Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 25
25Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
Konum og börnum þeirra sem fæðast á HSS farnast vel. Meðal
Apgar skor barna í rannsókninni er 8,5 eftir 1 mínútu og 9,7 eftir 5
mínútur. Lægsti Apgar var 4/8 hjá 3 börnum og var um axlarklemmu
að ræða í einni fæðingunni. Ekkert barn þurfti á endurlífgun að halda
eða var flutt á LSH vegna erfiðleika eftir fæðingu. Þessar niðurstöður
gefa til kynna að öruggt er að fæða á HSS enda er búið að flokka
konurnar með tilliti til áhættu.
Niðurstaða rannsóknarinnar um að útkoma úr eðlilegum fæðingum
við HSS sé góð gefur til kynna að val um að fæða í heimabyggð
sé rétt fyrir konu í eðlilegri meðgöngu og fæðingu. Einnig má segja
að sérstakur undirbúningur fyrir fæðingu í formi meðgöngujóga,
nálastungna og fræðslu hafi áhrif á tíðni inngripa í fæðingu og að
konur fæði frekar með náttúrulegri verkjastillingu. Hagnýting
rannsóknarinnar felst í því að hægt er að hvetja konur til þess að
undirbúa sig á meðgöngu til að auka líkur á eðlilegri fæðingu í
heimabyggð.
Takmarkanir rannsóknarinnar eru þær að úrtakið er lítið og ekki
hægt að heimfæra niðurstöður á allar fæðingar á landinu. Góð
skráning, gæðaeftirlit og frekari rannsóknir á umönnun ljósmæðra og
fjölþættum árangri í barneignaþjónustu á hverjum stað og heilt yfir
landið væru þá lykilatriði.
LOKAORÐ
Lokun og fækkun minni fæðingarstaða á Íslandi er áhyggjuefni.
Of langt er á milli þeirra og konur hafa ekki nægilegt val um
fæðingarstað og sjálfræði í fæðingum. Þær þurfa jafnvel að fæða
með óþarfa inngripum og auknum tilkostnaði án þess að þörfin
sé fyrir hendi. Upplýst val kvenna um fæðingarstað er mikilvægt
og að konur í eðlilegu barneignaferli hafi fjölbreytta möguleika á
fæðingarstað þar sem þær telja sig öruggar í höndum ljósmæðra sem
þær eru oft búnar að mynda tengsl við.
Í kjölfar fjölgunar keisaraskurða, sem þó er með lægsta móti
hér á landi, og inngripa í fæðingarferlið er einnig mikilvægt að
huga að kostnaði við barneignarþjónustuna. Vitað er að kostnaður
við eðlilegar fæðingar er mun lægri en við tæknifæðingar sem
ætti að vera hvatning til heilbrigðisyfirvalda um að efla og
fjölga ljósmæðrareknum einingum sem byggja á samfelldri
umönnun á meðgöngu, í fæðingu og eftir hana. Þetta gildir bæði á
landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Vel skipulagt tilvísunar-
og flutningskerfi og þverfagleg teymisvinna er nauðsynleg. Gott
samstarf er mikilvægt við miðlægar einingar með hærra þjónustustig
sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir konur í áhættumeðgöngu og
fæðingum sem þyrftu hugsanlegra inngripa við. Þá skiptir flokkun
kvenna eftir heilbrigði og/eða áhættu á meðgöngu miklu máli fyrir
góða útkomu fæðingar fyrir móður, barn og fjölskylduna.
Umfjöllun franska fæðingarlæknisins Michel Odent (2011),
frumkvöðuls í náttúrulegum fæðingum og vatnsfæðingum, hefur
haft mikil áhrif á hugmyndafræði ljósmæðra. Odent leggur áherslu
á að vinna þurfi bug á ótta við fæðingar, minnka streitu og huga
að hormónajafnvægi konunnar. Truflun á því og streita í kringum
fæðingar getur haft áhrif á ljósmæður, framgang og útkomu fæðinga.
Við ljósmæður verðum að geta gefið af okkur í okkar næringarríka
starfi og þurfum því að leggja rækt við okkur sjálfar, vera sterkar
svo umhyggjan fyrir konunni þar sem hún er stödd og fjölskyldu
hennar gangi fyrir. Mikilvægt er að konur séu við stjórn í fæðingum
sínum því þannig vinna hormón konunnar best og auknar líkur eru á
góðri útkomu móður og barns ásamt því að hún fái góða upplifun af
fæðingunni. Til þess að ná þessu takmarki er góður undirbúningur
kvenna og ljósmæðra saman nauðsynlegur á meðgöngunni, til dæmis
í formi meðgöngujóga, nálastungna og fræðslu, ásamt samfelldri
þjónustu og yfirsetu ljósmæðra í fæðingunni.
HEIMILDARSKRÁ
Babbar, S., Parks-Savage, A. C. og Chauhan, S. P. (2012). Yoga during pregnancy: A
review. American Journal og perinatology 29(6), 459‒464.
