Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 76
Þeir sem tala íslensku í Vesturheimi eru náttúrlega orðnir háaldraðir. En margir afkomendur innflytj-endanna frá Íslandi stunda samt íslenskunám vestra, bæði í menntaskóla og háskóla, og koma í heimsóknir til Íslands. Það Vesturíslensk menning brunnur að sækja í Úr grein Helga Skúla Kjartanssonar: Var okkar fólk eitthvað spes? Tryggð Vestur-Íslendinga við móðurmálið hélst í hendur við fullan skilning þeirra, eða a.m.k. forsvarsmanna þeirra, á mikilvægi ensk- unnar. Við getum sagt að þeir hafi frá byrjun aðhyllst „tvítyngisstefnu“ fyrir börn sín. En ef eitthvað vantaði á skilning foreldranna, þá tryggði skólaskyldan í stranglega enskumælandi barnaskóla að yngri kyn- slóðirnar færu ekki um of á mis við enskuna. Haltu uppi fjörinu Ótakmarkað Internet Netbeinir og WiFi framlenging Ótakmarkaður heimasími Myndlykill + Skemmtipakkinn Allt í einum pakka á lægra verði + Skemmtipakkinn fyrir 16.990 kr. á mánuði.* Kláraðu málið á vodafone.is, í síma 1414 eða komdu við í næstu verslun. *Aðgangsgjald og dreifigjald er ekki innifalið í verði. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ríflega 16.000 Íslendingar fluttu til Vesturheims í lok 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu, um 20% þjóðarinnar. Sigur- tunga er ný bók um vesturíslenskt mál og menningu. Birna Arnbjörnsdóttir er ein þriggja ritstjóra hennar.  er til marks um áhuga þeirra á rót- unum,“ segir Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor við mála- og menningar- deild í Háskóla Íslands og meðal ritstjóra nýrrar bókar um vesturís- lenskt mál og menningu. Hún segir reyndina oft þá að fyrsta kynslóð í nýju landi haldi áfram að tala sitt móðurmál um leið og hún reyni að fóta sig í nýjum aðstæðum, önnur kynslóð vilji bara vera eins og hinir jafnaldrarnir í nýja landinu, svo komi þriðja og fjórða kynslóð, hjá þeim vakni forvitni um fortíðina og upprunann og vilji til að læra tungu forfeðra- og mæðra. „Unga fólkið í Vesturheimi lærir íslensku sem annað mál og hún er öðruvísi en gamla íslenskan sem var töluð vestra,“ lýsir hún. Nýja bókin ber það fallega nafn Sigurtunga, sem er tilvitnun í eitt af ljóðum Klettafjallaskáldsins Stephans G. Stephanssonar. Guðni Th. Jóhannesson ritar formála bókarinnar og ritstjórar með Birnu eru Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason. „Við Höskuldur erum málfræðingar og Úlfar sérfræðingur í menningu og bókmenntum,“ segir hún. „Höskuldur hefur lengi verið þeirrar skoðunar að við þyrftum að rannsaka vesturíslenskuna og mættum engan tíma missa svo við sóttum um styrk og fengum að fara með nemendur vestur um haf og skoða þá þróun sem hefur orðið, safna gögnum og tala við fólk. Að hluta til vorum við að skoða tungu- málið en líka spyrja út í menningu og bókmenntir og lifnaðarhætti almennt.“ Í Sigurtungu er safn greina eftir tuttugu höfunda. Þar er lögð áhersla á að rannsaka, í víðara samhengi en áður, hvað þróun vesturíslenskunn- ar segir okkur almennt um breyting- ar tungumála fólks sem flytur milli landa, að sögn Birnu sem kveðst hafa sérstakan áhuga á hvernig fólk taki upp ný tungumál. „Við erum að skoða svokölluð erfðamál, það er orð yfir tungumál sem eru töluð af fólki sem lifir í öðru málum- hverfi en það ólst upp í. Undir það flokkast vesturíslenskan en líka pólska, taílenska og litháenska og önnur framandi mál innflytjenda á Íslandi. Undanfarin ár hefur verið áhugi á þessum erfðamálum, hvern- ig þau verða öðruvísi en heima- málið og hvernig tungumál lærast og varðveitast eða týnast. Vonandi verða þessar rannsóknir okkar að einhverju gagni í sambandi við umgengni við innflytjendur hér og annars staðar.“ Allar þjóðir eru sérstakar að einhverju leyti að sögn Birnu. „Í tilviki Vestur- Íslendinga var það sérstakt að þeir settust flestir að saman og voru mjög a f s k e k k t i r þannig að þeir héldu náttúr- lega áfram að nota íslensk- una, fengu að nefna bæi sína íslensk- um nöfnum og bygging- arstíllinn var víða burstir e i n s o g hér heima, þ ó e f n i - viðurinn væri annar. Byggðir þeirra voru til að byrja með í Manitoba og Norður-Dakota, beggja vegna landamæra Kanada og Bandaríkj- anna. Samt er áhugavert hvað vest- uríslenskan hefur lifað lengi. Enn er að koma hingað til Íslands fólk í heimsókn sem talar nánast íslensku, bara öðruvísi en þá sem töluð er hér, eðlilega, því það er allt annar veru- leiki sem það fólk býr við.“ Fyrst kveðst Birna hafa farið til Vesturheims 1986 – og svo oft síðan. „Það var gaman að koma þarna 1986 og vera heilsað á íslensku, boðið sterkt kaffi og spurð hverra manna maður væri, af fólki sem hafði kannski aldrei komið til Íslands og jafnvel ekki foreldrarnir heldur. Þá v a k n a ð i á h u g i n n . Þ e t t a v a r meðal annars fólk sem gekk vel að fóta sig í Vesturheimi, K a n a d a b ú a r og Ameríkanar, en stolt af upp- runa sínum þó það væri löngu hættir að vera Íslendingar.“ D o k t o r s - ritgerð Birnu f j a l l a ð i u m ve st u r í s l e n s ku á sínum tíma. Hún segir Harald Bessason, sem var prófessor vestur í Manitoba, hafa verið sinn áhrifa- vald. „Haraldur skrifaði greinar í blöð um nauðsyn þess að gefa vesturíslenskunni gaum, hún væri merkilegt fyrirbæri og þess virði að skoða. Hann vakti þannig áhuga minn á málinu og aðstoðaði mig gegnum doktorsnámið. Vesturís- 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -7 5 9 C 2 2 3 1 -7 4 6 0 2 2 3 1 -7 3 2 4 2 2 3 1 -7 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.