Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 32
32 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 Sigþórsson, 2013; McNiff og Whitehead, 2010; McNiff, 2002). Þessi aðferð hefur til dæmis verið notuð í ljósmóðurfræði til að innleiða verkferla með það að markmiði að auka eðlilegar fæðingar í Wales (Hunter, 2007). Nú stendur sömuleiðis yfir þátttökurannsókn á fæðingarvaktinni á Landspítala í tengslum við innleiðslu verkferla sem byggjast meðal annars á nýju módeli um ljósmæðraumönnun sem styrkja umönnun sem byggist á ljósmóðurfræðilegri nálgun/ fræðasýn (Berg, Ólafsdóttir og Lundgren, 2012). Í áðurnefndu námskeiði gerðum við sjálfar rannsóknaráætlun byggða á aðferðum þátttökurannsókna um bætt upplýsingaflæði í meðgönguvernd til foreldra með áherslu á val á fæðingarstað. Þrátt fyrir yfirlýst markmið í klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd um að alltaf eigi að ræða val á fæðingarstað við barnshafandi konu (Hildur Kristjánsdóttir o.fl., 2008) virðist í viðtölum við einstaklinga sem valið hafa heimafæðingu hérlendis á árunum 2010–2013 að raunveruleg umræða um fæðingarstað hafi verið lítil í meðgönguvernd. Í rannsóknum kemur fram að verðandi foreldrar fá hugmyndina um heimafæðingu oft frá öðrum en þeim sem sinna meðgönguvernd (Ásrún Ösp Jónsdóttir, 2014; Elva Björg Einarsdóttir, 2007). Í meistararitgerð Elvu Bjargar Einarsdóttur (2007) í mannfræði var lýst reynslu 20 íslenskra kvenna af vali á fæðingarstað á árunum 1979–2007. Niðurstöður bentu til að konur fá upplýsingar fyrst og fremst með því að sækja þær sjálfar, eins og til dæmis í foreldrafræðslu og með reynslunni. Margar upplifa að þær hafi eitthvað val, en sumar gera það ekki. Þá kemur fram að konur upplifa að sumar ljósmæður í foreldrafræðslu beini konum á tiltekna fæðingarstaði. Í rannsókn Ásrúnar Aspar Jónsdóttur (2014) taka feður undir þetta. Með þátttökurannsóknum er með jákvæðum hætti hægt að stuðla að breyttum starfsháttum og jafnframt meta árangur breytinga. Ígrundun er mikilvægur þáttur þátttökurannsókna og felst í að skoða og ígrunda eigið starf til að öðlast meiri og dýpri skilning á því. Þetta krefst þess að spurt sé hvers vegna aðstæður séu eins og þær eru og fá nýja sýn á núverandi vinnustað. Ígrunduð hugsun felur í sér betri skilning á okkur sjálfum, reynt er að kafa í aðstæður til að takast betur á við þær og læra af þeim, en í menntunarfræðum hefur þessi aðferð til dæmis verið notuð mikið til að bæta kennslu (Hafdís Guðjónsdóttir, 2011; Hafþór Guðjónsson, 2011; Kristín Þórarinsdóttir og Rúnar Sigþórsson, 2013). Margar leiðir eru færar í þessum efnum. Aðferðir þátttökurannsókna eru fjölmargar, svo sem rýnihópar, vettvangsrannsóknir, myndbandsupptökur á starfsvettvangi og svo mætti lengi telja. Mat okkar er að valdeflandi markmið aðferðarinnar eigi vel heima í landslagi ljósmóðurfræða almennt og rannsóknaraðferðin geti stuðlað að bættum starfsháttum ljósmóðurstéttarinnar og þar með bæði ýtt undir valdeflingu verðandi foreldra jafnt sem ljósmæðra í starfi. HEIMILDASKRÁ: Ásrún Ösp Jónsdóttir. (2014). Reynsla íslenskra feðra af heimafæðingu:„Frábær upplifun, algjörlega rétt ákvörðun fyrir okkur“. Óbirt meistararitgerð: Háskóli Íslands, Hjúkrunarfræðideild. Sótt af http://skemman.is/handle/1946/19582 Ástríður Stefánsdóttir. (2012). Hvernig ber að skilja sjálfræði? Ráðstefnurit Netlu – Menntavika 2012. Sótt af http://netla.hi.is/menntakvika2012/003.pdf Berg, M., Olafsdóttir, O.A. og Lundgren, I. (2012). A midwifery model of woman- centred childbirth care – in Swedish and Icelandic settings. Sexual and Reproductive Healthcare, 3(2), 79–87. doi: 10.1016/j.srhc.2012.03.001. Beck, C.T. (2006). Pentadic cartiography: Mapping birth trauma narratives, Qualitative Health Research, 16(4), 453–466. doi: 10.1177/1049732305285968. Edda Kjartansdóttir. (2010). Starfendarannsóknir til valdeflingar, Ráðstefnurit Netlu – Menntavika 2010. Sótt af http://netla.hi.is/menntakvika2010/alm/007.pdf Ellis-Stoll, C.C. og Popkess-Vawter, S. (1998). A Concept Analysis on the Process of Empowerment. Advanced in Nursing Science, 21(2), 62–68. Elva Björg Einarsdóttir. (2007). Val á fæðingarstað: Sjónarhorn kvenna. Óbirt meistararitgerð: Háskóli Íslands, Félagsvísindadeild. Sótt af http://hdl.handle. net/1946/6334 Embætti landlæknis. (2014). Eflum gæði og öryggi í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Markmið-framkvæmd-eftirfylgni. Leiðbeiningar embættis fagráðs landlæknis um sjúklingaöryggi. Sótt af http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item19084/ Eflum%20gæði%20og%20öryggi%20210113.pdf Félagsmálaráðuneytið. (2011). Þjónusta við geðfatlað fólk. Stefna og framkvæmdaáætlun vegna átaks félagsmálaráðuneytisins 2006–2010. Sótt af http:// www.velferdarraduneyti.is/media/gedfatladir/Thjonusta_gedfatladir_neww_st.pdf. Hafdís Guðjónsdóttir. (2011). Rýnt í vinnubrögð starfendarannsókna: Ólíkar leiðir við gagnaöflun. Ráðstefnurit Netlu – Menntavika 2011. