Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 44

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 44
44 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 Íslenskar ljósmæðrarannsóknir F R É T T A T I L K Y N N I N G Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á rannsóknarstarfi íslenskra ljósmæðra. Ljósmæðrablaðið er helsti miðill ljósmæðra á Íslandi fyrir fræðilegt efni um ljósmæðrarannsóknir og því ekki úr vegi að kynna á þessum vettvangi þau rannsóknarverkefni sem unnin eru af íslenskum ljósmæðrum og þær greinar sem birst hafa í öðrum ritrýndum tímaritum. Í dag stunda fimm íslenskar ljósmæður rannsóknanám á doktorsstigi. Sigfríður Inga Karlsdóttir, dósent og starfandi formaður hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri (HA), stundar doktorsnám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands (HÍ) og rannsakar þar sársauka í fæðingu frá sjónarhóli kvenna. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðiljósmóðir á Landspítala (LSH) og klínískur lektor við HÍ, stundar doktorsnám í lýðheilsuvísindum við HÍ, þar sem hún rannsakar tengsl heilsufars móður á meðgöngu og útkomu fæðingar við tímalengd brjóstagjafar. Berglind Hálfdánsdóttir stundar doktorsnám í ljósmóðurfræði við HÍ og rannsakar útkomu og áhrifaþætti heimafæðinga. Sigríður Sía Jónsdóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið HA, stundar doktorsnám í heilbrigðisvísindum við Linnéuniversitetet í Svíþjóð þar sem hún rannsakar áhrif sálrænn vanlíðanar, félagslegs stuðnings og ánægju í parasambandi á vandamál á meðgöngu og við fæðingu. Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir á LSH og klínískur lektor við HÍ, stundar doktorsnám í ljósmóðurfræði við HÍ, en verkefni hennar er þróun á meðferð fyrir konur með erfiða eða neikvæða fæðingarreynslu. Íslenskar ljósmæður taka einnig þátt í stórum samstarfsverkefnum um rannsóknir innan lands sem utan. Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir fer fyrir þverfaglegum stýrihópi íslensku rannsóknarinnar Barneign og heilsa, en í hópnum situr einnig Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Hildur hefur jafnframt tekið þátt í BIDENS rannsóknasamstarfinu (Belgium, Iceland, Denmark, Estonia, Norway and Sweden) þar sem skoðuð voru áhrif ofbeldis á konur á meðgöngu, en verkefnið var unnið með DAPHNE II styrk frá Evrópusambandinu. Ljósmóðirin Dr. Helga Gottfreðsdóttir situr í stýrinefnd COST-verkefnis á vegum Evrópusambandsins, en verkefnið nefnist Childbirth Cultures, Concerns, and Consequences: Creating a dynamic EU framework for optimal maternity care. Ljósmæðurnar Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigríður Sía Jónsdóttir sitja í stýrinefnd COST- verkefnis sem nefnist BIRTH, Building Intrapartum Research Through Health ‒ an interdisciplinary whole system approach to understanding and contextualising physiological labour and birth. Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir er í rannsóknasamstarfi við Háskólann í Gautaborg um þróun umönnunarmódels í fæðingu, svokallaðs MiMo-módels, sem verið er að innleiða í Gautaborg og á fæðingarvakt Landspítala. Ólöf Ásta er einnig fulltrúi Íslands í norræna samstarfsverkefninu The Nordic Homebirth Study ásamt Ásrúnu Ösp Jónsdóttur og Berglindi Hálfdánsdóttur. Frá árinu 2013 hafa birst þrjár ritrýndar greinar íslenskra ljósmæðra í Ljósmæðrablaðinu. Á sama tíma hafa birst í öðrum tímaritum eftirfarandi 13 ritrýndar greinar í það minnsta um rannsóknir sem íslenskar ljósmæður hafa gert á efni sem snertir ljósmæðraþjónustu á Íslandi (stjörnumerktar greinar eru hluti af doktorsverkefni): Hildur Kristjánsdóttir og samstarfsaðilar hennar í rannsókna- samstarfinu Barneign og heilsa birtu árið 2014 tvær rannsóknar- greinar í tímaritinu Scandinavian Journal of Primary Health Care um reykingar og lyfjanotkun íslenskra kvenna á með- göngu: http://informahealthcare.com/doi/abs/10.3109/02813432.2013.8 69409 http://informahealthcare.com/doi/abs/10.3109/02813432.2014.9 65884 Kristín Rut Haraldsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir og Reynir Tómas Geirsson birtu í Læknablaðinu í mars 2014 grein um rannsókn sína á fósturlátum í kjölfar legvatnsástungu og fylgjusýnitöku á Íslandi: http://www.laeknabladid.is/tolublod/2014/03/nr/5098 Ólöf Ásta Ólafsdóttir og félagar birtu í tímaritinu Sexual & Reproductive Healthcare í mars 2014 yfirlitsgrein um starfshætti og leiðbeiningar við heimafæðingar á Norðurlöndunum: http://www.srhcjournal.org/article/S1877-5756(13)00067-0/pdf Hildur Kristjánsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir birtu í tímaritinu Midwifery í júní 2014 greinina Women‘s reflection of positive fetal screening 11–21 months after giving birth: http://dx.doi.org/10.1016/j.midw.2013.10.024 Sigfríður Inga Karlsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Ingela Lundgren birtu í tímaritinu Scandinavian Journal of Caring Sciences í júní 2014 grein sem ber nafnið The third paradigm in labour pain preparation and management: the childberaring woman‘s paradigm*: http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/scs.12061/epdf Hildur Kristjánsdóttir og samstarfsaðilar hennar í BIDENS rannsóknasamstarfinu hafa á árunum 2014‒5 birt þrjár rannsóknargreinar í tímaritunum PLoS One, Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica og Birth um tíðni ofbeldis gegn konum, fæðingarótta og áhalda- eða keisarafæðingar: http://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal. pone.0087579 http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/aogs.12392/abstract http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/birt.12147/abstract

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.