Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 54
Við höfum átt í mjög góðu sam- bandi við viðskiptavini okkar og það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þroska þeirra á sviði mannauðsmála á þessum tíma. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is Ráðgjafarfyrirtækið Attentus var stofnað árið 2007 af þremur konum. Tólf árum síðar eru ellefu starfsmenn hjá fyrirtækinu og verkefnin bæði fjölbreytt og skemmtileg, að sögn Ingunnar Bjarkar Vilhjálms­ dóttur, eins stofnenda og eigenda fyrirtækisins. „Við höfum átt í mjög góðu sambandi við við­ skiptavini okkar og það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þroska þeirra á sviði mannauðs­ mála á þessum tíma. Ráðgjafa­ hópur Attentus er með fjölbreytt­ an bakgrunn og mikla reynslu af stjórnun mannauðsmála og fyrirtækin sem við höfum unnið fyrir hafa haldið mikilli tryggð við okkur enda er þjónustustig okkar mjög hátt. Þjónustan er persónu­ leg og fagleg, og árangurinn óum­ deildur.“ Mannauðsstjóri til leigu Helsta þjónusta Attentus hefur verið í formi mannauðsstjóra til leigu en þess má geta að fyrir­ tækið fékk hvatningarverðlaun FKA árið 2012 fyrir brautryðj­ endastarf á sviði mannauðsmála með árangursríkri þróun slíkrar útvistunarþjónustu á íslenskum markaði. „Slík þjónusta hentar margs konar fyrirtækjum og stofn­ unum mjög vel. Fyrirtækið kemur inn með „hið glögga gestsauga“ og finnur sérhæfðar leiðir til að hámarka árangur, ánægju og arð af vinnu starfsfólksins. Við höfum einnig farið tímabundið inn í stærri fyrirtæki á tímum breytinga, t.d. við forstjóraskipti, og aðstoðað nýja stjórnendur við innleiðingu og eftirfylgni breytinga.“ Afar fjölbreytt ráðgjöf Attentus veitir fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu á sviði mannauðs­ stjórnunar, segir Ingunn. „Dæmi um þjónustu okkar er aðstoð við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum, launagreiningar, viðhorfskann­ anir, ráðgjöf um vinnurétt og kjaramál, stjórnendaþjálfun, „coaching“, gerð áhættumats, seta í tilnefningarnefndum og stjórnun, greining á fræðsluþörfum, þjálfun stjórnenda og starfsmanna, seta í hæfnisnefndum, vinnustofur ýmiss konar m.a. út frá aðferðafræði LEGO Serious Play, stjórnenda­ ráðningar, framkvæmd úttekta á stjórnun, mótun, innleiðing og eftirfylgni stefnu og viðbragðs­ áætlunar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Við höfum verið að byggja upp starfsemi okkar á sviði greininga og úttekta undanfarið og vinnum talsvert af vinnustaða­ greiningum og jafnlaunakönn­ unum.“ Meira en stimpill Attentus vinnur nú með fjölda fyrirtækja að undirbúningi og innleiðingu jafnlaunavottunar samkvæmt jafnlaunastaðli. „Um er að ræða stór fyrirtæki sem eiga að vera komin með vottun í lok þessa árs, s.s. Icelandair, Íslandsbanka, Íslandspóst, Landsbanka Íslands, Saga Film, BYKO, HB Granda, og Öryggismiðstöðina.“ Hún segir innleiðingu á jafn­ launastaðlinum gefa fyrirtækjum miklu meira en einn stimpil. „Fyrirtækin bæta fagleg vinnu­ brögð í ákvörðunum við laun sem tryggir faglegri og markvissari ákvarðanir sem varða laun. Í lang­ flestum fyrirtækjum er launasetn­ ingin sjálf vönduð, en það vantar samt agaðri vinnubrögð, þjálfun stjórnenda við launaákvarðanir og markvissa eftirfylgni. Til að auð­ velda jafnlaunavottunina er Atten­ tus í samstarfi við PayAna lytics um lausn sem styður við launa­ greiningar, þ.e. greinir launamun og dregur fram þær breytingar sem þarf að gera á launasetningu til að útrýma kynbundnum launamun á sem hagkvæmastan hátt.