Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 100
Ertu með viðkvæmar tennur? SensiVital+ er einstakt tannkrem frá GUM með tvöfaldri virkni sem veitir fljótvirka en langvarandi vörn fyrir viðkvæmar tennur og vinnur gegn tannkuli. Hin tvöfalda virkni ver taugar í tannkviku og þéttir tannbeinið. Tannkremið hjálpar til við að losa skán og matarleyfar, vinna gegn tannkuli og koma í veg fyrir tannskemmdir. Sölustaðir: Flest apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup. Tvöföld virkni alhliða lausn segir Björn. „Já, á Íslandi vinnum við alltaf með þema eða orðtök sem tengjast staðnum,“ útskýrir Elsa. Þau tóku land í Danmörku. „Í Árósum máluðum við vegg hjá gam- alli lestarstöð. Þar rétt hjá lét borgin setja upp nokkra gáma fyrir fólk í sprotastarfsemi sem vildi búa ódýrt og koma undir sig fótunum. Þetta átti bara að vera mánaðarverkefni, þar til byggð yrði verslunarmiðstöð á staðnum, en síðan eru liðin níu ár og hverfið orðið allstórt. Það heitir Godsbanen,“ lýsir Elsa. „Á meðan fólk er að vinna að verkefninu og það er að ganga upp getur það leigt ódýrt. Svo er því skipt út.“ „Já,“ segir Björn. „Godsbanen er orðinn mið- punktur Árósa. Þeir Ari Marteinsson og Arnar Ómarsson komu að þessu verkefni, þeir voru líka með Reiti á Siglufirði. Í Godsbanen kynntumst við öðrum Íslendingi, Elí, sem er orðinn einhvers konar forsprakki noise-tónlistarsenunnar þarna úti og leigir lítið hús þarna rétt hjá sem við fengum svo að endurmála. Svo fórum við til Köben, gistum í göml- um herbát í höfninni og máluðum vegg þar nærri.“ Ekki voru Björn og Elsa með full- mótaðar hugmyndir um áfangastaði og verkefni áður en þau héldu af stað heldur spiluðu af fingrum fram. „Við vorum búin að skipuleggja Árósaverkefnið að hluta og svo leiddi eitt af öðru. Það er skemmti- legt að mæta á svæði og komast inn í samfélag með því að hitta áhuga- vert fólk dálítið tilviljanakennt,“ segir Elsa. Í Hamborg segir Björn þau hafa búið á hústökusvæði í miðborg- inni. „Nokkrar blokkir voru teknar yfir af listamönnum fyrir sjö til tíu árum og borgin endaði á að gera leigusamninga við fólkið. Þar er nú alls konar rekstur og hverfið alltaf að verða vinsælla. Þessi staður myndar áhugaverða mótsögn við nærumhverfi sitt, þess má geta að Fyrsti viðkomustaðurinn erlendis var í Árósum í Danmörku. Þar skildu Björn og Ása eftir sig þetta verk. Í Kíev, höfuðborg Úkraínu, skreyttu Björn og Elsa skóla í fjölmennu hverfi. Bíllinn var í senn heimili parsins og vinnustofa. höfuðstöðvar Google í Þýskalandi eru þeirra næsti nágranni. Þar ganga menn um í fínum fötum en hinum megin við götuna er svo kannski berfættur anarkisti að gera við bíl- inn sinn. Á bar í hverfinu velur fólk hvað það borgar. Það fer eftir efna- hag. Fær kaffi þó það eigi engan pening, hinir borga eftir getu.“ Spurð hvort mikil eiturlyfjaneysla sé í svona hverfum segja þau hana ekki óeðlilega. „Þetta er engin Krist- janía. Þarna er meira um að fólk sé bara að reyna að lifa af litlu, til dæmis með reiðhjólaviðgerðum,“ lýsir Elsa. Alls staðar segjast þau fá greitt fyrir sín vegglistaverk og gafla. „Við erum alltaf á einhvers vegum að mála,“ segir Elsa. „ Reyndar mál- uðum við „Flatus lifir“ á vegginn uppi í Kollafirði fyrir ekki neitt. Það var meðal okkar fyrstu verkefna.“ En hvernig kynnast þau rétta fólkinu? „Eitt leiddi bara af öðru í okkar ferð. Við gátum tekið okkur þann tíma sem við þurftum og það var aldrei nein pressa. Gistum bara í bílnum og elduðum þar líka, bensínið var aðalkostnaðurinn og málningin. Við vorum með íbúð á hjólum og ekkert stress á okkur,“ segir Elsa og Björn kemur með dæmi um hvernig þau skipulögðu sig þegar þau fóru frá Póllandi yfir til Úkraínu. „Við vorum búin að kynnast fólki í Varsjá og spurðum það hvort það þekkti einhverja í Lviv. Það benti okkur á bar á helsta listamannasvæðinu þar, stóru verk- smiðjusvæði og þegar þangað kom sagði afgreiðslumaðurinn: „Heyrðu, vinur minn er vegglistamaður, viltu ekki hitta hann?“ Svona gekk þetta koll af kolli.“ Þau segja Lviv vera gamla pólska borg en í Úkraínu núna. Áhugaverða borg. „Taxarnir þar eru gamlar lödur og göturnar innanbæjar eru grófari en fjallvegurinn yfir Öxi. En við kynntumst listasenunni og gistum nokkrar vikur á stóru verksmiðju- svæði þar sem öllu ægði saman, skrifstofum, galleríum og sóða- legum verkstæðum.“ Um helmingur íbúanna talaði einhverja ensku, að sögn Björns. „Öryggisvörður á svæðinu okkar tal- aði bara úkraínsku en talaði mikið og notaði látbragð óspart, meðal annars til að lýsa stríðinu. Hann var alltaf að koma með epli af trénu í garðinum hjá mömmu sinni til að gefa okkur.“ Í vetur hyggjast Björn og Elsa halda sýningaröð hringinn í kring um Ísland og staldra við á Flateyri að kenna í lýðháskólanum. ↣ 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R50 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 C F -6 6 2 0 2 1 C F -6 4 E 4 2 1 C F -6 3 A 8 2 1 C F -6 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.