Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 48
Svo erum við líka í erlendu samstarfi og höldum utan styrki til vinnustaðanáms í Evrópu. Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is Ég vann hjá Icelandair í 25 ár og gegndi þar ýmsum störfum,“ segir Þórunn sem var stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Hún stýrði uppbyggingunni á bílaleigu Icelandair og var bæði í fraktsölu og almennri ferðasölu „Ég held að ég hafi bara átt eftir að taka að mér Í ferðageiranum af hugsjón Úrval Útsýn er eina óháða ferðaskirfstofan á Íslandi. Þar standa Þórunn Reynisdóttir og Kristjana Jóns- dóttir í brúnni. MYND/EYÞÓR forstjórastólinn þar,“ segir hún og hlær. Þórunn keypti síðan Avis á Íslandi, byggði það upp og seldi árið 2005. „Þá var kominn góður vöxtur í félagið og ágætt að skipta um vettvang,“ segir Þórunn sem bauðst forstjórastarf í Bandaríkj­ unum hjá einum stærsta ferða­ heildsala landsins. „Þar vann ég í sex ár með 55 þúsund ferðaskrif­ stofum og um 50 flugfélögum og öðlaðist víðtæka reynslu. Ég kom síðan aftur heim í ýmis sérverkefni en tók svo við forstjórastöðunni hjá Úrval Útsýn 2015.“ Þórunn segir gaman að starfa innan ferðageirans „Ég lít í raun á þetta sem hugsjónastarf og hefur þótt afskaplega gaman að taka þátt í að byggja geirann upp. Þegar ég byrjaði var hér eitt flugfélag, nú eru þau fjölmörg sem fljúga til og frá landinu sem aftur býður upp á mun meiri möguleika en áður. Þórunn segir ferðaskrifstofu eins og Úrval Útsýn vissulega standa frammi fyrir áskorunum í stafrænum heimi þar sem margir bóka ferðir og gististaði upp á eigin spýtur. „Sumir halda því fram að ferðaskrifstofur séu á undanhaldi en við höfum sýnt fram á að svo er ekki enda er mikið öryggi fólgið í því að skipta við ferðaskrifstofu í sínu heimalandi ef eitthvað kemur upp á. Það er alltaf hægt að ná í okkur í síma eða koma á staðinn og á sólarstöðum erum við með fararstjóra sem veita sólarhrings­ þjónustu. Þess utan er okkar meginhlutverk að aðstoða fólk við að finna réttu ferðina.“ Þórunn segir mörg netfyrirtæki ekki svara í síma og að erfitt geti reynst að gera breytingar á flugi og áætlun eftir á. „Þá á smáa letrið það til að fara fram hjá fólki en með því að fara í gegnum ferða­ ráðgjafa eru minni líkur á því.“ Þórunn segir sérstaklega vont að horfa upp á það, þegar fólk sem ætlar í draumafríið með alla fjöl­ skylduna lendir í vandræðum eftir að hafa bókað sjálft. „Ég myndi í það minnsta ekki þora það ef svo mikið lægi við. Það á ekki síður við í viðskiptaferðum. Þórunn leggur áherslu á að Úrval Útsýn sé eina óháða ferðaskrif­ stofan á landinu, eða ekki tengd neinu flugfélagi. „Við göngum því óbundin að því að finna hagstæð­ ustu kjörin.“ Í dag eru það konur sem standa í brúnni en við hlið Þórunnar starfar fjármálastjórinn Kristjana Jónsdóttir. Aðspurð segir Þórunn konur gjarnan veljast í störf söluráðgjafa og millistjórn­ enda hjá ferðaþjónustufyrir­ tækjum hér á landi en karla verma forstjórasætin. Þróunin hjá Úrval Útsýn sé því ánægjuleg. Þórunn Reynis- dóttir, forstjóri Úr- vals Útsýnar, hefur starfað í ferðageir- anum í 40 ár. Hún segir geirann hafa tekið stakkaskipt- um og að gaman sé að eiga þátt í uppbyggingunni. Hildur Elín Vignir, fram- kvæmdastjóri IÐUNNAR, tók við starfinu árið 2006 þegar IÐAN var stofnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Það er ýmislegt að sjá og gera í Vatnagörðum. Ég var ráðin þegar IÐAN var stofnuð árið 2006 og hefur starfið verið krefjandi en jafnframt skemmtilegt og mjög gefandi,“ segir Hildur Elín. IÐAN fræðslusetur varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu og nokkru síðar bættist í hópinn Fræðslumið­ stöð bílgreina. