Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 33
33Ljósmæðrablaðið - júlí 2015
Venja er að í vorhefti Ljósmæðrablaðsins sé birt verkefni sem unnið
er af nema í ljósmóðurfræði um efni sem er ofarlega á baugi í
umræðunni. Hér á eftir er frásögn af eðlilegri fæðingu frumbyrju,
en sú kona sagði að hún hefði alltaf haft þá trú að hún gæti fætt
barnið sitt eðlilega. Margar barnshafandi konur segjast vera opnar
fyrir öllu varðandi fæðinguna þó auðvitað óski konur almennt þess
að fæðing þeirra verði eðlileg. Ýmsir halda því fram að það sé
óheppilegt að hafa of mótaðar væntingar um það sem koma skal,
konan geti þá orðið fyrir vonbrigðum og jafnvel fyllst sektarkennd.
En er sú orðræða ekki partur af þeirri tæknivæðingu sem er
raunveruleikinn í dag? Mér finnst vera ákveðinn samhljómur með
að „engin fæðing sé eðlileg fyrr en hún er afstaðin“ og „að leggja
áherslu á að vera opin fyrir öllu“.
Fyrir um 25 árum fóru konur að koma í fæðingu á LSH með
„óskalista“ þar sem tilgreint var hvernig þær vildu láta annast
sig í fæðingunni og hverjar óskir þeirra voru t.d. varðandi verkja-
meðferð. Þá var ég ljósmóðurnemi og ég minnist umræðunnar á
fæðingarvaktinni þegar „listakona“ meldaði sig. Erum við á öðrum
stað núna? Við erum alltaf að reyna að gera okkar besta og á hverjum
tíma teljum við okkur byggja starf okkar á gagnreyndri þekkingu og
mæta konunum þar sem þær eru. En við, eins og konurnar, erum
hluti af þessu flókna samhengi þar sem skipulag stofnana, þekking
og gildismat fagfólks, lög og reglugerðir, klínískar leiðbeiningar
og kostnaður, svo eitthvað sé nefnt, skapa það umhverfi sem við
vinnum í. Ég vona að dæmið sem hér fer á eftir vekji umræður meðal
ljósmæðra.
Helga Gottfreðsdóttir
Lilja er 23 ára kona sem kom á fæðingarvaktina til að fæða sitt
fyrsta barn. Hún missti vatnið snemma morguns og kom í skoðun á
deildina þar sem legvatnsleki var staðfestur. Hún fór aftur heim og
stuttu síðar byrjaði hún að finna fyrir samdráttum. Í fyrstu voru þeir
óreglulegir en svo lengdust þeir og styrktust og bilið á milli þeirra
styttist. Hún kom, ásamt barnsföður sínum, aftur upp á fæðingardeild
um kl. 15, þá voru 3‒5 mínútur á milli hríða sem voru x(x) að
styrkleika og vörðu í tæplega mínútu. Lilja var mjög róleg og andaði
sig í gegnum hverja hríð fyrir sig. Hún var í baðinu í góða stund en
þegar ég tók við vaktinni kl. 23 sat hún í rúminu með lokuð augun
algjörlega í eigin heimi. Svo mikil ró var á fæðingarstofunni að það
mátti heyra saumnál detta. Ljósmóðirin sagði mér að hún væri ekkert
búin að skoða Lilju en hún væri búin að vera í hörkusótt síðan um
kvöldmatarleytið. Í fyrstu vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að ná
sambandi við Lilju því ég vildi helst ekki trufla hana. Ég lét hana
bara vita af mér og sagði henni að hún væri að gera þetta svo vel.
Mér fannst eins og við næðum fljótlega tengingu, það þurfti einhvern
veginn ekki mikið til. Hún vissi af mér og ég fylgdist með henni.
Fljótlega fór Lilja að stynja aðeins með hríðunum og finna fyrir
vægri rembingsþörf. Hún bað mig um að gera innri skoðun og í ljós
kom að útvíkkun var lokið og kollur í -1 við spinae. Lilja rembdist
nú af auknum krafti en var áfram með lokuð augun og studdist við
djúpa öndun á milli hríða. Þegar kollurinn stóð á spönginni fann ég
að hún kipptist til og ætlaði að fara að öskra en svo sagði hún „nei“
við sjálfa sig og byrjaði aftur að anda djúpt. Nokkrum mínútum síðar
fæddist spræk stúlka sem fór beint í fang móður sinnar. Lilja opnaði
augun og ljómaði öll upp. Konan sem hafði varla sagt stakt orð í
fæðingunni grét nú af gleði og sagði aftur og aftur: „Þú ert komin,
váááá, ég trúi ekki að þú sért komin“.
Íhugun
Í verknámi mínu á fæðingarvakt Landspítalans í haust hefur hugarfar
kvenna og fæðingarundirbúningur verið mér hugleikinn. Ég hef lagt
það í vana minn að spyrja konur sem ég tek á móti hvort þær hafi
einhverjar óskir varðandi fæðinguna og yfirleitt er svarið eitthvað í
þá átt að þær komi með opnum hug og vilji ekki útiloka neitt. Sumar
segjast vilja reyna að gera þetta sjálfar en halda öllum kostum opnum
en aðrar eru harðákveðnar í því að fá mænurótardeyfingu og láta vita
af því strax við komu á deildina. Lilja trúði því allan tímann að hún
væri þess megnug að fæða barn og að líkami hennar vissi hvað hann
„Þú ert komin, váááá, ég trúi
ekki að þú sért komin“
Rut Guðmundsdóttir
Nýútskrifuð ljósmóðir
N E M A V E R K E F N I