Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 86
Viltu lýsa aðeins starfsemi ASÍ? ASÍ eru regnhlífarsamtök stéttarfélaga á almenna vinnu- markaðnum. Reyndar hafa mörkin á milli almenna markaðarins og hins opinbera orðið óskýrari hin síðari ár með meiri einkavæðingu og breytingu á opinberum fyrir- tækjum í OHF en þetta eru stóru línurnar. Stéttarfélög innan ASÍ eru líka með nokkurn hlut opinberra starfsmanna á sínum snærum. Vinnumarkaðurinn á Íslandi telur tæplega 200 þúsund manns og í aðildarfélögum ASÍ eru rúmlega 110 þúsund manns þann- ig að þetta er stærsti hlutinn sem er innan ASÍ. Við erum öfunduð um allan heim fyrir mikla stéttar- félagsþátttöku enda eru stéttar- félögin á Íslandi skuldbundin til að þjóna öllum. Alþýðusamband- ið er ekki með umboð til að gera kjarasamninga en félög og lands- sambönd þeirra (Starfsgreinasam- bandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Rafiðnaðarsam- band Íslands, Samiðn, Sjómanna- samband Íslands og fleiri) ákveða hverju sinni hvert hlutverk ASÍ á að vera í kjaraviðræðum. Hefð- bundið er þó að ASÍ fari með mál er snúa að stjórnvöldum og mál sem öll félög eiga sameiginleg hjá atvinnurekendum. Hverjar verða helstu áherslur ASÍ í komandi kjaraviðræðum? Áherslur ASÍ í komandi kjara- viðræðum eru eðli málsins samkvæmt áherslurnar sem aðildarfélögin leggja. Svo er það á vettvangi ASÍ sem þessi félög ákveða hverjar eru sameiginlegar áherslur, hvaða þræðir sameina oft ólíka hópa og þau geta ákveðið að ASÍ sem heildarsamtök þeirra beiti sér fyrir. Að þessu sinni eru það skattamálin, húsnæðismálin og baráttan gegn félagslegum undirboðum svo eitthvað sé talið. Hver eru ásættanleg lífskjör fólksins í landinu? Þau lífskjör sem gera fólki kleift að sjá fyrir sér og njóta lífsgæða. Geta búið í góðu húsnæði, leyft sér tómstundir og sumarfrí svo eitt- hvað sé nefnt. Það er enginn metn- aður í því að ætla fólki að skrimta og draga fram lífið á naumustu hugsanlegu laununum. Kemur til greina að semja um eitthvað annað en beinar launa- hækkanir? Það kemur ýmislegt til greina að semja um meðfram launa- hækkunum, húsnæðismálin, velferðarmálin og skattamálin eru þar stærst, auk vaxandi kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Allt eru þetta lífskjör og jöfnunar- tæki sem verkalýðshreyfingin á að hafa skoðun á og berjast fyrir breytingum á. Til hvaða aðgerða er forysta ASÍ tilbúin að grípa til að ná fram markmiðum sínum? Ef samningar reynast erfiðir þá er það fólksins í landinu að ákveða hvort það sé tilbúið í aðgerðir. Í lögunum okkar er ákvæði um að ákvörðun um verkföll eigi að taka í atkvæðagreiðslu meðal félags- manna. Stéttarfélög og þar með ASÍ taka því einungis ákvörðun um að slíta viðræðum ef þær eru árangurslausar og leggja svo valdið í hendur félagsmanna. Þetta er líka gert þegar búið er að undirrita samninga, þá fer valdið til félagsmanna sem ákveða hvort þeir samþykkja eða hafna samningnum. Almennir félagar í stéttarfélögum eru því miklir gerendur í bæði aðdraganda samninga, til dæmis með mótun kröfugerða og eins í því hvort hér verða verkföll og hvort samningar séu ásættanlegir. Þarna erum við með algera sérstöðu í heiminum varðandi þátttöku vinnandi fólks í eigin örlögum. Mikil stéttarfélagsþátttaka á Íslandi Alþýðusamband Íslands er stærsta stéttarfélagasamband landsins með 110.000 félagsmenn í aðildarfélögum. Drífa Snædal er nýkjörinn forseti ASÍ en segir valdið hjá félagsmönnum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir Ísland hafa algera sérstöðu í heiminum varðandi þátttöku vinnandi fólks í eigin örlögum. MYND/ERNIR HEILsA Sérblað um heilsu mun fylgja Fréttablaðinu laugardaginn 29. desember. Í blaðinu verður fjallað um allt sem viðkemur bættri heilsu. Má þar nefna ýmiskonar hreyfingu og heilsurækt, hollt matarræði, æfingafatnað, vítamín, og ýmsar aðrar heilsutengdar vörur. Að venju er boðið upp á fjölmörg áhugaverð viðtöl og greinar sem gefa lesendum færi á að kynna sér fjölbreyttar leiðir til að koma skrokknum í gott stand. Þetta sértæka efni í bland við gríðarlega mikinn lestur Fréttablaðsins tryggir að blaðið nær afar vel til allra þeirra sem huga að bættri heilsu á nýju ári. Áhugasamir geta haft samband við auglýsingadeild sérblaða sími 550 5078 serblod@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem haf fermst vita dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest l sn dagbla i landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 C F -5 C 4 0 2 1 C F -5 B 0 4 2 1 C F -5 9 C 8 2 1 C F -5 8 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.