Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 87

Fréttablaðið - 15.12.2018, Síða 87
Erlendir félags- menn eru í kring- um 14% af félaginu og koma frá 77 þjóðlöndum. Flóran er því fjölbreytt og mikill tími fer í að koma upplýsingum til skila. Félagssvæðið nær yfir allan Eyjafjörð, þar meðtalið Hrís-ey og svo Grímsey úti fyrir firðinum. Félagið var stofnað 15. maí 1999. Á bak við stofnun þess voru 24 félög, en það elsta hafði starfað frá 1896,“ segir Björn Snæ- björnsson, formaður félagsins. „Félagarnir eru um átta þúsund og starfa í ýmsum greinum, á almennum markaði, ríkisstofn- unum og sveitarfélögum. Félaginu er skipt í þrjár deildir; iðnaðar- og tækjadeild, opinbera deild, sem er fyrir þá sem vinna hjá sveitar- félögum og ríkinu, og svo mat- væla- og þjónustudeild, sem er fjölmennasta deildin í félaginu, með um 40% félagsmanna.“ Öflugt og fjölbreytt starf „Við rekum skrifstofur á Akureyri, Dalvík og Fjallabyggð með tíu starfsmönnum. Til viðbótar erum við verktakar hjá Virk starfs- endurhæfingarsjóði og þar eru fjórir starfsmenn að sinna starfinu á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir Björn. „Einnig erum við í samstarfi 14 verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra og Eyjafirði, ásamt ýmsum landssamböndum, við vinnu- staðaeftirlit á svæðinu og hefur starfsmaður eftirlitsins aðsetur hjá okkur. Við höfum byggt vinnustaðaeft- irlitið upp til að koma í veg fyrir að brotið sé á fólki. Við komum upplýsingum til skila á sjö tungu- málum, og í undirbúningi er að ná til fólks af enn fleiri þjóðernum. Það ber árangur, en því miður rekumst við líka á hluti sem við viljum ekki sjá í íslensku sam- félagi,“ segir Björn. „Það er brotið á fólki á ýmsan hátt. Því er eftir- litið rosalega mikilvægt og það er líka mikilvægt að fólk sem verður vitni að brotum á réttindum láti stéttarfélögin vita. Okkar helsta starf er að sinna félagsmönnum og láta gott af okkur leiða í tengslum við rétt- indamál, kjarasamninga og ýmis- legt fleira,“ segir Björn. „Undan- farið hefur aðstoð við erlenda félagsmenn aukist verulega, en í heildina eru erlendir félagsmenn í kringum 14% af félaginu og koma frá 77 þjóðlöndum. Flóran er því fjölbreytt og mikill tími fer í að koma upplýsingum til skila. Við höldum tugi vinnustaða- funda á ári. Á hverju vori síðastlið- in 20 ár höfum við farið í alla 10. bekki grunnskólanna á Eyjafjarð- arsvæðinu til að fræða um réttindi og skyldur,“ segir Björn. „Fyrir vikið er ungt fólk áhugasamara og virkara á mörgum sviðum en á árum áður. Við höfum líka farið í framhaldsskólana á Akureyri og út með firðinum með svona fræðslu, sem hefur nýst mjög vel. Svo höfum við lagt áherslu á að fá ungt fólk til starfa hjá félaginu, sem hefur gengið mjög vel. Af 120 trúnaðarmönnum eru um 40 undir 35 ára aldri.“ Vel undirbúin kröfugerð „Við höfum staðið vel að undir- búningi kröfugerðar fyrir kjara- samningana sem eru fram undan. Við byrjuðum í mars og vorum með dagskrá alveg fram í miðjan september,“ segir Björn. „Á þessum tíma gerðum við kannanir á vilja fólks til að átta okkur á hvað þyrfti að koma fram í kröfu- gerðinni. Við fengum svör frá yfir 1.500 þátttakendum, sem var mjög gott. Við héldum einnig fundi með félagsmönnum í næstum hverri einustu starfsgrein til að taka púlsinn enn betur. Alls héldum við um 60 fundi á