Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 68
Hjúkrunarfræðingar/
sjúkraliðar
SPOEX - Samtök psoriasis og exemsjúklinga óska eftir að
ráða heilbrigðismenntaðan einstakling til starfa á göngu-
deild samtakanna að Bolholti 6, 105 Reykjavík. Skemmtilegt
og fjölbreytt starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða.
Umsóknir óskast
sendar á netfangið
skrifstofa@spoex.is
fyrir 8. janúar 2019.
Staða sérfræðings í fjármálum og rekstri
Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing
til starfa á skrifstofu fjármála og rekstrar. Meginhlut
verk skrifstofunnar er að sjá um undirbúning fjármála
áætlunar, fjárlaga og fjáraukalaga fyrir þau málefna
svið sem undir ráðuneytið heyra. Í því felst m.a. að
þróa fjárlagaverkferla og framkvæmd fjárlaga þannig
að greining fjárhagsupplýsinga sé fagleg og tíman
lega fram sett og nýtist þannig til stefnumótunar og
ákvarðanatöku. Jafn framt að rekstrarþjónusta í innri
málum ráðu neytisins þjóni starfsfólki og yfirstjórn eins
og best verður á kosið, m.a. með því að nýta viðskipta,
fjárhags- og ferðabókhaldskerfi eins vel og unnt er.
Helstu verkefni:
• Rekstrarúttektir og greiningar
• Greinargerð með fjárlögum og fjármálaáætlun
• Eftirlit með framkvæmd fjárlaga
• Samstarf og samvinna við stofnanir ráðuneytisins
• Stefnumótun og eftirfylgni stefna
• Árangursmælingar og skýrslugerð
• Samþætting opinberra stefna
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði viðskipta, hagfræði eða
sambærileg menntun
• Framhaldsmenntun eða sambærileg reynsla sem nýtist
í starfi
• Mjög góð kunnátta í Excel
• Reynsla af stefnumótun og vinnu með fjárhagsupp-
lýsingar
• Reynsla af upplýsingakerfi Oracle er kostur
• Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
• Góð íslenskukunnátta og hæfni í framsetningu upp-
lýsinga
• Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í
hóp
• Góð hæfni í samskiptum, árangursdrifni og skipulags-
hæfileikar
Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi
sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskóla-
menntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Um er að ræða fullt starf í krefjandi starfsumhverfi þar
sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar
sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu um sóknar og
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsóknir skulu fylltar út á Starfatorgi og er umsóknar
frestur til 4. janúar nk. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. At hygli er
vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því
að umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar veitir Pétur U. Fenger, skrifstofu-
stjóri, í síma 545 9000.
Sendiskrifstofa Grænlands leitar eftir kraftmiklum ritara/fulltrúa til að
sinna bókhaldi og starfi ritara. Starfsbyrjun er samkomulag.
Sendiskrifstofa Grænlands í Reykjavík
leitar eftir ritara/verkefnastjóra
Starfsmaður skal m.a. sinna eftirfarandi verkefnum:
• Reikningsskil,- og bókfærslu á fjárhagsáætlun umboðsins
• Skjöl – og skjalavistun sem og vinnu með meðhöndlun pósts
• Stjórnunarlegum samskiptum við opinbert yfirvald á Íslandi sem
og á Grænlandi
• Skipulagning dagskráa fyrir skemmtanir og heimsóknir í Reykja vík
og á Íslandi í sambandi við aðra starfsmenn sendiskrif stofunnar.
• Samvinna um samskiptaáætlun við utanríkisráðuneytið vegna
heimsóknar til Grænlands
• Upplýsingaleit, ferðapantanir og önnur tilfallandi og hagnýt
verkefni
• Veita lið við almenna málsmeðferð og verkefnavinnu, m.a.:
Fundargerðir, svara fyrirspurnum, skipuleggja margvíslega
atburði, vinna við markaðsgreiningu, skrifa skýrslur og annað
upplýsandi efni, sinna þýðingum sem og viðhaldi á heimasíðu,
uppfærslu á samfélagsmiðlum, o.s.frv.
Hæfni
• Vænst er af umsækjanda að hann hafi viðeigandi menntun og/eða
reynslu innan áðurnefndra sviða
• Gengið er út frá að viðkomandi tali og skrifi reiprennandi íslensku
og ensku. Önnur tungumál eins og grænlenska, danska og skandi-
navíska er kostur
• Hafa áhuga á Grænlandi og grænlenskum málefnum
Staðan felur í sér að starfsmaðurinn
vinni sjálfstætt og kerfisbundið, og geti
unnið með öðrum sama hverrar stöðu
viðkomandi gegnir og þvert á menningu.
