Fréttablaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 89
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir,
formaður Ör-
yrkjabandalags
Íslands, segir að
öryrkjar mæti
tregðu og skiln-
ingsleysi hjá
stjórnvöldum,
sem virðast
ekki hafa neinn
áhuga á að bæta
kjör þeirra verst
settu í samfélag-
inu. MYND/ANTON
BRINK
Það er rosalega
margt algjörlega
óhemju vont í þessu kerfi
sem við búum við í dag
og margt sem þarf að
bæta til að fatlað fólk
njóti sömu réttinda og
aðrir.
Markmið Öryrkjabanda-lags Íslands er að íslenskt þjóðfélag verði samfélag
jöfnuðar og réttlætis þar sem allir
einstaklingar, óháð líkamlegu og
andlegu atgervi, njóti mannsæm-
andi lífskjara og jafnra möguleika
til sjálfstæðs lífs og virkrar sam-
félagslegrar þátttöku.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður Öryrkjabandalags
Íslands, segir að til að ná þessum
markmiðum þurfi að bæta kjör
og auka réttindi öryrkja á ýmsan
hátt, meðal annars með því að
hækka örorkulífeyri og afnema
krónu á móti krónu-skerðinguna,
sem virkar þannig að fyrir hverja
krónu sem lífeyrisþegi aflar sér eru
bætur skertar á móti um krónu
fyrir krónu, þannig að lítill hvati
er til atvinnuþátttöku þess hóps.
Hún segir líka að það verði að
tryggja fötluðu fólki sjálfsögð rétt-
indi með því að lögfesta samning
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks.
Margt sem er óhemju vont
„Við höfum barist fyrir því að fá
kjör örorkulífeyrisþega leiðrétt
í mörg ár, en á undanförnum 20
árum hefur orðið kjaragliðnun um
51% hjá örorkulífeyrisþegum. Í dag
er örorkulífeyrir aðeins rúmar 238
þúsund krónur á mánuði fyrir skatt
og fólk fær þá 204 þúsund krónur
útborgaðar, en atvinnuleysisbætur
eru komnar upp í 270 þúsund
krónur. Hingað til hefur þetta fylgst
að,“ segir Þuríður. „Þetta er í boði
ríkisstjórnar sem kennir sig við vel-
ferð og maður trúði að myndi gera
eitthvað til að bæta kjör þessa hóps.
Það hefur bara verið farið fram á
algjöra lágmarkshækkun. Ég held
að við fáum 3,6% hækkun á meðan
hinn almenni launþegi fær allavega
6%, sem hækkar svo þegar kjara-
samningarnir fara í gang.
Við viljum líka að króna á móti
krónu-skerðingin verði tekin út.
Ef fólk sem verður að reiða sig á
örorkulífeyri og ekkert annað fær
kannski smávegis lífeyri eða aðrar
tekjur, þá lækka greiðslur TR um
sömu upphæð, þannig að þú færð
ekkert meira sama hvað. Síðasta
vetur fengum við alla þingflokka til
okkar til að gera þessa ríkisstjórn
meðvitaða um málefni fatlaðs
fólks,“ segir Þuríður. „Þá voru
allir flokkar sammála um að þessi
skerðing væri algjör hörmung,
en ríkisstjórnin segir samt að það
verði engar leiðréttingar gerðar
fyrr en nýtt almannatrygginga-
kerfi er tilbúið. Við eigum ekki að
þurfa að bíða árum saman eftir
því að það séu stigin skref í átt að
því að leiðrétta kjörin. Mér finnst
þetta máttlaust af ríkisstjórninni og
ómannúðlegt.
Það er rosalega margt algjörlega
óhemju vont í þessu kerfi sem við
búum við í dag og margt sem þarf
að bæta til að fatlað fólk njóti sömu
réttinda og aðrir. En það hefði hugs-
anlega vakið einhverja jákvæðni í
garð þessarar ríkisstjórnar ef hún
hefði ákveðið að byrja að afnema
skerðingar eitthvað,“ segir Þuríður.
„Okkur fannst að það væri allavega
hægt að koma til móts við okkur, en
þau ákváðu að gera það ekki og ég
hef engan skilning á því.“
Réttindi fatlaðs fólks vanvirt
„Samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks var full-
giltur haustið 2016 eftir mikla
vinnu en það þarf enn að lögfesta
hann og við vonum að stjórnvöld
geri það sem fyrst, því á meðan
hann er ekki lögfestur hefur hann
ekki gildi fyrir dómstólum,“ segir
Erum að dæma fólk í fátækt
Formaður ÖBÍ segir að kerfið refsi fólki fyrir veikindi og fötlun og það verði að bæta kjör öryrkja
með hærri lífeyri, minni tekjuskerðingu og lögfestingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.
Þuríður. „Við höfum tapað málum
vegna þess að réttur okkar er ekki
skýr í lögum, þótt hann eigi að vera
það samkvæmt stjórnarskrá.