undirbúnings- tímanum og á þriðja þúsund manns tók þátt,“ segir Björn. „Kröfugerðin var svo kynnt á fimm félagsfundum, á Akureyri, Dalvík, Fjallabyggð, Hrísey og Grenivík. Starfsgreinasamband Íslands fer með samningsumboð okkar í almennu samningunum og samningunum við ríki og sveitarfélög. Efst á baugi í kröfugerðinni gagnvart almennum atvinnu- rekendum eru launahækkanir, en gagnvart ríkinu eru það skatt- leysismörkin, sem þarf að hækka, þannig að lágmarkslaun séu skatt- frjáls,“ segir Björn. „Svo brenna húsnæðismálin náttúrulega á fólki, leigjendur eru í vanda og það er erfitt að kaupa húsnæði.“ Áhugaverð Gallup-könnun „1.500 manns tóku þátt í könnun sem Gallup gerði fyrir okkur í október. Þar kom ýmislegt áhuga- vert í ljós,“ segir Björn. „Meðal annars að meðaltals heildarlaun á Eyjafjarðarsvæðinu eru tæp- lega 500 þúsund krónur. Þar eru karlar með 540 þúsund á mánuði á meðan konur eru með 452 þúsund krónur, það er greinilega mun meiri yfirvinna hjá körlum en konum. Meðaltal dagvinnulauna karla á svæðinu eru 383.526 krónur, en konurnar eru með 383.326 krónur, þannig að það munar bara 200 krónum,“ segir Björn. „Í fyrra var munurinn 7.000 krónur, þannig að konurnar hafa fengið meiri hækkanir á árinu. Meðal- hækkun á heildarlaunum á árinu er 8%, sem er miklu meira en kjarasamningshækkanirnar segja til um. Ýmislegt fleira áhugavert kom í ljós, til dæmis að 39% þátttak- enda höfðu frestað því að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum, aðallega fólk á aldrinum 25-45 ára sem á börn og hefur látið þau ganga fyrir,“ segir Björn. „Það kom líka í ljós að sextíu prósent þeirra sem eru á leigumarkaði hafa miklar fjárhagsáhyggjur, en leigj- endum er að fjölga hér á svæðinu. Við stefnum að því að birta fleiri niðurstöður úr könnuninni eftir áramótin.“ Fjölbreytt stéttarfélag með öflugt bakland Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju í Eyjafirði, segir að félagið njóti mikils stuðnings félagsmanna. MYND/EINING-IÐJA Stéttarfélagið Eining-Iðja vinnur mikið starf í Eyja- firði og sinnir fræðslustarfi af krafti. Félagið hefur lagt mjög mikla vinnu í að undirbúa kröfu- gerð fyrir kjara- samningana sem eru fram undan. Mikil ánægja með félagið „Í ljós kom að 96% félagsmanna, sem tóku þátt í könnuninni, eru ánægð með þjónustu félagsins og viðhorf til félagsins er mjög jákvætt. Við erum feikilega ánægð með það. Stemningin í félaginu er mjög góð og mikil samheldni ríkir,“ segir Björn. „Ánægjan með starf félagsins eykst líka á hverju ári, sem segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt. Ég held að ástæðan fyrir þessu sé að ein- hverju leyti að við auglýsum réttindamál mjög mikið og eyðum miklum fjármunum í að koma málefnum okkar á framfæri. Auðvitað erum við líka alltaf á tánum gagnvart því sem betur má fara og komandi kjarasamningar verða þar svolítill prófsteinn,“ segir Björn. „Það verður fróðlegt að sjá hvernig tekst til, ekki síst ef við þurfum að fara í aðgerðir. Aðrir hópar hafa fengið miklu meiri hækkanir en við og mikill meirihluti félagsmanna segist tilbúinn að beita þrýstingi, ef þörf krefur. Nú reynir á samstöðuna og þolrifin.“ FÓLK KYNNINGARBLAÐ 11 L AU G A R DAG U R 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -4 D 7 0 2 1 C F -4 C 3 4 2 1 C F -4 A F 8 2 1 C F -4 9 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.