi við aðra sem koma að og sinna vinnu- staðaeftirliti, til dæmis VMST, RSK, VER, lögregluna og fleiri. Þannig verður öll eftirfylgni mála markvissari og öflugri,“ segir María Lóa en þegar farið er að velta við steinum kemur oft ýmislegt mis- jafnt í ljós. „Við höfum mest verið að ein- blína á byggingariðnaðinn og ferðaþjónustuna. Innan ferða- þjónustunnar eru því miður fjölmörg dæmi um brotastarfsemi. Mörg hótel, gistihús, veitingahús og afþreyingarfyrirtæki greiða ekki aðeins of lág laun, stundum greiða þau engin laun heldur ráða grun- laust fólk inn sem sjálfboðaliða. Það er síðan látið vinna myrkr- anna á milli eins og þrælar. Það er bannað að ráða sjálfboðaliða í vinnu ef um er að ræða efnahags- lega starfsemi. Það þýðir að ef vara eða þjónusta er seld á að borga starfsmanni laun,“ bendir María Lóa á en hún er að vinna að því að fá fiskvinnslu og fleiri atvinnu- greinar inn undir eftirlitið. Í byggingariðnaðinum eru dæmi um að heilu vinnuhópunum sé reglulega skipt út og þeir fái ekki laun í samræmi við íslensk lög. María Lóa segir almenning ekki átta sig á hversu alvarleg þessi brot geti verið. „Þetta er hreinn og klár launaþjófnaður. Átakið Einn réttur – Ekkert svindl snýst ekki gegn erlendum starfsmönnum heldur gegn þeim fyrirtækjum sem mis- nota erlent vinnuafl og skapa sér þannig samkeppnisforskot.“ María Lóa segir að eftir að fjallað var um þessi mál í sjónvarpsþætt- inum Kveik fyrr í vetur hafi ASÍ fengið feikimikil viðbrögð og margir voru hreinlega sjokker- aðir yfir ástandinu. „Fólk trúði ekki að vinnumansal væri stundað á Íslandi. Vinnumansal er nútímaþrælahald, svo það sé sagt hreint út,“ segir María Lóa. Ef fyrirtæki verður uppvíst að brotastarfsemi láta eftirlitsaðilar Skattstjóra, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit vita. Ef brotið er alvarlegt er það kært til lögregl- unnar. Hins vegar er ekki hægt að sekta fyrirtæki sem borga starfs- fólki ekki í samræmi við lög og reglur. „ASÍ og stéttarfélög skortir beittari heimildir til að refsa þeim sem stunda launaþjófnað og erum við að kalla eftir lausnum. Í dag mega stéttarfélög eingöngu reikna út launakröfur og krefjast ógreiddra launa,“ upplýsir María Lóa. Eftirlitsfulltrúar ASÍ og stéttar- félaganna vinna gríðarlega öflugt starf og sinna mikilvægu hlutverki við að halda vinnumarkaðnum heilbrigðum, að sögn Maríu Lóu. „Það eru oftast þeir sem eiga fyrstu aðkomu að brotastarfsemi og mynda fyrst tengsl við brotaþol- endur í vettvangsheimsóknum um allt land,“ segir hún. Keðjuábyrgð og kennitölu­ flakk María Lóa er í samstarfshópi gegn félagslegum undirboðum og undanfarið hefur hópurinn fundað stíft en hann á að skila til- lögu til atvinnumálaráðuneytisins í febrúar næstkomandi. „Við leggjum mikla áherslu á að lög um keðjuábyrgð fyrirtækja komist í gagnið af fullum þunga, sem og lög um kennitöluflakk. Við erum að skoða hvort ekki sé eðlilegt að setja refsiákvæði í lög, svo sem fjár- sektir, álögur og jafnvel lokunar- ákvæði vegna alvarlegra brota. Við viljum líka finna einhvern snerti- flöt við erlent verkafólk sem hér starfar en það getur verið erfitt að ná til þess. Það er ekki óalgengt að vinnuveitandi keyri fólk til og frá vinnu og það sé jafnframt í fæði og húsnæði á vegum vinnuveitanda. Fólk nær ekki tengslum við neinn nema sinn hóp og fær oftar en ekki upplýsingar um sín réttindi. Við viljum ná til þessa fólks og upplýsa það um réttindi sín.“ En hvaða áhrif hefur félagslegt undirboð á íslenskan almenning? „Maður skyldi ætla að íslensk fyrirtæki missi spón úr aski sínum. Það er verið að undirbjóða þau. Réttast væri að almenningur og fyrirtæki myndu rísa upp og hjálpa okkur að stoppa þetta. Það þarf að kafa djúpt í þessi mál og stoppa í götin. Þetta er oft og tíðum skipu- lögð glæpastarfsemi, þótt erfitt sé að trúa því.“ Enginn græðir á svindli María Lóa Friðjónsdóttir er sérfræðingur hjá ASÍ og kemur að átakinu Einn réttur – Ekkert svindl. Hún segir að því miður séu til fyrirtæki sem hlunnfari starfsfólk um laun, starfskjör og aðbúnað. Vinnumansal er staðreynd á Íslandi en svo eru mörg fyrirtæki til fyrirmyndar. María Lóa segir mörg dæmi um að fyrirtæki greiði fólki ekki aðeins of lág laun, stundum greiði þau engin laun heldur ráði grunlaust fólk inn sem sjálfboða­ liða. Það er síðan látið vinna myrkranna á milli eins og þrælar. Svindl grefur undan heilbrigðis­, velferðar­ og menntakerfinu. MYND/ANTON BRINK María Lóa segir mikilvægt að ná til erlends verkafólks og upplýsa það um réttindi sín. Einn réttur – Ekkert svindl snýst um: l Að tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þar með talið útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði. l Að tryggja starfsemi og eðlilega samkeppnisstöðu fyrirtækja sem virða kjarasamninga og lög og þau viðmið og samskipti sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og eru kjölfestan í íslensku atvinnulífi. l Að tryggja að sameiginlegir sjóðir samfélagsins fái sitt til að fjármagna meðal annars öflugt heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi. l Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppnisforskot. Verkefnið beinist ekki gegn erlendum starfsmönnum sem komið hafa hingað til lands í góðri trú. Áhersla er lögð á: l Breytt viðhorf með það að markmiði að landsmenn styðji baráttuna gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði með virkum hætti. l Að upplýsa erlenda starfsmenn og ungt fólk um réttindi sín og skyldur. l Að upplýsa erlend fyrirtæki og aðra atvinnurekendur sem ráða erlenda starfsmenn og ungt fólk um skyldur sem því fylgja. l Að upplýsa brot á vinnumarkaði, krefjast úrbóta og koma upplýsingum um meint brot til viðkomandi stjórnvalda og eftirlitsstofnana. l Að upplýsa íslenskt launafólk og allan almenning um mikilvægi þess að uppræta undirboð á vinnumarkaði og svarta atvinnustarfsemi. 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 C F -4 8 8 0 2 1 C F -4 7 4 4 2 1 C F -4 6 0 8 2 1 C F -4 4 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.