Manni finnst þetta alveg sjálfsagt
mál í landi sem vill kenna sig við
mannréttindi. Við vitum ekki hvers
vegna það er svo erfitt að tryggja
fötluðu fólki sjálfsögð réttindi, en
við höfum gert því skóna að það séu
fordómar í samfélaginu og það sé
litið svo á að fatlað fólk hafi minni
rétt og sé minna virði,“ segir Þur-
íður. „Við sjáum til dæmis hvernig
viðhorf til fatlaðs fólks hafa birst
í umræðunni um Klaustursmálið.
Það er kannski ekki skrítið að við
mætum tómlæti.
Stjórnmálamönnum finnst mikið
mál að lögfesta samninginn. Lög hér
á landi eru ekki fyllilega í samræmi
við samninginn og það verður mikil
vinna að uppfæra þau. Samningur-
inn tryggir fötluðu fólki að það geti
notið réttinda sinna til jafns við
aðra í samfélaginu, sem getur leitt
til aukinna útgjalda,“ segir Þuríður.
„En þá er ekki hugsað til lengri tíma
né hugað að mannréttindum fatlaðs
fólks. Stjórnvöld verða bara að átta
sig á því að það fylgir því skylda að
fullgilda svona samning og það þarf
að lögfesta hann og hugsa í takt við
hann.“
Tregða og áhugaleysi
„Við mætum mikilli tregðu hjá
stjórnvöldum og þetta er alltaf
spurning um peninga. En alls staðar
þar sem fátækt viðgengst verða til
fleiri vandamál fyrir samfélagið,“
segir Þuríður. „Það er verið að
dæma fatlað fólk til fátæktar og
þegar fólk hefur ekki efni á að vera
til búum við til samfélagslegt mein
og jaðarsetjum bæði fatlað fólk og
börn þess.
Þess vegna finnst mér lítil
skynsemi í að draga ekki úr
skerðingunni á lífeyri. Það var búið
að lofa fjórum milljörðum króna
sem hefðu getað farið beint inn í
grunnlífeyrinn og hækkað hann
um 22 þúsund krónur hjá hverjum
og einum,“ segir Þuríður. „Fram-
færsluuppbótin, sem skerðir krónu
fyrir krónu, hefði þá líka lækkað
um 22 þúsund krónur og þannig
hefðum við byrjað að minnka þessa
skerðingu.
En þó þetta hefði verið gert hefði
strípaður örorkulífeyrir ekki náð
sömu upphæð og atvinnuleysisbæt-
ur. Atvinnuleysisbætur eru fyrir fólk
í tímabundnu hraki, en fólk þarf
oft að lifa á lífeyri alla ævi,“ segir
Þuríður. „Af hverju í ósköpunum er
fólki refsað fyrir að verða veikt eða
fatlað? Stærsti hluti fólks sem lendir
á örorku er kominn yfir fimmtugt.
Maður skilur ekki það viðhorf að ef
fólk verður veikt eða slasast þá eigi
það bara að lifa í fátækt. Það finnst
mér mjög harkalegt.
Nú eru tvö ár síðan ellilífeyris-
þegar, sem eru talsvert stærri hópur
en öryrkjar, fengu sína krónu á móti
krónu-skerðingu fellda niður á einu
bretti og það var hægt að hækka
atvinnuleysisbætur, en öryrkjar
fá aldrei neinar hækkanir,“ segir
Þuríður. „Stjórnvöld virðast bara
ekki hafa neinn áhuga á þessu.“
Búum til fleiri vandamál
„Það er hræðilegt að upplifa
stöðugar fjárhagsáhyggjur og það
verður enn erfiðara fyrir fólk sem
glímir við geðrænan vanda og
önnur alvarleg veikindi að ná bata
þegar slíkar áhyggjur bætast við,“
segir Þuríður.
„Það fyrsta sem þarf að gera er
að hækka örorkulífeyrinn þannig
að hann sé ekki lægri en lægstu
laun, því fatlað og langveikt fólk
þarf að lifa eins og aðrir og ber oft
aukinn kostnað vegna áskorana
sinna.
Við eigum líka að vera miklu
duglegri við að efla einstaklinginn,
þannig að við náum að nýta
mannauðinn sem býr í öryrkjum.
Þessi hópur getur skapað mikil
verðmæti,“ segir Þuríður. „Stjórn-
völd verða að hafa mannúðleg
sjónarmið að leiðarljósi. Ef þau
ætla að tala um velferð eiga þau að
byrja á þeim hóp sem hefur það
verst. Sem stendur erum við bara
að búa til fleiri vandamál.“
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 13 L AU G A R DAG U R 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
C
F
-3
E
A
0
2
1
C
F
-3
D
6
4
2
1
C
F
-3
C
2
8
2
1
C
F
-3
A
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K