Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
jeep.is
STAÐALBÚNAÐUR M.A.: DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF,
DRIFLÆSING AÐ AFTAN. LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI,
RAFDRIFINN AFTURHLERI, ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI.
JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
TRAILHAWK VERÐ 10.990.000 KR.
LAREDO VERÐ 9.990.000 KR
33” BREYTTUR
FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU
HEILSA Reykingafólk sem notar
rafrettur til að hætta að reykja er
tvöfalt líklegra til að takast ætl-
unarverkið en þeir sem nota hefð-
bundin hjálpartæki á borð við
nikótíntyggjó eða -plástra. Þetta
er niðurstaða umfangsmestu rann-
sóknar sem gerð hefur verið á virkni
rafretta sem aðferðar til að hætta að
reykja.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru birtar í vísindaritinu New
England Journal
of Medicine en
hún var framkvæmd
af rannsóknarteymi
við Queen Mary-háskól-
ann í Lundúnum. Tæplega 900
reykingamenn tóku þátt í rann-
sókninni. Helmingur þátttakenda
fékk rafrettur og vökva, en hinn
hópurinn fékk tyggjó og önnur
hefðbundin hjálpartæki. Vísinda-
mennirnir fylgdust með árangri
reykingafólks-
ins í heilt ár.
Átján pró-
s e n t þ e i r ra
sem notuðu
rafrettu voru
reyklaus að
ári liðnu, á
m e ð a n 9 , 9
prósent voru
reyklaus meðal
þeirra sem notuðu
önnur hjálpartæki. Í niðurstöð-
unum kemur jafnframt fram að
reykingar hjá rafrettunotendum
sem reyktu enn að ári liðnu voru 50
prósent minni en við upphaf rann-
sóknarinnar.
Peter Hajek, prófessor við Queen
Mary og aðalhöfundur rannsókn-
arinnar, sagði í fréttatilkynningu
í gærkvöld að þetta væri í fyrsta
skipti sem sýnt hefði verið fram á
jákvæð áhrif hefðbundinna rafretta
hjá þeim sem vilja hætta að reykja.
„Þó svo að stór hópur reykinga-
fólks segist hafa hætt að reykja með
hjálp rafretta, þá hefur heilbrigðis-
starfsfólk verið tvístígandi með að
mæla með rafrettum fyrir þennan
hóp þar sem skortur hefur verið á
skýrum vísbendingum sem fengnar
eru úr slembirannsóknum með
samanburði,“ sagði Hajek. „Núna
eru líkur á að þetta muni breytast.“
– khn
Skýrar vísbendingar um að rafrettur geti hjálpað reykingafólki
HEILBRIGÐISMÁL „Þegar við erum
búin að leiðrétta fyrir auknum
mannfjölda á þessu tímabili kemur
í ljós að alvarlegum stunguáverk-
um hefur ekki fjölgað marktækt.
Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað
við nágrannalönd. Það er mjög
jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson,
prófessor í skurðlækningum og yfir-
læknir á Landspítala.
Tómas stýrði rannsókninni sem
nær til tímabilsins frá 2000-2015
ásamt Brynjólfi Mogensen, prófess-
or við læknadeild Háskóla Íslands.
„Niðurstöðurnar komu mér að
sumu leyti þægilega á óvart þótt það
sé auðvitað áhyggjuefni að fimm-
tán hafi látist áður en þeir komust á
sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir
munn okkar allra að við vissum ekki
hvernig þetta myndi líta út þegar
við fórum af stað,“ segir Tómas.
Af þeim 73 einstaklingum sem
rannsóknin náði til létust aðeins
þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það
er árangur sem ég held að við öll
sem erum í teymunum sem koma
að meðferðinni getum verið ánægð
með. Flestir læknarnir hafa til
dæmis lokið sérstöku námskeiði
í meðferð alvarlega slasaðra. Við
getum ekki sannað með þessum
niðurstöðum að árangurinn sé út af
því en teymin eru að virka vel.“
Grein sem byggir á rannsókninni
fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fag-
riti um bráðalækningar en aðalhöf-
undur greinarinnar er Una Jóhann-
esdóttir deildarlæknir. Tómas segir
það einstakt að slík rannsókn sé
gerð á heilli þjóð.