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/menntakvika2011/010.pdf Hafþór Guðjónsson. (2011). Kennarinn sem rannsakandi. Ráðstefnurit Netlu – Menntavika 2011. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/ menntakvika2011/011.pdf Hanna Björg Sigurjónsdóttir. (2006). Valdefling: Glíma við margrætt hugtak. Í Rannveig Traustadóttir (ritstjóri), Fötlun: Hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði (bls. 66–80). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Hermansson, E. og Martensson, L. (2011). Empowerment in the midwifery context – a concept analysis. Midwifery, 27, 811–816. Hildur Kristjánsdóttir, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Anna Björg Aradóttir, Arnar Hauksson, Helga Gottfreðsdóttir, Rúnar Reynisson o.fl. (2008). Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembættið. Sótt af http://www.landlaeknir.is/ servlet/file/pdfstore93/item2548/version4/4407.pdf Hildur Sigurðardóttir (2009). Já ég þori, get og vil. Í Helga Gottfreðsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir (ritstjórar), Lausnarsteinar, ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist (bls. 215–239). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Hunter, B. (2007). The all Wales clinical pathway for normal labour: What are the experiences of midwives, doctors, managers and mothers? Project Report. Swansea: Institute of Health Research, School of Health Science, Swansea University. Sótt af http://orca.cf.ac.uk/18745/1/NLP_final_report%5B1%5D.pdf ICM (International Confederation of Midwives). (2008). International code of ethics for midwives. Sótt af http://www.internationalmidwives.org/ assets/uploads/ documents/CoreDocuments/CD2008_001%20ENG%20Code%20of%20Ethics%20 for%20Midwives.pdf Kristín Björnsdóttir. (2005). Líkami og sál. Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Kristín Þórarinsdóttir og Rúnar Sigþórsson. (2013). Starfenda- og þátttökurannsóknir. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 347–359). Akureyri: Ásprent Stíll ehf. NCT (National Childbirth Trust), RCM (The Royal College of Midwives) og RCOG (Royal College of Obstetricians and Gynaecologistst). (2007). Making normal birth a reality. Concensus statement from the maternity care working party; our shared views about the need to recognize, facilitate and audit normal birth. Sótt af https:// www.rcm.org.uk/sites/default/files/NormalBirthConsensus Statement.pdf NICE (National Institute for Clinical Excellence). (2014). Intrapartum Care: Care of healthy women and their babies during childbirth. Sótt af http://www.nice.org.uk/ guidance/cg190/chapter/1-recommendations McNiff, J. (2002). Action research for professional development: Concise advice for new action researchers. Sótt 20. apríl 2014 af http://jeanmcniff.com/ar-booklet.asp McNiff, J. og Whitehead, J. (2010). You and your action research project (3. útgáfa). Oxon: Routledge. Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir. (2009). Efling kvenna í barneignarferlinu með áherslu á fagmennsku ljósmæðra. Í Helga Gottfreðsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir (ritstj.). Lausnarsteinar. Ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist (bls. 144–171). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Sigríður Guðmarsdóttir (2015). Bræði, brjóst, bylting: Úr dagbók geðilla feministans. Knúz – feminískt vefrit – 27. mars. Sótt af https://knuz.wordpress.com/2015/03/27/ braedi-brjost-bylting-ur-dagbok-gedilla-feministans/ Sigríður Halldórsdóttir (2003a). Eflandi og niðurbrjótandi samskiptahættir og samfélög. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 79(4), 6–12. Sigríður Halldórsdóttir (2003b). Efling eða niðurbrot: Kenning um samskiptahætti og áhrif þeirra. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 79(3), 10–16. Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands. (2013). Jafnréttisstefna á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Sótt af http://www.utanrikisraduneyti. is/media/throunarsamvinna/UTR-Jafnrettisstefna-2013.pdf Walker, L.O. og K.C. Avant. (2005). Strategies for theory construction in nursing. Upper Saddle River, NJ: Pearson Prentice Hall. Walsh, D. (2008). Promoting normal birth. Í Downe, S. (ritstjóri). Normal Childbirth, Evidence and Debate (2. útgáfa), (bls. 175–188). Edinburgh: Churchill, Livingstone.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.