Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 54

Fréttablaðið - 15.12.2018, Side 54
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid. is, s. 550 5761 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 Brynhildur Björnsdóttir, bryn- hildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Í Búvörum SS bjóðum við vand-aðar vörur á góðu verði fyrir hestamennsku, veiði, hunda- þjálfun, útivist og landbúnað,“ segir Sigrún Edda Halldórsdóttir, fulltrúi í búrekstrardeild Slátur- félags Suðurlands. Nýja búðin á Fosshálsi kemur í kjölfar búvöruverslunar sem SS opnaði á Hvolsvelli í jólamánuð- inum í fyrra. „Sú verslun sló í gegn, mót- tökurnar hafa frá fyrsta degi verið mjög góðar og eru viðskiptavinir virkilega ánægðir með verðlag okkar á fatnaði sem og öðrum vörum til búreksturs, útivistar og áhugamála,“ upplýsir Sigrún Edda. Gæðavörur á góðu verði Sláturfélag Suðurlands hóf sölu á gæðafatnaði fyrir hestamennsku í byrjun árs 2016. „Við byrjuðum með flíkur frá Equsana sem framleiðir boli, jakka, úlpur og fylgihluti fyrir hestafólk en líka hestafóður og fjölbreyttar vörur fyrir hestamennskuna. Í kjölfar þess hve Equsana var tekið fagnandi höfum við svo smám saman stækkað við okkur og bætt spennandi merkjum í vöruúr- valið,“ segir Sigrún Edda í nýrri og glæsilegri verslun SS á Fosshálsi. „Það er ánægjuleg upplifun að koma í nýju búðina, njóta góðrar þjónustu og skoða úrvalið sem gleður og hittir örugglega í mark sem jólagjöf. Nú bjóðum við veiðifatnað og fylgihluti frá Mike Hammer, hestavarning frá söðla- smiðnum Jóni Sigurðssyni í Garða- bæ, þar af margt sem hann býr til sjálfur en líka vörur sem Jón flytur inn. Þá erum við nýbúin að taka upp glæsilegar reiðbuxur, hanska og fleira í hestamennskuna frá Karlslund,“ segir Sigrún Edda. Einstakt fyrir hunda og hesta Svo ótalmargt spennandi fæst í jólapakkana í búvöruverslun Sláturfélagsins. „Nýlega bættist við fatnaður og sérhannaðar vörur fyrir hunda- þjálfun frá DogCoach. Merkið býður upp á ýmsa skemmtilega fítusa eins og húfu með ljósi. Hún höfðar líka til fólks í hesta- mennsku og hvers kyns útivist en hefur einnig verið keypt fyrir krakka til að hafa á höfðinu á ferðum sínum í og úr skóla,“ segir Sigrún Edda um vinsælustu vöru DogCoach um þessar mundir. Í Búvörum SS fæst nú einnig norska merkið Non-Stop fyrir hundaeigendur en það er flutt inn af Kolbrúnu Örnu Sigurðardóttur fagdýrahjúkrunarfræðingi. „Non-Stop framleiðir meðal annars beisli og fleiri vörur fyrir sleðahunda. Non-Stop er í miklum metum hjá sleðahundafólki en vörurnar henta einnig fyrir leitar- hunda, almenna hundaeigendur og fólk sem skokkar með hunda,“ útskýrir Sigrún Edda. Göngu- og götuskór frá Gri- sport njóta líka mikilla vinsælda í Búvörum SS. „Grisport er vandað, slitsterkt og traust útivistarmerki með flott hannaða skó sem fást á frábæru verði hjá okkur,“ segir Sigrún Edda sem einnig selur þrautreynd og dugandi stígvél frá Dunlop og Muckboots. Úlpur á frábærum kjörum Af nógu er að taka þegar kemur að flottum úlpum og yfirhöfnum í Búvörum SS á Fosshálsi. „Við erum með sterkar, stællegar og umvefjandi úlpur á frábæru verði. Vinsælasta vetrarúlpan er á 11.996 krónur og í barnastærðum á 9.957 krónum. Parkaúlpan sú er einstaklega hlý og vönduð, með gervifeld á hettu, mörgum vösum og þykkum kraga,“ segir Sigrún Edda sem hefur notað sína Equsana-úlpu síðan þær voru fyrst fluttar inn í ársbyrjun 2016. „Svo erum við auðvitað með plast í heyskapinn og fóður fyrir sauðfé, nautgripi, hænsni, hunda, ketti og hross. Í lok desember hefst áburðarsölutíðin og við erum með hágæða einkorna áburð frá Yara,“ upplýsir Sigrún. Norska og vinsæla hundavörumerkið Non-Stop fæst nú í Búvörum SS. Skór frá Grisport og stígvél frá Dunlop og Muckboots fást í Búvörum SS. Hlý og glæsileg úlpa, húfa og peysa úr heillandi Iceland-fatalínu Equsana – frábær í hestamennsku og alla útivist. Framhald af forsíðu ➛ Equsana-snyrti- taska fyrir hesta inniheldur sjö fylgihluti og fæst á 25 prósenta afslætti í dag; á 5.208 krónur í stað 6.944 króna. Í Búvörum SS er hægt að tylla sér niður yfir molasopa og spjalli á meðan freistandi úrval verslunarinnar er mátað og skoðað. MYNDIR ÚR VERSLUN/EYÞÓR Glæsileg opnunartilboð í dag Búvörur SS verða opnaðar með pompi og prakt klukkan tíu í dag og verður mikið um dýrðir. „Í tilefni dagsins verðum við með glæsileg opnunartilboð og að sjálfsögðu verður boðið upp á konfekt og kaffi, ásamt smakki á gómsætu jólahangikjöti SS á milli klukkan 11 og 13,“ segir Sigrún, full tilhlökkunar. „Góðir gestir líta við og aðstoða viðskiptavini með vöruval; Kol- brún Arna Sigurðardóttir, fagdýra- hjúkrunarfræðingur og dýra- sjúkraþjálfari á Dýraspítalanum í Garðabæ, verður á staðnum frá klukkan 14 til 16 og aðstoðar fólk við að finna réttu vörurnar fyrir sinn hund frá Non-Stop, og á milli 11 til 13 kemur Sigrún Sigurðar- dóttir reiðkennari í heimsókn til að ræða um fóðrun hesta og hestafóðrið hjá okkur. Þá munu allir sem versla í Búvörum SS í dag fara í pott sem dregnir verða úr þrír vinningshafar. Í pottinum er gjafabréf upp á 30 þúsund krónur og tvö önnur upp á 10 þúsund krónur hvort, en hægt að fá helling í Búvörum SS fyrir þann pening,“ segir Sigrún Edda kát. Búvörur SS eru á Fosshálsi 1, gengið inn Draghálsmegin. Opið verður í dag frá klukkan 10 til 17. Aðrir opnunartímar eru á virkum dögum frá 9 til 17. Verslunin verður opin laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu. Lokað á aðfangadag. Í vefversluninni buvorur.is er hægt að finna fóður, fatnað og fleira á frábæru verði. Sent er um allt land. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -5 2 6 0 2 1 C F -5 1 2 4 2 1 C F -4 F E 8 2 1 C F -4 E A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.