„Það er styrkur rannsóknarinnar
og gerir það að verkum að við fáum
hana birta. Við erum með litla
rannsóknarstofu sem er allt þýðið
á Íslandi. Við náum í hvert einasta
tilfelli og getum fylgt öllum sjúkl-
ingum eftir.“
Tómas segir að á hjarta- og
lungnaskurðdeild Landspítalans
hafi árangur af bráðaaðgerðum
vegna skot- og hnífaáverka verið
rannsakaður. „Svona mál hafa verið
svolítið í fréttum en við Brynjólfur
vildum vita hvort það hefði orðið
raunveruleg aukning á þessum
áverkum eða hvort þessi mál fái
meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það
er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt
maður sé læknir og starfi á gólfinu.“
Meðalaldur sjúklinganna 73
sem lagðir voru inn með alvarlega
stunguáverka var tæp 33 ár og voru
karlar um 90 prósent þeirra. 47 af
sjúklingunum eða rúm 64 prósent
þurftu að gangast undir aðgerð en
fjórtán sjúklingar töldust vera með
lífshættulega áverka. Algengast var
að stunguáverkar væru á brjóstholi,
kviðarholi og efri útlimum.
Langflestir áverkarnir komu til
vegna árásar eða í 70 tilfellum en í
þremur tilfellum var um sjálfsskaða
að ræða. Meirihluti árása eða um 55
prósent átti sér stað í heimahúsi,
tæpur þriðjungur úti á götu, rúm
átta prósent á skemmtistöðum og
um fjögur prósent á vinnustað.
sighvatur@frettabladid.is
Stunguáverkar sjaldgæfari hér
á landi en í löndunum í kring
Á tímabilinu 2000-2015 voru 73 einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús með alvarlega stunguáverka. Ekki varð
marktæk fjölgun á tímabilinu. Af þeim létu þrír lífið innan 30 daga. Fimmtán létust hins vegar á tímabilinu
af völdum stunguáverka áður en þeir komust á sjúkrahús. Þetta kemur fram í nýrri íslenskri rannsókn.
Tómas Guðbjartsson yfirlæknir stýrði rannsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Svona mál hafa
verið svolítið í
fréttum en við Brynjólfur
vildum vita hvort það hefði
orðið raunveruleg aukning á
þessum áverkum eða hvort
þessi mál fái meiri umfjöllun
í fjölmiðlum.
Tómas Guðbjartsson yfirlæknir
DÓMSMÁL Tekist var á um tilvist
svokallaðs Shaken baby heil-
kennis í Hæstarétti í gær þegar
mál Sigurðar Guðmundssonar var
endurupptekið og flutt en hann
var dæmdur fyrir manndráp af
gáleysi árið 2003 fyrir að hafa hrist
níu mánaða gamlan dreng með
þeim afleiðingum að hann lést.
Sveinn Andri Sveinsson, verj-
andi Sigurðar, sagði að ekki hefði
verið sýnt fram á að drengurinn
hefði látist af heilkenninu og því
bæri að sýkna Sigurð eins og gert
hefði verið í svipuðu máli í Sví-
þjóð.
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkis-
saksóknari fór aðallega fram á
frávísun málsins. Hún gagnrýndi
m a t s s k ý r s l u s e m
ákvörðun um end-
urupptöku málsins
byggði á og sagði
að helst væri hægt
að álykta af henni
að ekki hefði verið
komist að neinni
r a u nv e r u l e g r i
n i ð u r s t ö ð u
v a r ð a n d i
d á n a r o r s ö k
drengsins. – aá
Verjandi vill
fylgja sænsku
fordæmi
Sveinn
Andri
Sveinsson.
3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-7
5
9
C
2
2
3
1
-7
4
6
0
2
2
3
1
-7
3
2
4
2
2
3
1
-7
1
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K