Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 40
Þegar Bjarni F. Bjarnason rithöfundur var tíu ára gamall bjó hann í gamla læknishúsinu á Eyrar-bakka með öldruðum frændum sínum, öðrum blindum og hinum mállausum. Þá kynntist hann sögu hússins vel. Það brann en var endurbyggt árið 1916 af afa Bjarna. Í húsinu kom líklega upp taugaveiki og þar urðu óvænt dauðsföll. Bjarni hefur í gegnum árin nýtt Læknishúsið til skrifta og hvíldar með fjölskyldunni og árið 2011 bjó hann í húsinu um skeið með eiginkonu sinni, Katrínu Júlíus- dóttur. Þá var hún iðnaðarráðherra og kasólétt að tvíburum. Í nýrri skáldsögu sinni, Læknis- húsið, er líf þeirra hjóna á þessum tíma, saga hússins og æskuminn- ingar Bjarna grunnur. Þurftu að stækka við sig „Ég nota sögu hússins og okkar sem sögusvið, byggi á minningum mínum og skálda atburði ofan á þær. Árið 2011, sama ár og ég og Kata giftum okkur og hún var barnshafandi að strákunum okkar, ákváðum við að búa í Læknishúsinu um tíma af því að við vorum á milli húsnæða,“ segir Bjarni frá. „Við þurftum að stækka við okkur. Við bjuggum í 70 fermetra íbúð í Kópavogi og með tvo ungl- inga á heimilinu, mér fannst bráð- sniðugt að flytja á Eyrarbakka á meðan við værum að finna út úr húsnæðismálunum,“ segir Katrín. „Þetta var um vetur og fram til næsta vors. Eða þar til drengirnir okkar voru um tíu daga gamlir. Ég var reyndar stundum hér í bænum því þetta var snjóþungur vetur og öryggisins vegna þurfti ég að vera nærri sjúkrahúsinu,“ segir Katrín og segir Bjarna hafa þótt skelfileg tilhugsun að hún væri að keyra í og úr vinnu yfir heiðina. Bjarni dæsir við tilhugsunina. „Hún vann mjög lengi þessa með- göngu miðað við það að hún gekk með tvíbura. Eiginlega þangað til hún var kasólétt. Ég gat ekki hugsað til þess að hún myndi kannski festa sig á heiðinni,“ segir hann. Katrín brosir og rifjar upp að hann hafi stundum tekið á móti henni þegar hún kom heim eftir langan vinnudag með ströngum svip. „Stundum þegar ég kom heim var Bjarni á svipinn eins ég væri fimmtán ára og hefði verið úti fjórum tímum fram yfir útivistar- tímann. Þá beið hann í glugganum strangur til augnanna,“ segir Katrín og hlær. „Hann var svo hræddur Dularfulla húsið á Eyrarbakka Bjarni og Katrín fyrir framan gamla Læknishúsið á Eyrarbakka. Þar bjuggu þau um vetur árið 2011 og fundu fyrir nærveru liðinna í húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við gamla læknis- húsið á Eyrarbakka loða sögur um draugagang. Bjarni M. Bjarnason skrif- aði skáldsögu sem byggir á atburðum frá því hann og eigin- kona hans, Katrín Júlíusdóttir sem þá var iðnaðarráðherra, bjuggu í húsinu. Lög- regla vaktaði húsið. um mig og tvíburana,“ segir hún. „Svo voru eldri strákarnir okkar, Júlíus og Snorri, líka hjá okkur. Þeir eru þá ellefu og tólf ára gamlir og það var sérstakt fyrir þá því við vorum ekki með sjónvarp og það var lélegt internet. Þarna var mikið spilað,“ segir Bjarni. „Snorri kunni vel við sig. Hann hefur verið mikið þarna í gegnum tíðina. Hann hefur verið á sama aldri og ég var þegar ég bjó þarna. Eins og fram kemur í sögunni fara að rifjast upp fyrir söguhetjunni minningar úr æsku og það kallast á við mitt líf og mínar minningar,“ segir Bjarni frá. Annar mállaus og hinn blindur „Þetta voru ömmubræður mínir og ég var stundum einn með þeim. Pétur sem var blindur sá um bóka- safnið sem var í húsinu. Ég las fyrir hann. Hann sá líka um veðurathug- anir og ég veit eiginlega ekki alveg hvernig hann fór að því. Bróðir hans, Siggi, talaði aldrei. Hann gat það alveg en gerði það ekki. Stundum var eins og þeir hefðu yfirskilvitlega tengingu á milli sín. Hvor um sig hefði ekki komist af einn, en saman voru þeir sjálfstæðir. Ég hugsa oft um hver Siggi var, hvað hann var að hugsa. Pétur var Nýalssinni og hneigðist að kenningum Helga Pjeturssonar sem sneri að því að maðurinn lifði á öðrum plánetum eftir dauða sinn. Draumar okkar á jörðinni væru sýn í líf á öðrum plánetum. Þegar ég var hjá honum spurði hann mig oft hvað mig hefði dreymt. Það var mjög algeng spurning, þá vissi ég ekki af hverju. En seinna meir fór ég að skrá drauma og skrif- aði draumadagbók. Þegar maður hugsar til baka þá er líklegt að áhug- inn hafi byrjað þarna. Í því að ræða drauma mína við Pétur,“ segir Bjarni. Lá fyrir í herbergi stúlknanna Tvær stúlkur, Vigdís og Valgerður, dóu í húsinu. „Líklega úr taugaveiki. Þær hafa verið 12 og 21 árs gamlar. Ég fann mikið fyrir nærveru þeirra. Kata þurfti að vera rúmliggjandi mikið og lá um tíma í herberginu sem þær dóu í. Henni fannst það ekki óþægilegt, heldur gott.“ Kata tekur undir það. „Já, veistu, mér finnst nærvera þeirra góð. Mér finnst gott að vera inni í herberginu þar sem stúlkurnar létust. Þetta voru góðar stúlkur sem veiktust. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is KATA ÞURFTI AÐ VERA RÚMLIGGJANDI MIKIÐ OG LÁ UM TÍMA Í HERBERGINU SEM ÞÆR DÓU Í. HENNI FANNST ÞAÐ EKKI ÓÞÆGI- LEGT, HELDUR GOTT. ↣ 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 4 4 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 C E -E 5 C 0 2 1 C E -E 4 8 4 2 1 C E -E 3 4 8 2 1 C E -E 2 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 4 4 s _ 1 4 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.