Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 37
37Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
Sem nýútskrifuð ljósmóðir eftir fjögurra ára nám í
ljósmóðurfræðum í Hollandi hafði ég mikinn áhuga á að fara til
þróunarlands til að fá að kynnast í mýflugumynd mæðravernd og
fæðingum þar. Ekki yrði leiðinlegt að fá að taka á móti nokkrum
börnum og nýta þekkingu og krafta áhugasamrar „nýfæddrar“
ljósmóður sem var tilbúin í allt og vildi láta gott af sér leiða. Það
var úr mörgum löndum að velja, en Tansanía var valin eftir að ebóla
geisaði í löndunum í kringum Ghana sem ég ætlaði upphaflega til.
Allar bólusetningar voru fengnar og þegar malaríutöflur, spritt, sápur,
hanskar, hlustunarpípa, blóðþrýstingsmælir, naflastrengsklemmur,
pennar (já, þá færðu ekki á spítalanum sem ég vann á), sterílar
þurrkur og margt fleira var komið ofan í tösku þá mátti fjögurra
vikna ævintýrið byrja. Áætlunin var að vera þrjár vikur í sjálfboða-
vinnu á Maternity Clinic í borginni Arusha. Þessi ferð í fyrrahaust
var mín fyrsta upplifun af Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar.
Þegar ég hugsa til baka til að lýsa upplifun vinnunnar veit ég
ekki hvar eða hvernig ég á að byrja. Fyrsta daginn var mér fylgt á
sjúkrahúsið aftan á skellinöðru (að sjálfsögðu enginn hjálmur og
hvorki umferðarreglur né malbik) þar sem ég hitti yfirlækninn. Ég
vissi ekki hvort hann væri ánægður að fá mig eða ekki. Honum fannst
allavega lítið til þess koma að ég væri nýútskrifuð og fylgdi mér yfir
í fæðingarálmuna. Þar var eitt rými með um þrjátíu rúmum, örugg-
lega fimmtíu ára gömlum, skipt í tvennt með nokkrum slitnum og
þunnum gardínum. Öðrum megin voru konur í fæðingu (frá fjórum
cm) og hinum megin voru sængurkonur. Þar lágu ein til þrjár konur
(með nýfæddu börnin sín) í hverju rúmi með teppi (sem voru aldrei
þvegin) og mishreinu laki með engan kodda. Tvö rúm voru fyrir ljós-
mæður til að hvíla sig í en þar lágu einnig nokkrar. Það var hlegið að
mér þegar ég kom og lítið yrt á mig. Ég var heppin að fyrsta daginn
var belgísk ljósmóðir einnig í sjálfboðastarfi og ég elti hana eins og
skugginn. Mér voru gefnar skúringagræjur til að skúra steypugólfið
og ein ljósmóðir stóð yfir mér og sagði allskonar hluti eins og að ég
væri lengi, hvort ég væri nokkuð löt eða þreytt og sagði eitthvað við
fólkið á swahili í kring og þá var mikið hlegið.
Ég fann einn krana með rennandi köldu vatni en enga sápu. Það
var sótthreinsandi gel í húsinu en það var bara notað fyrir doppler
tækið sem aðeins yfirlæknirinn mátti snerta. Það var á morgnana
þegar hann gekk á milli kvennanna í fæðingu og hlustaði á
fósturhjartsláttinn. Ávallt notaði ég hanska og var með mína eigin
sápu, sótthreinsandi gel og hlustunarpípu. Næstu daga fékk ég fleiri
verkefni, eftir að hafa skúrað í upphafi vinnudags. Ég passaði mig
að koma fram af kurteisi við samstarfsfélaga mína þrátt fyrir mjög
misjafna framkomu af þeirra hálfu.
Fæðingar voru eins og á færibandi og ferlið var þannig að konur
frá 0‒4 cm útvíkkun voru í annarri byggingu (sjá mynd 2), frá 4‒10
cm fóru þær yfir í fæðingar- og sængurkvennaálmuna. Stundum var
hlustað á hjartsláttinn hjá barninu með hlustunarpípu en innri skoðun
var framkvæmd þegar hentaði og ekki mátti líða minna en 3‒4 klst. á
milli. Aðeins þegar sást í kollinn var þeim vippað yfir í annað skítugt
og lítið herbergi þar sem tveir bekkir voru til að fæða barnið (með
gardínu á milli sem annar sjálfboðaliði hafði gefið). Þegar kollurinn
var að fæðast var alltaf ýtt með miklum krafti á fundus uteri með
báðum höndum þangað til að allt barnið var komið út. Langoftast
var klippt strax á naflastrenginn þegar barnið var fætt, nema þegar ég
eða belgíska ljósmóðirin tókum á móti. Þá gerðum við í því að vera
hægari í vinnubrögðum þegar við bundum teygjuna á naflastrenginn.
Teygjan sem var notuð var neðsti hluti hanskanna.
Í einni fæðingu kom fylgjan ekki öll og þá fór ljósmóðirin inn
í legið með alla höndina og náði í hinn hlutann, með öskrum og
látum fæðandi konunnar. Svo get ég varla hugsað um hvernig var
saumað, svo hrikalegt var það, líka vegna þess að staðdeyfingin
var ekki alltaf notuð þrátt fyrir að hún var til staðar! Mér var ekki
treystandi til saumaskaparins að þeirra mati og fékk því (miður)
aldrei að spreyta mig á því sviði. Svo fannst mér magnað að um leið
og fæðingunni var lokið var settur þykkur bómull á milli fótanna og
Upplifun af störfum
ljósmóður í Tansaníu
Vala og Kate (vinstri) sem er frá Englandi, hún stefnir á að fara í
nám í læknisfræði og í mæðraverndinni.