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Grafía, FIT, VM, Bílgreina­ sambandið, Meistarafélag húsa­ smiða og Samtök ferðaþjónust­ unnar. Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í bíl­, bygginga­ og málmiðngreinum, prent­ og miðl­ unargreinum sem og matvæla­ og veitingagreinum. Símenntun er kjarnastarfsemi IÐUNNAR og á hverri önn er boðið upp á yfir 150 námskeið fyrir iðnaðarmenn, segir Hildur Elín. Þátttakendur á þessum nám­ skeiðum eru vel yfir 3.000 á hverju ári og fer fjölgandi. Auk námskeiðs­ halds höfum við umsjón með ýmsum hæfnisvottunum. Húsnæði IÐUNNAR er sérhannað til kennslu í iðngreinum og við erum vel tækjum búin. Kennarar IÐUNNAR eru sérfræðingar hver á sínu sviði og starfa í iðnaði. „Við rekum einnig umfangsmikla þjónustu við nemendur í iðn­ og verknámi. Við höfum umsjón með gerð námssamninga og sveinsprófa í um 30 löggiltum iðngreinum og árlega útskrifast yfir 500 nemendur með sveinspróf í okkar greinum. Við bjóðum einnig upp á raun­ færnimat og höfum gert það frá árinu 2007. Með því hafa margir séð Gefandi að vakna að morgni Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR, segist vakna með bros á vör yfir verkefnum dags- ins. Starf hennar er víðfeðmt enda sinnir hún meðal annars símenntun og nemum í iðngreinum. tækifæri í að láta meta reynslu sína og þekkingu til eininga og klárað sveinsprófið á sínum starfsvettvangi. Nærri 200 einstaklingar nýttu sér þennan valkost á síðasta starfsári og tóku náms­ og starfsráðgjafar IÐUNNAR yfir 2.000 viðtöl á tíma­ bilinu. Nýlega hófum við að bjóða upp á raunfærnimat fyrir erlenda starfsmenn. Svo erum við líka í erlendu sam­ starfi og höldum utan um styrki til vinnustaðanáms í Evrópu. Þegar iðnnemar vilja taka hluta af sínu vinnustaðanámi erlendis þá geta þeir sótt um styrki til okkar. Við erum með öflugt tengslanet í Evr­ ópu og auk þess tökum við á móti iðnnemum sem koma til Íslands í vinnustaðanám.“ IÐAN fræðslusetur leggur sitt af mörkum til að efla fræðslu innan íslenskra iðnfyrirtækja. „Við veitum fræðslustyrki, bjóðum upp á þarfa­ greiningu og leggjum til ýmsar lausnir í fræðslumálum. „Við leggj­ um okkur fram við að vera í góðum tengslum við okkar aðildarfélaga um landið allt með reglulegum heim­ sóknum þar sem við kynnum okkur starfsemi fyrirtækjanna og kynnum þeim þjónustuframboð IÐUNNAR. Það er því víða komið við í starf­ semi Hildar Elínar og IÐUNNAR og kannski ekki nema von að hún vakni á hverjum degi með bros á vör í jafn gefandi starfi. „Meginstarfsemi okkar er hér í Vatnagörðum 20 þar sem samhentur hópur 24 starfs­ manna starfar að því að auka veg og virðingu iðnaðar í landinu. Við höldum líka námskeið um allt land því okkar félagsmenn eru víða. Og það er alltaf nóg að gera. Þessa önnina vinnum við t.a.m. að því að byggja upp stafrænan skóla fyrir fjar­ nám IÐUNNAR. Ég hef staðið hér í 13 ár og finnst við vera rétt að byrja,“ segir Hildur Elín að lokum. 18 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -C 9 8 C 2 2 3 1 -C 8 5 0 2 2 3 1 -C 7 1 4 2 2 3 1 -C 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.