Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 42
42 Ljósmæðrablaðið - júlí 2015 Málstofa í ljósmóðurfræði Hinn 29. maí 2015 var haldin árleg málstofa í ljósmóðurfræði þar sem útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum kynntu lokaverkefni sín til embættisprófs. Í ár útskrifast tíu ljósmæður með kandídatspróf í ljósmóðurfræði og voru erindin mjög fjölbreytt og áhugaverð. Við óskum nýútskrifuðum ljósmæðrum innilega til hamingju með áfangann og gæfu og góðs gengis á nýjum starfsvettvangi. Hægt er að finna og lesa öll verkefnin á vefslóðinni www.skemman.is. Nemandi Heiti verkefnis Leiðbeinandi Erla Björk Sigurðardóttir Erum við að heltast úr lestinni? Fræðileg samantekt um menntun og starfssvið ljósmæðra tengt kynheilbrigði kvenna Helga Gottfreðsdóttir Hildur Helgadóttir Stuðningsþarfir kvenna eftir fósturmissi snemma á meðgöngu: Fræðileg úttekt Hildur Kristjánsdóttir Eva Finnbogadóttir Föðurhlutverkið. Skynjun feðra á þátttöku á meðgöngu Hildur Sigurðardóttir Elsa María Þór Skimun fyrir sárasótt á meðgöngu: Fræðileg úttekt Helga Gottfreðsdóttir Sigríður Berglind Birgisdóttir Andleg líðan kvenna í áhættumeðgöngu Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Valgerður Lísa Sigurðardóttir Signý Scheving Þórarinsdóttir Brjóstagjöf síðfyrirbura: Fræðileg samantekt Hildur Kristjánsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir Steinunn Rut Guðmundsdóttir Lífeðlisleg fæðing. Nálgun, ferli og ávinningur Ólöf Ásta Ólafsdóttir Helga Valgerður Skúladóttir Hækkandi barneignaraldur og framköllun fæðingar Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir Jóhanna Rut Hafsteinsdóttir Verkir og verkjastilling í fæðingu: Viðhorf og upplifun kvenna Ólöf Ásta Ólafsdóttir Anna Guðný Hallgrímsdóttir Upplýst samþykki fyrir notkun utanbastsdeyfingar í fæðingu Hildur Kristjánsdóttir og Embla Ýr Guðmundsdóttir Verkefni til embættisprófs í ljósmóðurfræði Steinun Rut tekur við viðurkenningu frá Ólöfu Ástu fyrir góðan námsárangur.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.