Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 87
Erlendir félags-
menn eru í kring-
um 14% af félaginu og
koma frá 77 þjóðlöndum.
Flóran er því fjölbreytt og
mikill tími fer í að koma
upplýsingum til skila.
Félagssvæðið nær yfir allan Eyjafjörð, þar meðtalið Hrís-ey og svo Grímsey úti fyrir
firðinum. Félagið var stofnað 15.
maí 1999. Á bak við stofnun þess
voru 24 félög, en það elsta hafði
starfað frá 1896,“ segir Björn Snæ-
björnsson, formaður félagsins.
„Félagarnir eru um átta þúsund
og starfa í ýmsum greinum, á
almennum markaði, ríkisstofn-
unum og sveitarfélögum. Félaginu
er skipt í þrjár deildir; iðnaðar- og
tækjadeild, opinbera deild, sem
er fyrir þá sem vinna hjá sveitar-
félögum og ríkinu, og svo mat-
væla- og þjónustudeild, sem er
fjölmennasta deildin í félaginu,
með um 40% félagsmanna.“
Öflugt og fjölbreytt starf
„Við rekum skrifstofur á Akureyri,
Dalvík og Fjallabyggð með tíu
starfsmönnum. Til viðbótar erum
við verktakar hjá Virk starfs-
endurhæfingarsjóði og þar eru
fjórir starfsmenn að sinna starfinu
á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir Björn.
„Einnig erum við í samstarfi 14
verkalýðsfélaga á Norðurlandi
vestra og Eyjafirði, ásamt ýmsum
landssamböndum, við vinnu-
staðaeftirlit á svæðinu og hefur
starfsmaður eftirlitsins aðsetur
hjá okkur.
Við höfum byggt vinnustaðaeft-
irlitið upp til að koma í veg fyrir
að brotið sé á fólki. Við komum
upplýsingum til skila á sjö tungu-
málum, og í undirbúningi er að ná
til fólks af enn fleiri þjóðernum.
Það ber árangur, en því miður
rekumst við líka á hluti sem við
viljum ekki sjá í íslensku sam-
félagi,“ segir Björn. „Það er brotið
á fólki á ýmsan hátt. Því er eftir-
litið rosalega mikilvægt og það er
líka mikilvægt að fólk sem verður
vitni að brotum á réttindum láti
stéttarfélögin vita.
Okkar helsta starf er að sinna
félagsmönnum og láta gott af
okkur leiða í tengslum við rétt-
indamál, kjarasamninga og ýmis-
legt fleira,“ segir Björn. „Undan-
farið hefur aðstoð við erlenda
félagsmenn aukist verulega, en í
heildina eru erlendir félagsmenn í
kringum 14% af félaginu og koma
frá 77 þjóðlöndum. Flóran er því
fjölbreytt og mikill tími fer í að
koma upplýsingum til skila.
Við höldum tugi vinnustaða-
funda á ári. Á hverju vori síðastlið-
in 20 ár höfum við farið í alla 10.
bekki grunnskólanna á Eyjafjarð-
arsvæðinu til að fræða um réttindi
og skyldur,“ segir Björn. „Fyrir
vikið er ungt fólk áhugasamara
og virkara á mörgum sviðum en á
árum áður. Við höfum líka farið
í framhaldsskólana á Akureyri
og út með firðinum með svona
fræðslu, sem hefur nýst mjög vel.
Svo höfum við lagt áherslu á að
fá ungt fólk til starfa hjá félaginu,
sem hefur gengið mjög vel. Af
120 trúnaðarmönnum eru um 40
undir 35 ára aldri.“
Vel undirbúin kröfugerð
„Við höfum staðið vel að undir-
búningi kröfugerðar fyrir kjara-
samningana sem eru fram undan.
Við byrjuðum í mars og vorum
með dagskrá alveg fram í miðjan
september,“ segir Björn. „Á
þessum tíma gerðum við kannanir
á vilja fólks til að átta okkur á
hvað þyrfti að koma fram í kröfu-
gerðinni. Við fengum svör frá
yfir 1.500 þátttakendum, sem var
mjög gott.
Við héldum einnig fundi með
félagsmönnum í næstum hverri
einustu starfsgrein til að taka
púlsinn enn betur. Alls héldum
við um 60 fundi á undirbúnings-
tímanum og á þriðja þúsund
manns tók þátt,“ segir Björn.
