Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 14
14 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
ÚTDRÁTTUR
Vísbendingar eru um aukna notkun viðbótarmeðferða hjá
barnshafandi konum, svo sem nálastungumeðferðir, nudd og jóga.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvers vegna og hvaða
viðbótarmeðferðir íslenskar konur nota á meðgöngu og hvar konur fá
hvatningu og ráðleggingar varðandi slíkar meðferðir.
Settur var saman spurningalisti út frá fræðilegri samantekt og
hann forprófaður og síðan lagður fyrir tilviljunarúrtak 50 nýbakaðra
mæðra en 45 þeirra svöruðu listanum. Meðalaldur kvennanna var um
30 ár, og 18 (40%) voru frumbyrjur og 27 (60%) fjölbyrjur.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flestar konurnar eiga
við fleiri en einn líkamlegan eða andlegan kvilla að stríða á
meðgöngunni, en þeir algengustu eru ógleði, brjóstsviði, mæði,
bak- og grindarverkir. Vítamín, nudd og meðgöngusund voru þær
viðbótarmeðferðir sem flestar konurnar höfðu notað á meðgöngu.
Af hópnum höfðu 20 konur (45%) verið hvattar til að nota
viðbótarmeðferðir á meðgöngu. Algengast var að ljósmæður hvettu
konur til að nota viðbótarmeðferðir og einnig veittu þær oftast
fræðslu um meðferðirnar. Samkvæmt erlendum rannsóknum sækir
meirihluti barnshafandi kvenna í viðbótarmeðferðir til að fyrirbyggja
eða milda meðgöngutengda kvilla. Niðurstöður þessarar rannsóknar
gefa vísbendingar um að svo sé einnig hérlendis en skoða þarf frekar
hver tíðnin er á landsvísu.
Barnshafandi konur bera traust til ljósmæðra um ráðleggingar
varðandi notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu. Þekking ljósmæðra
þarf að þróast í takt við breyttar áherslur.
Lykilorð: Viðbótarmeðferðir, meðganga, þekking, notkun, hvatning.
ABSTRACT
In the last decades there has been a considerable increase in the
use of commentary and alternative therapies (CAM) such as
acupuncture, massage and yoga among childbearing women. The
purpose of this study was to explore the use of CAM among Icelandic
women during pregnancy. The aim was to gain an understanding of
which CAM Icelandic women use during pregnancy and why, where
they get their motivation and who gives them information about the
use of CAM.
Questionnaire was designed based on systematic review, pretested
with focus groups and tested on 50 newly mothers, randomly chosen,
45 women (90%) answered the list. Average age was 30 years, 18
(40%) primiparas and 27 (60%) multiparas.
Findings showed that most of the women had one or more
physical or mental problem during pregnancy, the most common
were nausea, heartburn, shortness of breath, back- and pelvic pain.
Vitamin, massage and pregnancy swimming classes were the most
commonly used CAM during pregnancy. Twenty women (45%)
had been motivated to use CAM during pregnancy. Midwifes were
the motivational person in most of the cases and also the one that
provided the information about use of CAM to pregnant women.
Compared to foreign researches pregnant women tend to use CAM
to prevent or minimize pregnancy-related symptoms. The findings of
this research indicate that it is also like that in Iceland but a bigger
sample from all of Iceland would give us better information.
Women trust their midwife about CAM use during pregnancy and
therefore it is important that the knowledge of midwives needs is in
line with that information.
Keywords: Complementary and alternative therapies, pregnancy,
knowledge, usage, motivation.
INNGANGUR
Meðganga felur í sér ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi og
almennri líðan konunnar. Einkennin tengjast flest blóðrásar-, stoð-
Notkun viðbótarmeðferða á
meðgöngu meðal íslenskra kvenna
R I T R Ý N D G R E I N
RANNSÓKNFyrirspurnir
Margrét Unnur Sigtryggsdóttir
margretunnur@9manundir.is
Þóra Jenný Gunnarsdóttir, PhD
Dósent í hjúkrunarfræði við
Hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands.
Helga Gottfreðsdóttir, PhD
Dósent og námsbrautarstjóri í
ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands.
Margrét Unnur Sigtryggsdóttir, MsC
Nuddari hjá 9 mánuðum
og ljósmóðir á fæðingardeild HSu.