Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 42
En ég hef upplifað ótta í húsinu. Ég var langþreytt og Bjarni stakk upp á því að ég færi þangað til að hvíla mig. Í nokkra daga. Fyrstu nóttina var ég ennþá andvaka klukkan fjögur. Það heyrist svona ýmislegt í húsinu, úti blæs vindur og það gnauðar. Ég beit á jaxlinn og sagði við mig: Nú gengur þú um húsið, skoðar hvern einasta krók og kima. Þá veistu að þetta er allt í lagi. Þetta gerði ég og sofnaði loks­ ins. Eftir þetta hef ég aldrei fundið til ótta þrátt fyrir alls kyns skrýtin hljóð. Þetta er gamalt hús og saga í hverju herbergi,“ segir Katrín. Fuglar flögrandi í húsinu „Það er líka gömul matarlyfta inni í veggnum,“ segir Bjarni. „Það var eldhús niðri og maturinn fór upp í lyftu. Mig hafði dreymt einhvern tímann að stúlkan sem lést hefði verið inni í þessari matarlyftu. Sagt Kötu að þetta hefði verið herbergið hennar og það hjálpaði ekki. Og í kjallaranum, þar eru krossarnir úr kirkjugarðinum, af leiði þeirra bræðra,“ segir hann. „Þetta var einkennilegur vetur og við vorum undir miklu álagi bæði tvö,“ segir Katrín. Oft þegar við komum heim voru fuglar komnir inn í húsið og flögruðu um. Stundum fundum við þá dauða á gólfinu. Líklega flugu þeir niður skor­ steininn. Þetta var svo kaldur vetur og mikið frost,“ segir hún. Alvarlegar hótanir „Svo voru löggubílar sífellt að keyra fram hjá húsinu og voru viðloðandi. Katrín var iðnaðarráðherra á þess­ um tíma og henni bárust alvarlegar hótanir. Við vorum með öryggishnapp bæði á náttborðinu og í eldhúsinu,“ segir Bjarni frá. „Mér var oft hótað. Nema að í þetta skipti, þá var það talið alvar­ legt. Af því að viðkomandi hafði sýnt áður að hann væri líklegur til að láta verða af hótunum sínum. Þannig að allt í einu voru lögreglu­ bílar keyrandi í sífellu um þennan annars rólega litla bæ, Eyrarbakka.“ „Og þegar gesti bar að garði, þá opnaði ég brúnaþungur. Ég var áhyggjufullur og ég býst við að ég hafi verið tortrygginn,“ segir Bjarni og brosir. „Ég var miklu rólegri yfir þessu en hann. Ég var náttúrulega kasólétt svo ég skil alveg hvað hann Bjarni tók þessu alvarlega.“ Sterk nærvera í húsinu Hafa alltaf loðað við húsið sögur af draugagangi? „Ég hef unnið svo oft í þessu húsi sem annars stendur bara autt. Ein­ hvern tímann var ég að ganga í nágrenninu og geng fram á krakka­ skara sem spyr mig hvar ég búi. Þegar ég sagði þeim að ég væri í Læknishús­ inu sögðu þau: Já, draugahúsinu. Ég var orðinn skrýtni maðurinn, hálfur úr öðrum heimi, eins og Pétur frændi var oft álitinn vera. Mín fyrrverandi, barnsmóðir mín, þegar hún var þarna, þá þorði hún ekki að fara ein á klósettið á nótt­ unni. Svo þegar við sátum úti í garði, þá horfði hún aldrei upp á gluggana því henni fannst ung stúlka horfa á sig. Ég myndi miklu frekar vilja lýsa því þannig að það sé sterk nærvera í húsinu. Mikil og nánast áþreifanleg saga. Það eru margir gamlir hlutir og minjar sem við höldum upp á. Til dæmis hundrað ára gamall sólstóll og maður sér á gömlum myndum að Vigdís og Valgerður, feigar, sátu í honum á sólardögum. Fal­ legar og heilbrigðar stúlkur úti í garði. Svo veit maður örlög þeirra og þá fer maður að hugsa um hver saga þeirra var.