Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 14
Ungt fólk í dag er líka líklegra til að vera kvíðið og þunglynt og það getur nánast gert út af við kynlífið að upplifa slíkar tilfinningar. Sigríður Dögg Arnar- dóttir kynlífsfræð- ingur. TILVERAN Ný j u s t u g ö g n virðast benda til þess að ungt fólki stundi minna kyn-líf nú en áður. Hvað veldur er mögulega að fólk hafi minni félagsfærni eða samskiptafærni á þessari gervi- hnattaöld. Jafnvel er ein af ástæðun- um einnig sú að fólki standi meira úrval til boða í gegnum samfélags- miðla og að þetta sé jafnvel form af valkvíða, því að fólk ætli sér að ná því besta sem í boði er og mögu- leiki er á því að alltaf geti eitthvað betra staðið til boða. En það er víst engin ein ástæða til að útskýra þessa breyttu kynhegðun ungs fólks. Þetta segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kyn- fræðingur. „Kannski gerir unga fólkið meiri kröfur um fullnægjandi kynlíf og sættir sig því ekki við hvað sem er. Það er svo margt sem kemur til greina því tölfræðin er nokkuð ný og fólk áttar sig ekki alveg á því af hverju þetta stafar því ástæð- urnar eru svo margar. Það má líka skoða hvernig ungt fólk skilgreinir kynlíf, kannski hefur skilgreiningin breyst og tölurnar eru að end- urspegla það frekar en minni áhuga á kynlífi,“ segir Sigga Dögg. „En þetta spilar allt saman, búseta, sam- bandsform, kynsjúkdóm- ar, menntun, rafræn pressa og samanburður. Ungt fólk í dag er líka líklegra til að vera kvíðið og þunglynt og það getur nánast gert út af við kynlífið að upplifa slíkar tilfinningar. Þannig að þetta er flókin flétta sem þarf örugglega að skoða nokkuð ein- staklingsmiðað.“ Algengara er orðið að fólk sé í óhefðbundnari s a m b ö n d u m líkt og fjarsam- böndum eða í sambandi en samt ekki í sambúð og fólk býr lengur í foreldra- húsum meðal annars vegna fasteigna - verðs og aukinnar m e n n t u n a r . Fjöldi tilfella af klamydíu á Íslandi er einna hæstur í heimi og er ekki ljóst hvers vegna það er en á síðasta ári greindum við um 1.600 ein- staklinga sem er of há tala. Teitur Guðmundsson læknir Margar ástæður fyrir minnkandi kynlífi n Ég er í opnu sambandi n Ég hef hugleitt opið samband n Nei Sigga Dögg segir að skilgreiningin á bak við sambönd hafi því ef til vill breyst. Aðspurð hvort þetta sé áhyggjuefni ef litið er til lækkandi fæðingartíðni eða fagnaðarefni ef horft er til kynsjúkdóma segir hún það óljóst. „Það fer í raun bara eftir því á hvað er horft. Það er ekki minna um kyn- sjúkdómasmit heldur virðist það vera upp á við svo þetta er ekki að skila sér þar og þegar kemur að barneignum þá eru aðrir hlutir uppi á teningnum eins og að konur í dag verða ekki að eignast börn heldur mega kjósa að vera barnlausar. Það er frekar nýlegt að samfélagið opni fyrir slíkar hugmyndir.“ Með öllum þeim tækniframförum sem hafa orðið til og tilkomu sam- félagsmiðla, hvernig sýnir fólk hvert öðru áhuga? „Samskiptin byrja yfirleitt raf- rænt eða þau geta byrjað á því að rekast á manneskju en fyrsta skref er þá að fletta viðkomandi upp, eða finna á Tinder. Svo er spjallað aðeins þar og svo færir fólk sig yfir á Instagram og fylgist með story hjá hvort öðru þar og líkar við myndir. Svo fer það jafnvel á stefnumót í raunveruleikanum, og ef það gengur vel þá mögulega fer fólk á Messenger á Facebook og heldur áfram í rafrænum samskiptum þangað til það kannski hittist aftur en rafrænt virðist Facebook vera oft seinasta vígið,“ segir Sigga Dögg. „En það virðist ekki vera meira um framhjáhöld þrátt fyrir tilkomu samfélagsmiðla. Þessar tölur hafa haldist nokkuð stöðugar en skilgreiningin á framhjá- haldi og sambandsformum er að breytast svo kannski þurfum við að fara að endurskilgreina okkur til að skilja um hvað málið raunverulega snýst.