Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 48
48 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
Heiðursfélagar
Eins og fram hefur komið voru þrír heiðursfélagar tilnefndir á afmæli
félagsins. Það voru þær Elín Hjartardóttir, Margrét Guðmundsdóttir og
Hildur Kristjánsdóttir sem allar hafa starfað ötullega fyrir félagið og
fyrir stéttina í heild.
100 ára afmæli félagsins
Undirbúningur er hafinn fyrir 100 ára afmæli félagsins 2019.
NJF ráðstefna verður haldin, væntanlega í Hörpu. Formaður undir-
búningsnefndar er Ástþóra Kristinsdóttir og formaður fræðilegrar
nefndar er Helga Gottfreðsdóttir.
Erla Doris Halldórsdóttir sagnfræðingur hefur hafist handa við
að skrá sögu félagsins frá 1979 og nefnd er starfandi til undirbún-
ings útgáfu nýs ljósmæðratals. Ýmsar aðrar hugmyndir eru uppi sem
skoða þarf betur.
NJF
Félagið hefur tekið þátt í NJF samstarfi. Formaður LMFÍ, Hildur
Kristjánsdóttir, forseti NJF og Helga Gottfreðsdóttir lektor fóru til
Kaupmannahafnar á samnorrænan fund vegna menntunarmála ljós-
mæðra á Norðurlöndum. Þeim fundi eru gerð góð skil í 2. tölublaði
Ljósmæðrablaðsins 2014. Stjórnarfundur NJF er fyrirhugaður á
Íslandi í maí á þessu ári.
ICM
Formaður LMFÍ sótti miðstjórnarfund ICM í Prag og ráðstefnu í
kjölfarið.
Málefni heilsugæslu höfuðborgarinnar
Félagið hefur skrifað stjórn heilsugæslunnar bréf þar sem þess hefur
verið farið á leit að staða yfirljósmóður í mæðravernd sem heimild er
fyrir samkvæmt stofnanasamningi verði auglýst laus til umsóknar og
ráðið í hana í kjölfarið. Engin svör hafa borist. Formaður fundaði einnig
með formanni Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna um
fyrirhugaðar breytingar á rekstrarformi heilsugæslunnar. Enginn sem
hefur bein afskipti af mæðravernd er í nefnd varðandi breytingarnar og
lék okkur forvitni á að vita með hvaða hætti mæðravernd yrði fyrir-
komið innan breyttrar heilsugæslu. Við héldum því á fund ráðherra og
ræddum málið. Hann staðfesti að breytingar á rekstrarformi stæðu fyrir
dyrum en engar breytingar yrðu á mæðravernd nema þá til hins betra!
Ljosmodir.is og hagræðingar í rekstri
Vefstjóri ljosmodir.is hefur látið af störfum og formaður og skrifstofan
hafa tekið við. Þetta er gert í hagræðingarskyni. Ekki er lengur greitt
fyrir fyrirspurnir (nema í sambandi við brjóstagjöf) né neina aðra
vinnu við síðuna. Vonumst við til að með þessum hætti getum við aflað
félaginu nokkurra tekna.
Við höfum leitað ýmissa leiða til sparnaðar og meðal annars pökkum
við Ljósmæðrablaðinu sjálfar og dreifum um helmingi upplagsins með
því að bera út blöðin á vinnustaði fólks. Við þetta sparast heilmikill
póstburðarkostnaður. Við munum þróa þetta betur þegar næsta tölublað
kemur út.
Skjalaflokkun
Óskar Þór Þráinsson hefur tekið að sér að flokka skjöl og setja upp
skjalaflokkunarkerfi bæði rafrænt og á þau pappírsgögn sem þarf að
varðveita. Mikilvægt er að skjöl félagsins séu flokkuð eftir viður-
kenndu kerfi. Það auðveldar alla vinnu við að finna þau skjöl sem á þarf
að halda hverju sinni, og heldur utan um hvaða eigur félagið á. Einnig
mun þetta gera nýju fólki sem kemur til starfa fyrir félagið auðveldara
að komast inn í starfið og að skoða og kortleggja fyrra starf félagsins.
Skrifstofan
Ráðist var í endurbætur á skrifstofunni. Keypt var fundarborð og
fundaraðstaða gerð á skrifstofunni. Almenn ánægja er með þetta fyrir-
komulag og er aðstaðan mikið notuð.
Á döfinni
Ýmsar hugmyndir eru á lofti innan stjórnar um hvað þurfi að gera og
breyta og bæta í rekstri félagsins. Áhugi er á því að reyna að standa
Frá aðalfundi Ljósmæðrafélagsins í vor.
Áslaug Hauks, Dýrfinna og Áslaug Valsd.