“ Dularfullir bræður En frændur þínir? Finnur þú fyrir þeim? „Þeir voru auð­ vitað mjög dular­ fullir bræður. Siggi hafði gaman af því að skrifa þótt hann kysi að tala ekki. En Pétur hafði mikla þörf fyrir að miðla því sem hann var að hugsa. Sér í lagi um dulspeki. Þannig að Pétur talaði og Siggi skrifaði niður. Ég hef lesið sumar af færslunum. Pétur hefur greinilega haft gott minni. Textinn flæðir eins og lífgeislarnir sem hann talaði um, milli pláneta, engir punktar, engar kommur. Í einni færslunni sést að Siggi hefur, eftir margra mánaða þögn, lagt eitthvað til málanna. Það stendur ekki skrifað, hann skráir ekki sín eigin orð. En svar Péturs er skýrt: Nei, það er alls ekki rétt hjá þér, Siggi!“ segir Bjarni og hlær. „Loksins þegar hann sagði eitthvað, þá sló bróðir hans það út af borðinu, kannski af því það tengdi draumana við Eyrarbakka, fremur en aðrar plán­ etur,“ segir hann hugsi. Sat í smók í ólæstum húsum „Svo fannst mér sæt sagan af Sigga sem ég heyrði á þorrablóti í bænum. Honum fannst gott að reykja og vissi hverjir reyktu í bænum. Á meðan fólk var í vinnunni, og skildi eftir ólæst eins og þá var venja, átti hann það til að skreppa aðeins inn til fólks og fá sér sígarettu. Svo komu menn heim og þá sat Siggi og reykti í eldhúsinu í mestu makindum. Það þótti ekki tiltökumál. Þessi tími er svolítið týndur. Þetta innilega traust og væntumþykja gagnvart þeim sem voru öðruvísi. Þeir gegndu hlut­ verki í bæjarlífinu, þótt þeir væru sér á parti,“ segir Katrín. Trúið þið á drauga? Kata hristir höfuðið. En dregur svo úr. „Ég segi alltaf nei. En stund­ um kemur eitthvað sem er óútskýran­ legt, tilfinn­ ing, lykt eða hljóð, og ég viðurkenni að þá get ég ekki svarað þessari spurningu. En maður á bara að hafa gaman af þessu. Það er notalegt að tengja sig við hið liðna. Við tengjumst öll í gegnum minn­ ingar okkar og fortíð, sjálfs­ my n d o k ka r byggir á fortíð okkar. Maður á að leyfa þeim liðnu að lifa með okkur. En á notalegan hátt. Þetta eru ekki skelfilegar draugasögur. Það er ekkert að óttast,“ segir Katrín. Bjarni tekur undir. „Einmitt, for­ tíðin er draugur, sem stundum talar eigin röddu í gegnum mann.“ Læknishúsið – brot: Magdalena hrökk upp úr þungum draumförum við ítrekuð krafshljóð og undraðist hvort það væru komnir krummar á þakið aftur. Klærnar á þeim áttu til að dragast eftir báru­ járninu með skerandi ískri. Þegar hún sá á glugganum að enn var nótt hugsaði hún með sér að hrafnar væru vart á ferðinni á þessum tíma, hún hlaut að hafa vaknað upp við eitthvað annað. Henni virtist sem hún heyrði brakið í hurðinni í stiga­ ganginum frammi og sem einhver gengi niður stigann. Kallaði: „Steinar, geturðu ekki sofið!