Fréttablaðið - 15.12.2018, Qupperneq 54
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.
is, s. 550 5761 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 Brynhildur Björnsdóttir, bryn-
hildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri
Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Í Búvörum SS bjóðum við vand-aðar vörur á góðu verði fyrir hestamennsku, veiði, hunda-
þjálfun, útivist og landbúnað,“
segir Sigrún Edda Halldórsdóttir,
fulltrúi í búrekstrardeild Slátur-
félags Suðurlands.
Nýja búðin á Fosshálsi kemur
í kjölfar búvöruverslunar sem SS
opnaði á Hvolsvelli í jólamánuð-
inum í fyrra.
„Sú verslun sló í gegn, mót-
tökurnar hafa frá fyrsta degi verið
mjög góðar og eru viðskiptavinir
virkilega ánægðir með verðlag
okkar á fatnaði sem og öðrum
vörum til búreksturs, útivistar og
áhugamála,“ upplýsir Sigrún Edda.
Gæðavörur á góðu verði
Sláturfélag Suðurlands hóf sölu á
gæðafatnaði fyrir hestamennsku í
byrjun árs 2016.
„Við byrjuðum með flíkur frá
Equsana sem framleiðir boli, jakka,
úlpur og fylgihluti fyrir hestafólk
en líka hestafóður og fjölbreyttar
vörur fyrir hestamennskuna. Í
kjölfar þess hve Equsana var tekið
fagnandi höfum við svo smám
saman stækkað við okkur og bætt
spennandi merkjum í vöruúr-
valið,“ segir Sigrún Edda í nýrri og
glæsilegri verslun SS á Fosshálsi.
„Það er ánægjuleg upplifun að
koma í nýju búðina, njóta góðrar
þjónustu og skoða úrvalið sem
gleður og hittir örugglega í mark
sem jólagjöf. Nú bjóðum við
veiðifatnað og fylgihluti frá Mike
Hammer, hestavarning frá söðla-
smiðnum Jóni Sigurðssyni í Garða-
bæ, þar af margt sem hann býr til
sjálfur en líka vörur sem Jón flytur
inn. Þá erum við nýbúin að taka
upp glæsilegar reiðbuxur, hanska
og fleira í hestamennskuna frá
Karlslund,“ segir Sigrún Edda.
Einstakt fyrir hunda og hesta
Svo ótalmargt spennandi fæst
í jólapakkana í búvöruverslun
Sláturfélagsins.
„Nýlega bættist við fatnaður og
sérhannaðar vörur fyrir hunda-
þjálfun frá DogCoach. Merkið
býður upp á ýmsa skemmtilega
fítusa eins og húfu með ljósi.
Hún höfðar líka til fólks í hesta-
mennsku og hvers kyns útivist
en hefur einnig verið keypt fyrir
krakka til að hafa á höfðinu á
ferðum sínum í og úr skóla,“ segir
Sigrún Edda um vinsælustu vöru
DogCoach um þessar mundir.
Í Búvörum SS fæst nú einnig
norska merkið Non-Stop fyrir
hundaeigendur en það er flutt inn
af Kolbrúnu Örnu Sigurðardóttur
fagdýrahjúkrunarfræðingi.
„Non-Stop framleiðir meðal
annars beisli og fleiri vörur fyrir
sleðahunda. Non-Stop er í miklum
metum hjá sleðahundafólki en
vörurnar henta einnig fyrir leitar-
hunda, almenna hundaeigendur
og fólk sem skokkar með hunda,“
útskýrir Sigrún Edda.
Göngu- og götuskór frá Gri-
sport njóta líka mikilla vinsælda í
Búvörum SS.
„Grisport er vandað, slitsterkt
og traust útivistarmerki með flott
hannaða skó sem fást á frábæru
verði hjá okkur,“ segir Sigrún
Edda sem einnig selur þrautreynd
og dugandi stígvél frá Dunlop og
Muckboots.