„Kröfugerðin var svo kynnt á
fimm félagsfundum, á Akureyri,
Dalvík, Fjallabyggð, Hrísey og
Grenivík. Starfsgreinasamband
Íslands fer með samningsumboð
okkar í almennu samningunum
og samningunum við ríki og
sveitarfélög.
Efst á baugi í kröfugerðinni
gagnvart almennum atvinnu-
rekendum eru launahækkanir, en
gagnvart ríkinu eru það skatt-
leysismörkin, sem þarf að hækka,
þannig að lágmarkslaun séu skatt-
frjáls,“ segir Björn. „Svo brenna
húsnæðismálin náttúrulega á
fólki, leigjendur eru í vanda og
það er erfitt að kaupa húsnæði.“
Áhugaverð Gallup-könnun
„1.500 manns tóku þátt í könnun
sem Gallup gerði fyrir okkur í
október. Þar kom ýmislegt áhuga-
vert í ljós,“ segir Björn. „Meðal
annars að meðaltals heildarlaun
á Eyjafjarðarsvæðinu eru tæp-
lega 500 þúsund krónur. Þar eru
karlar með 540 þúsund á mánuði
á meðan konur eru með 452
þúsund krónur, það er greinilega
mun meiri yfirvinna hjá körlum
en konum.
Meðaltal dagvinnulauna karla
á svæðinu eru 383.526 krónur,
en konurnar eru með 383.326
krónur, þannig að það munar
bara 200 krónum,“ segir Björn. „Í
fyrra var munurinn 7.000 krónur,
þannig að konurnar hafa fengið
meiri hækkanir á árinu. Meðal-
hækkun á heildarlaunum á árinu
er 8%, sem er miklu meira en
kjarasamningshækkanirnar segja
til um.
Ýmislegt fleira áhugavert kom
í ljós, til dæmis að 39% þátttak-
enda höfðu frestað því að fara til
tannlæknis af fjárhagsástæðum,
aðallega fólk á aldrinum 25-45
ára sem á börn og hefur látið þau
ganga fyrir,“ segir Björn. „Það kom
líka í ljós að sextíu prósent þeirra
sem eru á leigumarkaði hafa
miklar fjárhagsáhyggjur, en leigj-
endum er að fjölga hér á svæðinu.
Við stefnum að því að birta fleiri
niðurstöður úr könnuninni eftir
áramótin.“
Fjölbreytt stéttarfélag
með öflugt bakland
Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju í Eyjafirði, segir að
félagið njóti mikils stuðnings félagsmanna. MYND/EINING-IÐJA
Stéttarfélagið
Eining-Iðja vinnur
mikið starf í Eyja-
firði og sinnir
fræðslustarfi af
krafti. Félagið
hefur lagt mjög
mikla vinnu í að
undirbúa kröfu-
gerð fyrir kjara-
samningana sem
eru fram undan.
Mikil ánægja með félagið
„Í ljós kom að 96% félagsmanna,
sem tóku þátt í könnuninni, eru
ánægð með þjónustu félagsins
og viðhorf til félagsins er mjög
jákvætt. Við erum feikilega ánægð
með það. Stemningin í félaginu
er mjög góð og mikil samheldni
ríkir,“ segir Björn. „Ánægjan með
starf félagsins eykst líka á hverju
ári, sem segir okkur að við séum
að gera eitthvað rétt. Ég held að
ástæðan fyrir þessu sé að ein-
hverju leyti að við auglýsum
réttindamál mjög mikið og eyðum
miklum fjármunum í að koma
málefnum okkar á framfæri.
Auðvitað erum við líka alltaf á
tánum gagnvart því sem betur má
fara og komandi kjarasamningar
verða þar svolítill prófsteinn,“
segir Björn. „Það verður fróðlegt
að sjá hvernig tekst til, ekki síst
ef við þurfum að fara í aðgerðir.
Aðrir hópar hafa fengið miklu
meiri hækkanir en við og mikill
meirihluti félagsmanna segist
tilbúinn að beita þrýstingi, ef þörf
krefur. Nú reynir á samstöðuna og
þolrifin.“
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 11 L AU G A R DAG U R 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
C
F
-4
D
7
0
2
1
C
F
-4
C
3
4
2
1
C
F
-4
A
F
8
2
1
C
F
-4
9
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K