“ Ungt fólk í dag vill halda möguleikum sínum opnum þegar kemur að makavali og vill ná í það besta sem makamat- seðillinn hefur upp á að bjóða. Kröfur um gott kynlíf eru meiri í dag en áður og svo virðist vera að fólk sætti sig ekki við hvað sem er. Ert þú í eða hefur þú hugleitt opið samband? Könnun sem Sigga Dögg lagði fyrir fylgjendur sína á dögunum. 137228 39Þetta er býsna erfið spurning og verður að segjast að mat á slíku þarf að miklu leyti að vera einstaklingsbundið. Marg-ir velta fyrir sér praktík, aðrir horfa til sjúkdóma og að sjálfsögðu horfa velflestir til þess að það sé gert með samþykki beggja aðila og á jafnræðisgrundvelli. Þá bendir nýleg þróun til þess að sambönd séu opnari en áður. Þá hlýtur nálgun fólks, þá sérstaklega yngri kynslóðar, að samskiptum í gegnum sam- félagsmiðla og snjallforrit að skipta töluvert miklu máli í makavali og hugsanlega kynlífshegðun. Við vitum að á Íslandi byrja unglingar tiltölu- lega snemma að stunda kynlíf í samanburði við unglinga í öðrum löndum, eða í kringum 15 ára aldur. Þá er það áhyggjuefni að kostnaður við kaup á getnaðarvörn eins og smokknum hindri unglingana í því að nota slíkar sjálfsagðar varnir. Þeir eru feimnir við að biðja um pening fyrir slíku hjá foreldrum sínum og má ljóst vera að of oft eru stunduð kynmök án varna sökum þessa. Ef ból- félagar eru margir eða tíð skipti um slíka er aðgengi að getnaðarvörnum sérstakt áhyggjuefni. Það er ekkert launungarmál að tíðni kynsjúkdóma er hæst í aldurshópnum 15-25 ára og hefur lengi verið svo, alvarlegir sjúkdómar leynast þarna á meðal og geta haft veruleg áhrif á framtíð ungs fólks. Þar nægir að nefna mögulega ófrjósemi hjá konum af völdum klamydíusýkingar, en alvarlegri sjúkdómar eins og HIV og lifrarbólga smitast einnig við kynlíf og geta verið óafturkræfir. Nú til dags sjáum við líka á heimsvísu aukna tíðni lekanda og mun meira af ónæmum sýklum en áður. Fjöldi tilfella af klamydíu á Íslandi er einna hæstur í heimi og er ekki ljóst hvers vegna það er en á síðasta ári greindum við um 1.600 einstaklinga sem er of há tala. Greiningar annarra kynsjúkdóma hafa verið í fréttum undanfarið samanber að ofan og er það áhyggjuefni sömuleiðis. Æskilegt er að allir sem skipta um maka láti skima fyrir þeim og auðvitað ef koma upp einkenni eða grunur. Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir en það sem kannski stingur mann mest er að samskipti milli foreldra og unglinga virðast ekki nægjanlega góð, upplýst umræða á heimilinu virðist vera undan- tekning frekar en regla og þurfum við að finna leið til að breyta því. Í því samfélagi sem við lifum í í dag virðast enn þrífast verulegar ranghugmyndir um nær alla þá þætti sem snúa að kynlífi, kyn- heilbrigði og mörkum ofbeldis, þrátt fyrir gnótt upplýsingaflæðis á veraldarvefnum og í inter- netvæddum símum ungmenna nú til dags. Það er því ekki hægt að bera við skorti á möguleikum til að fræðast en mér sem lækni finnst stundum að fræðslan og umræðan snúi fyrst og fremst að ótímabærri þungun og að okkur beri að koma í veg fyrir slíkt. Ósjaldan kemur móðir með dóttur sína til að biðja um pilluna, en hún ver einstaklinginn nákvæmlega ekkert gegn kynsjúkdómi. Nálgunin þarf því í fyrsta lagi að vera að bæta aðgengi að getnaðarvörnum eins og smokkum og skoða þarf kynfræðslu í skóla og endurmeta hana í samvinnu við nemendur og foreldra. Það ætti að skylda foreldri til að taka svipuð námskeið, enda ekkert sem segir til um hæfni foreldra til að miðla upplýsingum í raun, hvað þá heldur að þeirra eigin reynsla sé endilega til þess fallin að geta veitt leiðbeiningu. Við erum því líklega öll sammála að kynlíf er eitthvað stórkostlegt og ef vel tekst til eykur það sjálfstraust, vellíðan og almenna hamingju þeirra sem þess njóta. Því ætti að hvetja til þess en að sama skapi uppfræða um hætturnar. Heilbrigt kynlíf hlýtur að verða mottó okkar allra! Heilbrigt kynlíf? 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -7 0 A C 2 2 3 1 -6 F 7 0 2 2 3 1 -6 E 3 4 2 2 3 1 -6 C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.