Úlpur á frábærum kjörum
Af nógu er að taka þegar kemur
að flottum úlpum og yfirhöfnum í
Búvörum SS á Fosshálsi.
„Við erum með sterkar, stællegar
og umvefjandi úlpur á frábæru
verði. Vinsælasta vetrarúlpan er á
11.996 krónur og í barnastærðum
á 9.957 krónum. Parkaúlpan sú
er einstaklega hlý og vönduð,
með gervifeld á hettu, mörgum
vösum og þykkum kraga,“ segir
Sigrún Edda sem hefur notað sína
Equsana-úlpu síðan þær voru fyrst
fluttar inn í ársbyrjun 2016.
„Svo erum við auðvitað með
plast í heyskapinn og fóður fyrir
sauðfé, nautgripi, hænsni, hunda,
ketti og hross. Í lok desember hefst
áburðarsölutíðin og við erum með
hágæða einkorna áburð frá Yara,“
upplýsir Sigrún.
Norska og vinsæla hundavörumerkið Non-Stop fæst nú í Búvörum SS.
Skór frá Grisport og stígvél frá Dunlop og Muckboots fást í Búvörum SS.
Hlý og glæsileg úlpa, húfa og peysa úr heillandi Iceland-fatalínu Equsana – frábær í hestamennsku og alla útivist.
Framhald af forsíðu ➛
Equsana-snyrti-
taska fyrir hesta
inniheldur sjö
fylgihluti og fæst
á 25 prósenta
afslætti í dag;
á 5.208 krónur
í stað 6.944
króna.
Í Búvörum SS
er hægt að tylla
sér niður yfir
molasopa og
spjalli á meðan
freistandi úrval
verslunarinnar
er mátað og
skoðað. MYNDIR
ÚR VERSLUN/EYÞÓR
Glæsileg opnunartilboð í dag
Búvörur SS verða opnaðar með
pompi og prakt klukkan tíu í dag
og verður mikið um dýrðir.
„Í tilefni dagsins verðum við
með glæsileg opnunartilboð og
að sjálfsögðu verður boðið upp á
konfekt og kaffi, ásamt smakki á
gómsætu jólahangikjöti SS á milli
klukkan 11 og 13,“ segir Sigrún, full
tilhlökkunar.
„Góðir gestir líta við og aðstoða
viðskiptavini með vöruval; Kol-
brún Arna Sigurðardóttir, fagdýra-
hjúkrunarfræðingur og dýra-
sjúkraþjálfari á Dýraspítalanum
í Garðabæ, verður á staðnum frá
klukkan 14 til 16 og aðstoðar fólk
við að finna réttu vörurnar fyrir
sinn hund frá Non-Stop, og á milli
11 til 13 kemur Sigrún Sigurðar-
dóttir reiðkennari í heimsókn
til að ræða um fóðrun hesta og
hestafóðrið hjá okkur. Þá munu
allir sem versla í Búvörum SS í dag
fara í pott sem dregnir verða úr
þrír vinningshafar. Í pottinum er
gjafabréf upp á 30 þúsund krónur
og tvö önnur upp á 10 þúsund
krónur hvort, en hægt að fá helling
í Búvörum SS fyrir þann pening,“
segir Sigrún Edda kát.
Búvörur SS eru á Fosshálsi 1, gengið
inn Draghálsmegin. Opið verður
í dag frá klukkan 10 til 17. Aðrir
opnunartímar eru á virkum dögum
frá 9 til 17. Verslunin verður opin
laugardaginn 22. desember og á
Þorláksmessu. Lokað á aðfangadag.
Í vefversluninni buvorur.is er hægt
að finna fóður, fatnað og fleira á
frábæru verði. Sent er um allt land.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
C
F
-5
2
6
0
2
1
C
F
-5
1
2
4
2
1
C
F
-4
F
E
8
2
1
C
F
-4
E
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
4
4
s
_
1
4
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K