Barlow, G. (2008). Midwifes at the heart of maternity care changes. Australian Nursing
Journal, 16(4), 26–29.
Berglind Hálfdánsdóttir, Alexander Kr. Smárason, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Ingegerd
Hildingsson og Herdís Sveinsdóttir. (2015). A planned home or hospital birth among
low risk women in Iceland in 2005–2009. A retrospective cohort study. Birth; Issues
in perinatal care 42(1), 16–26.
Berglind Hálfdánsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Alexander Kristinn Smárason
(2011). Að fæða heima – áhætta eða ávinningur? Samanburður á útkomu fyrirfram
ákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi 2005–2009, afturvirk
forrannsókn með tilfellasniði. Tímarit Ljósmæðrafélags Íslands (89):2, bls. 6–12.
Bernitz, S., Rolland, R,. Blix, E., Jacobsen, M., Sjøborg, K. og Øian, P. (2011). Is the
operative delivery rate in low-risk women dependet on the level of birth care? A
randomised trial. BJOG 118, 1357–1364.
Betts, D. og Lennox, S. (2006). Acupuncture fo prebirth treatment: An
observational study of its use in midwifery practice. Medical Acupuncture. A
Journal for Physicians by Physicians 17(3). Sótt 2. mars 2011 af http://www.
medicalacupuncture.org/aama_marf/journal/vol17_3/article_2.html
Birthplace in England Collaborative group. (2011). Perinatal and maternal outcomes by
planned place of birth for healthy women with low risk pregnancies: the Birthplace
in England national prospective cohort study. BMJ. Sótt 24. nóvember 2012 af http://
www.bmj.com/content/343/bmj.d7400
Blix, E., Schaumburg Huitfeldt, A., Öien, P., Straume, B. og Kumle, M. (2012).
Outcomes of planned home births and planned hospital births in low-risk women
in Norway between 1990 and 2007: A retrospective cohort study. Sexual and
Reproductive Healthcare 3(4): 147‒153.
Cluett, E. R. og Burns, E. (2004). Immersion in water in labour and birth. (Review) (78
refs) (Update of Cochrane Database Syst Rev. 2004;(2) Art. No.: CD000111. doi:
10.1002/14651858.CD000111.pub3.
Cluett, E. R., Nikodem, V. C., McCandlish og Burns, C. C. (2006). Immersion in water
in pregnancy, labour and birth. Cochrane Database of Systematic Rewiews 2006(4).
doi:10.1002/14651858.CD000111.pub2.
Chuntharapat, S., Petpichetchian, W., og Hatthakit, U. (2008). Yoga during pregnancy:
Effects on maternal comfort, labor pain and birth outcomes. Complementary Thera-
pies in Clinical Practice, 14(2), 105‒115.
Davis, D., Baddock, S., Pairman, S., Hunter, M., Benn, C., Wilson, D., Dixon, L. og
Herbison, P. (2011). Planned place of birth in New-Zealand: Does it affect mode of
birth and intervention rates among low-risk women? Birth, 38(2), 111‒119.
Eide, B. I., Nilsen, A. B.V. og Rasmussen, S. (2009). Births in two different delivery
units in the same clinic – A prospective study of healthy primiparous women. BMC
Pregnancy and Childbirth 9(25) doi:10.1186/1471-2393-9-25.
Fenwick, J., Butt, J., Dhaliwal, S., Hauck, Y., og Schmied, V. (2010). Western Australian
women‘s perceptions of the style and quality of midwifery postnatal care in hospital
and at home. Women and Birth, 23(1), 10‒21.
Freeman, L. M., Adair, V., Timperley, H. og West, S. H. (2006). The influence of the
birthplace and models of care on midwifery practice for the management of women
in labour. Women and Birth, 19(4), 97‒105.
Hodnett, E.D., Gates, S., Hofmeyr, G. S. og Saksl, C. (2007). Continous support for
women during childbirth ( Review). Cochrane Database Syst Rev. Sótt 4. október
2011 af http://apps.who.int/rhl/reviews/langs/CD003766.pdf
Hope-Allan, N. Adams, J., Sibbritt, D. og Tracy, S. (2004). The use of acupuncture in
maternity care: a pilot study evaluating the acupuncture service in an Australian
hospital anenatal clinic. Complementary Therapies in Nursing and Midwifery, 10(4),
229‒232.
Jónína Birgisdóttir. (2014). Fæðingarsamtal. Forprófun fræðsluíhlutunar í
meðgönguvernd. Óbirt lokaverkefni til meistaraprófs í ljósmóðurfræðum: Háskóli
Íslands. Reykjavík.
Kemp, J. og Sandall, J. (2010). Normal birth, magical birth: the role of the 36-week
birth talk in caseload midwifery practice. Midwifery 26: 211‒221.
Kennedy, H. P., Grant, J., Shaw-Battista, J. og Sandall, J. (2010). Normalizing birth in
England: A qualitative study. J Midwifery Womens health 55, 262–269.