Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 8
8 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 by exploratory factor analysis using principal component analysis and oblim rotation. The findings of the Icelandic version of BATM showed four factors: Annoyance, Secrecy, Prescribe and Mighty and was somewhat different from the original version. The reliability (Cronbach‘s-α) of factors was between 0,74 to 0,88 and explained 42,7 of item variance. The correlations between factors was acceptable. The findings of the Icelandic version of OBSC revealed three factors: Body shame, Control beliefs and Surveillance. The reliability of factors was between 0,71 to 0,72 and explained 36,9% of item variance. The correlations between factors was acceptable. Findings were that participants attitudes towards menstruation are rather neutral. However they find them rather annoying and that they should not be kept secret. They have little body-shame, belive they can control how they look, survey their appearances closely and think more about the body based on its look than physical wellbeing. The main conclusion of the study is that the Icelandic versions of BATM and OBSC are acceptable and measure attitudes towards menstruation and objectified body consciousness in Icelandic women. Keywords: Attitudes, menstruation, body consciousness, factor analysis. INNGANGUR Íslensk orðabók skilgreinir menningu svo: „Þroski mannlegra eiginleika mannsins, þjálfun mannsins, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf, sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) (snara.is, e.d.). Í mannfræði ganga klassískar hugmyndir mannfræðinga um menningu út á að hún sé afl sem mótar einstaklinginn, hugsun hans og hegðun, og þannig megi líta á að sá fjölbreytileiki í lifnaðarháttum sem mannkyn hefur búið sér sé menningarlegur (Vísindavefurinn, e.d.). Viðhorf til tíðablæðinga hafa mikið verið rannsökuð hjá konum og körlum og meðal mismunandi hópa á undanförnum árum og áratugum í ólíkum menningarsamfélögum. Reynt er að skilja hvernig þau mótast og hvernig þeim er viðhaldið í mismunandi menningarheimum og hvernig viðhorf hafa áhrif á reynslu kvenna af tíðahringnum, en fjöldi rannsókna sýnir að viðhorf til tíðablæðinga virðast að einhverju leyti móta og stýra hegðun kvenna (Brantelid, Nilvér og Alehagen, 2014; Johnston-Robledo og Chrisler, 2013; McPherson og Korfine, 2004). Flestar rannsóknirnar hafa verið unnar í Bandaríkjunum en þær takmarkast ekki við það land því rannsóknir er einnig að finna frá Bretlandi, Norðurlöndum, Kína, Japan, Mexíkó, Ástralíu, Afríku og víðar (sjá Herdís Sveinsdóttir, 2012). Fram hefur komið að jákvæð viðhorf tengjast færri blæðingaeinkennum, meiri ánægju með líkamann, traustari líkams- og sjálfsímynd og betri líðan í kynlífssamböndum (Rempell og Baumgartner, 2003; Schooler, Ward, Merriwether og Caruthers, 2005) en neikvæð viðhorf tengjast því að fela einkenni um blæðingar, töku á lyfjum sem bæla blæðingar alveg og minni þátttöku í íþróttum (Szarewski, von Stenglin og Rybowski, 2012, Johnston-Robledo, Ball, Lauta og Zekoll, 2003). Lífseigt er það viðhorf, sem er algerlega óstaðfest, að blæðingar hafi áhrif á vitsmunalega getu kvenna (sjá Stubbs, 2008). Hins vegar vegnar konum verr á prófum sem meta vitræna hæfni ef fyrir þær eru lagðar spurningar um blæðingasögu áður en þær taka prófið heldur en ef þær eru lagðar fyrir á eftir (Wister, Stubbs og Shipman, 2013). Jafnframt hefur komið fram tilhneiging til þess hjá konum að draga sig í hlé í samræðum ef þær telja að aðrir viti af því að þær séu á blæðingum (Kowalski og Chapple, 2000). Þetta bendir til að konur taki inn á sig og samsami sig almennum viðhorfum. Niðurstöður nýrrar kínverskrar rannsóknar eru að bæði ungar konur og karlar hafa neikvæð viðhorf til tíðablæðinga enda er það í takt við hefðbundin viðhorf í kínversku samfélagi, þó voru karlarnir frekar á því en konurnar að þær ættu að fela ástand sitt (Wong o.fl., 2013). Ekki fundust íslenskar rannsóknir á því hvað eldri íslenskum konum var ráðlagt og því ekki vitað hvort reynsla þeirra samsvari niðurstöðum rannsóknar á því hvað eldri mexíkóskum konum var ráðlagt (Marván og Trujillo, 2009), en þeim var bent á að forðast erfiðisvinnu, að lyfta