Starfsmaðurinn verður að geta meðhönd-
lað mikið upplýsingaflæði og m.a. hafa
ábyrgð á reikningsskilum sendiskrifstofun-
nar, vinna með skjöl og taka á móti gestum
og sinna þeim.
Sendiskrifstofa Grænlands í Reykjavík
hefur verið starfandi síðan í október
2018 og er til húsa í miðborg Reykjavíkur.
Skrifstofuna er verið að byggja og góð
samvinna verður að vera á milli verðandi
starfsmanns og yfirmann sendiskrifsto-
funnar. Sendiskrifstofan saman stendur
í þessum skrifuðu orðum af yfirmanni
sendiskrifstofunnar og síðar meir af ritara/
verkefnastjóra sem og lærlingi.
Í daglegri vinnu okkar metum við til
mikils fagmennsku sem krydduð er með
sveigjanleika og húmor sem okkur finnst
vera mikilvægir eiginleikar í litlu og faglegu
umhverfi. Það verða töluð mörg tungumál
á vinnustaðnum, þar á meðal græn-
lenska, því er viðeigandi að hafa áhuga á
Grænlandi.
Laun og ráðningarskilmálar
Vinnutími er 37 tímar á viku. Vinnuveitandi
er opinber sendiskrifstofa og því getur
vinnutíminn verið svolítið lengri hverja
viku. Ráðið er í stöðuna með 5 mánaðar
reynslutíma. Laun og ráðningarskilmálar
er í samræmi við ráðningu Sendiskrif-
stofu Grænlands í Reykjavík sem og í
samráði við gildandi samning viðkomandi
samnings aðila á Íslandi.
Frekari upplýsingar um starfið er að fá hjá
yfirmanni umboðsins, Jacob Isbosethsen, í
síma: +354 6655610, tölvupóstfang:
jsis@nanoq.gl
Áhugasamir umsækjendur skulu senda inn
afrit af prófskírteinum, upplýsingum um fyrri
störf, o.s.frv. til:
jsis@nanoq.gl
Sendiskrifstofa Grænlands í Reykjavík
Túngata 5
101 – Reykjavík
Ísland
Fyrirsögnin í tölvupóstinum skal vera
„ansøgning stillingsopslag sekretær“.
Umsókn þarf að vera rituð á dönsku.
Umsóknina skal senda til Sendiskrifstofu
Grænlands eigi síðar en 29. desember 2018.
Kr
ía
h
ön
nu
na
rs
to
fa
|
w
w
w
.k
ria
.is
Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 480 www.vmst.is
Fyrirmyndarþjónusta Virðing Áreiðanleiki
Vinnumálastofnun
Sérfræðingar hjá Fæðingar-
orlofssjóði Hvammstanga
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða tvo sérfræðinga hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga. Hlutverk
Fæðingarorlofssjóðs er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi samkvæmt
lögum um fæðingar- og foreldraorlof.
Sérfræðingarnir munu sinna úrvinnslu og afgreiðslu umsókna ásamt öðrum verkefnum sem falla undir verksvið
Fæðingarorlofssjóðs. Leitað er eftir einstaklingum sem eiga auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofn-
unnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. Einnig þurfa viðkomandi starfsmenn að vera tilbúnir að
takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta- og skipulagshæfni.
Helstu verkefni:
• Úrvinnsla og afgreiðsla umsókna
• Eftirlit með greiðslum í fæðingarorlofi
• Símsvörun
• Tölvuskráning
• Almenn upplýsingagjöf til umsækjenda
• Svörun fyrirspurna um fæðingarorlofsmál hvort
heldur símleiðis eða bréfleiðis
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Góð reynsla af skrifstofustörfum
• Góð tölvukunnátta
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Reynsla af vinnu innan stjórnsýslunnar er æskileg
• Samskiptahæfni og rík þjónustulund ásamt skipu-
lags hæfileikum, sjálfstæði og metnaði til að skila
góðu starfi
Umsóknarfrestur er til og með 28. des.
Sækja skal um starfið rafrænt á Starfatorgi:
www.starfatorg.is. Starfið er með númerið
201812/2154
Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Vinnumála-
stofnunar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veita: Leó Örn Þorleifsson, for-
stöðumaður og Vilmar Pétursson mannauðsstjóri í
síma 515 4800 eða með fyrirspurn á netföngin
leo.thorleifsson@vmst.is; vilmar.petursson@vmst.is;
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknar-
frestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
C
F
-7
0
0
0
2
1
C
F
-6
E
C
4
2
1
C
F
-6
D
8
8
2
1
C
F
-6
C
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K