“ Ekkert svar. Hún kallaði hærra. Árangurslaust. Henni flaug í hug að hann væri með þráðlausu heyrnar­ tólin á eyrunum og heyrði því ekki í henni. Hún velti sér á hina hliðina og breiddi yfir sig, en fann ekki róna þótt hún gæti vart haldið augunum opnum. Atburðir kvöldsins þvældust inn í draumkenndar hugsanir, hún varð áhyggjufull og saknaði stúlkn­ anna. Kannski var það vegna þeirra sem hann gat ekki sofið? Hún ákvað að fara framúr og gá að honum, en byrjaði á að loka glugganum því blaktandi gluggatjöldin höfðu velt um kaktusi og glasi á náttborðinu. Hún fór í náttsloppinn og eftir við­ komu á klósettinu þar sem hún dott­ aði þar til hún rak ennið í vaskinn rölti hún niður stigann. Í ganginum og eldhúsinu var slökkt svo hún gáði inn í stofu. Tunglsljósið féll inn um garðgluggann, á sófann þar sem hún sá ekki betur en að ung kona lægi sofandi. Magdalena starði á mjúkar línur þessarar ungu, hrokkinhærðu konu andartak og rifjaði upp kvöldið. Þegar þau brunuðu burt í sjúkra­ bílnum hafði barnapían enn verið í húsinu. Er þau Steinar komu heim aftur höfðu þau ekki farið inn í stofu, heldur rakleitt upp í svefnherbergi. Veslings barnapían hafði legið hér allan tímann. Stúlkan velti sér að henni, horfði til hennar með svefn­ höfgi draumaheima í augunum. „Það hefur alveg gleymst að koma þér heim í öllum flýtinum, blessun­ inni. Er ekki einhver farinn að hafa áhyggjur af þér vina mín?“ „Nei.“ „Jú, það er ég alveg viss um. Komdu á fætur, Steinar keyrir þig heim.“ „Hann fór að vitja um þá sem hann elskar.“ „Hverja?“ „Petrínu.“ „Er hann ekki bara uppi í vinnu­ herbergi?“ Magdalena opnaði vængjadyrnar að ytri stofunni, gekk í gegnum þær og leit út um vesturgluggann. Bíllinn var ekki á planinu. „Jú, það er rétt hjá þér.“ Stúlkan hóstaði og ræskti sig að baki hennar. Magdalena lokaði glugga: „Það hefur slegið að þér í drag­ súgnum. Sestu upp hérna við borð­ stofuborðið. Ég laga te og brauðsneið handa þér, og læt svo sækja þig. Ég get ekki verið þekkt fyrir að sleppa þér út um miðja nótt án góðgerða.“ Stúlkan var sest upp þegar Magda­ lena kom aftur inn í stofuna með rjúkandi teið á bakka, horfði þung­ brýnd til hennar. Magdalena lagði á borð fyrir þær og settist gegnt henni. Stúlkan sleppti ekki af henni kyrrum augunum: „Steinar er sérstakur.“ Magdalena kímdi með blik í augum: „Hann getur verið svo utanvið sig að hann ætti að hafa einhvern til að líta eftir sér öllum stundum. Hann hefur oftar en einu sinni gengið á hurðina í vinnustofunni.“ Magdalena brosti við tilhugsunina og ætlaði að halda sögunni áfram, en stúlkan varð fyrri til: „Það er sérstök ást sem megnar að lífga hina dánu. Þið verðið að gæta hennar Petrínu.“ Í hverju herbergi er saga og nærvera liðinna sterk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta var einkennilegur vetur og við vorum undir miklu álagi,“ segir Katrín. MÉR VAR OFT HÓTAÐ. NEMA AÐ Í ÞETTA SKIPTI ÞÁ VAR ÞAÐ TALIÐ ALVAR- LEGT. AF ÞVÍ AÐ VIÐKOM- ANDI HAFÐI SÝNT ÁÐUR AÐ HANN VÆRI LÍKLEGUR TIL AÐ LÁTA VERÐA AF HÓTUNUM SÍNUM. 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C F -4 3 9 0 2 1 C F -4 2 5 4 2 1 C F -4 1 1 8 2 1 C F -3 F D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.