þungu, forðast sund og að borða sterkan eða súran mat meðan á blæðingum stæði. Að sögn gríska heimspekingsins Papadaki (2007) er kynferðisleg hlutgerving þekkt umfjöllunarefni kvennafræða og á samsvörun í kenningum heimspekingsins Immanuel Kant en í bók sinni Lectures on Ethics frá 1963 fjallar hann um kynferðislega hlutgervingu og hvernig kynferðisleg löngun beinist að líkama annarrar manneskju en ekki einstaklingnum sjálfum. Forsendur kenningarinnar um hlutgervingu (e. objectification theory) (Fredrickson og Roberts, 1997) eru að menningarheimur, sem hlutgerir konur sem kynlífsleikföng, móti félagsþroska stúlkna og kvenna þannig að á einhverju stigi fari þær að meðhöndla sjálfar sig sem hlut sem sé metinn eftir útlitinu. Þetta endurspeglast meðal annars í sjónrænni framsetningu á félagslegum samskiptum í fjölmiðlum, til dæmis í tónlistarmyndböndum þar sem áherslan er nánast alltaf á líkama kvenna en á andlit og hendur karlmanna. Í kenningunni eru færð rök fyrir því að stúlkur og konur samsami sig sjónarmiði þess sem hlutgerir þær og að þær verði ofuruppteknar af líkamlegu útliti sínu sem þær telja að stjórni því hvernig þeim farnast í lífinu. Þær verða meðvitaðar um líkama sinn sem hlut sem þær líta stöðugt gagnrýnum augum. Þetta ferli kallast sjálfshlutgerving (e. self objectification) og það hefur fjölmargar neikvæðar sálrænar afleiðingar sem geta birst sem skömm á líkamanum, trufluð líkamsímynd, átröskun, áhættuhegðun í kynlífi, kvíði, þunglyndi og sókn í fegrunaraðgerðir (Forbes, Jobe og Revak, 2006; Johnston-Robledo, Sheffield, Voigt og Wilcox-Constantine, 2007; Moradi og Huang, 2008; Schooler o.fl., 2005; Tiggemann og Boundy, 2008). Þá virðist sjálfshlutgerving leiða til þess að konur hafa neikvæðari viðhorf til tíðahringsins, séu stöðugt vakandi yfir eigin útliti, eigi það til að fyllast skömm á eigin líkama og forðist að samsama sig honum. Líkamsvitund þeirra, það er hvernig þær hugsa um líkamann og meðvitund þeirra um hann, litast af skoðunum annarra og er hlutgerður (Roberts, 2004; Erchull, 2013). Fáar eða engar rannsóknir eru til á viðhorfi íslenskra kvenna til tíðablæðinga né á hlutgervingu líkamsvitundar þeirra, en eins og kynnt hefur verið hér sýna rannsóknir að slík viðhorf tengjast menningu. Það má því segja að um menningarbundna afstöðu sé að ræða sem hugsanlega hefur áhrif á velferð kvenna. Skjólstæðingahópur ljósmæðra er að mestu konur á barneignaraldri en auk þess að sinna konum á meðgöngu og fæðingu þá sinna þær ungbarnaeftirliti, heilsueflingu í skólum og fleiri þáttum er lúta að heilbrigði kvenna. Sökum þess nána sambands sem þær hafa við konur er mikilvægt að ljósmæður þekki afstöðu íslenskra kvenna til tíðablæðinga og líkamans. Eitt af sérsviðum ljósmæðra er kynheilbrigði og forvarnir en umfjöllun hér að framan bendir til þess að líkamsvitund kvenna og viðhorf þeirra til tíðablæðinga hafi áhrif á kynheilbrigði þeirra. Í þessari grein er fjallað um þýðingu, forprófun og próffræðilega eiginleika tveggja mælitækja sem ætlað er að mæla þessi hugtök. Annars vegar er það Spurningalistinn um skoðun á og viðhorf til tíðablæðinga (The Beliefs about and Attitudes Toward Menstruation Questionnaire (BATM)) (Marván, Ramírez- Esparza, Cortés-Iniestra og Chrisler, 2006) og hins vegar Hlutgerði líkamsvitundarkvarðinn (The Objectified Body Consciousness Scale (OBCS)) (McKinley og Hyde, 1996). Það er vandasamt að mæla óaðgengileg hugtök eins og viðhorf og vitund. Góð mælitæki þurfa að vera nákvæm, hafa forspárgildi og vera réttmæt og áreiðanleg, sýna stöðugleika og hreinlega mæla það sem þeim er ætlað að mæla (Field, 2013). Hérlendis er mikilvægt að nota margreynd mælitæki sem sannað hafa réttmæti sitt í erlendum rannsóknum til að unnt sé setja íslenskar niðurstöður í alþjóðlegt samhengi. Hætt er við að íslensk mælitæki sem búin eru til út frá íslenskum aðstæðum séu lítið notuð í erlendum rannsóknum, ekki hvað síst þegar til eru áreiðanleg og réttmæt erlend mælitæki. Hins vegar þarf að vanda til verks við staðfæringu til að próffræðilegir eiginleikar þýdda mælitækisins haldi sér og að það mæli sömu eiginleika og upprunalega mælitækið. Rannsóknin, sem greint er frá hér, er hluti stærri rannsóknar sem hefur þann

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.