“ #MeToo hefur áhrif #MeToo hreyfingin er þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki að sögn Ingunnar. „Það er ekki nóg að vera með skýra stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi, heldur þarf fyrirtækjamenningin að vera til fyrirmyndar. Orð á blaði breyta engu, við þurfum að vinna í sam­ ræmi við þau. Við sjáum að mörg fyrirtæki leggja í dag aukna áherslu á fræðslu um kynferðislega áreitni og ofbeldi og heilbrigða fyrirtækja­ menningu. Við höfum bæði tekið þátt í úttektum og rannsóknum á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi og aðstoðað fyrirtækin við að bæta fyrirtækjamenninguna og útbúið skýra aðgerðaáætlun í kjöl­ far úttektar.“ Brautryðjendur í mannauðsmálum Ráðgjafahópur Attentus er með fjölbreyttan bakgrunn og mikla reynslu af stjórnun mannauðs- mála. Þjónustan er persónuleg og fagleg, og árangurinn óumdeildur. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, einn af eigendum Attentus. MYND/SIGTRYGGUR ARI Hótel Holt var stofnað árið 1965 inni í miðju íbúðar­hverfi og er það hluti af sjarmanum sem það býr yfir. Fyrsta hæð hótelsins var friðuð árið 2012, en innréttingarnar eru hannaðar af húsgagna­ og innanhússarki­ tektinum Gunnari Magnússyni. Þær eru haganlega smíðaðar og þykja mikil prýði. Veggina prýðir síðan fjöldi málverka og teikninga eftir Jóhannes S. Kjarval og fleiri frumkvöðla íslenskrar myndlistar. „Flestum þykir mikil upplifun að koma hingað inn og eru allir hjartanlega velkomnir,“ segir eigandinn Geirlaug Þorvaldsdóttir, en hún er dóttir stofnendanna Þorvaldar Guðmundssonar og Ingi­ bjargar Guðmundsdóttur. Eitt best geymda leyndarmál hótelsins er að sögn Geirlaugar funda­, veislu­ og ráðstefnusalurinn Þingholt sem er afskaplega hlýlegur. Hann hefur virðulegt yfirbragð og býður upp á gott næði. Í salnum er píanó og gott pláss fyrir ýmis tónlistaratriði. Inn af barnum í Þingholti er síðan Kjarvalsstofa, sem er nákvæm eftir­ líking af vinnustofu Kjarvals. Þann 1. desember síðastliðinn var veitingastaður hótelsins, Holt Restaurant, opnaður á ný eftir breytingar og er rekstur hans nú Upplifun að koma á Hótel Holt Hótel Holt er rótgróið hótel í Þingholtunum og er bleika neonskiltið á þaki þess fyrir löngu orðið eitt af kennileitum Reykjavíkur. Fyrsta hæð hótelsins er friðuð og er upplifun að koma þangað inn. Stofnendur Hótels Holts, þau Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdótt- ir voru mikið áhugafólk um listir, menningu og sögu. Veggi hótelsins prýða mörg lykilverk íslenskrar lista- sögu. Ráðstefnu-, funda- og veislusalurinn Þingholt er eitt best geymda leyndarmál hótelsins. Geirlaug hefur komið víða við á löngum ferli og starfaði lengst af sem kennari. Hún vann með námi á Hótel Holti og sem móttökustjóri á Hótel Loft- leiðum á upp- hafsárum þess. Hún hefur verið eigandi Hótels Holts frá árinu 2004. skemmtilegar sögur sem tengjast verkunum.“ Margir af erlendum gestum Hótels Holts tala að sögn Geirlaugar um að það sé einstök upplifun að koma þangað inn. „Þeir segja að hótelið sé ólíkt öðrum hótelum á heimsvísu og ættu Íslendingar í leit að upplifun ekki að láta það fram hjá sér fara að skyggnast hérna um. Aðgengi er gott og nóg af bíla­ stæðum.“ í höndum hótelsins. „Við höfum meðal annars látið endursmíða gömlu stólana sem voru upphaf­ lega í veitingasalnum og þykir hafa tekist vel til,“ segir Geirlaug. Veitingastaðurinn hefur frá upp­ hafi verið fyrsta flokks. Eldhúsið er byggt á klassískum grunni, þar sem einfaldleikinn leyfir hráefninu að njóta sín. „Ólíkt því sem margir halda er engin skylda að mæta í smóking þó umhverfið sé fágað. Staðurinn er ekki dýrari en aðrir og allir velkomnir, hvort sem er í sparifötum eða gallabuxum,“ segir Geirlaug létt í bragði, en hún hefur stýrt hótelinu frá árinu 2004. Á hverjum degi er boðið upp á listagöngu um hótelið og hefst hún klukkan 17.30 en þá fá gestir leiðsögn um mörg lykilverk í lista­ sögu Íslands sem prýða veggi. „Við erum þó ekki listfræðingar,“ tekur Geirlaug fram, „en eigum margar 24 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -B F A C 2 2 3 1 -B E 7 0 2 2 3 1 -B D 3 4 2 2 3 1 -B B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.