Fréttablaðið - 31.01.2019, Side 76

Fréttablaðið - 31.01.2019, Side 76
Þeir sem tala íslensku í Vesturheimi eru náttúrlega orðnir háaldraðir. En margir afkomendur innflytj-endanna frá Íslandi stunda samt íslenskunám vestra, bæði í menntaskóla og háskóla, og koma í heimsóknir til Íslands. Það Vesturíslensk menning brunnur að sækja í Úr grein Helga Skúla Kjartanssonar: Var okkar fólk eitthvað spes? Tryggð Vestur-Íslendinga við móðurmálið hélst í hendur við fullan skilning þeirra, eða a.m.k. forsvarsmanna þeirra, á mikilvægi ensk- unnar. Við getum sagt að þeir hafi frá byrjun aðhyllst „tvítyngisstefnu“ fyrir börn sín. En ef eitthvað vantaði á skilning foreldranna, þá tryggði skólaskyldan í stranglega enskumælandi barnaskóla að yngri kyn- slóðirnar færu ekki um of á mis við enskuna. Haltu uppi fjörinu Ótakmarkað Internet Netbeinir og WiFi framlenging Ótakmarkaður heimasími Myndlykill + Skemmtipakkinn Allt í einum pakka á lægra verði + Skemmtipakkinn fyrir 16.990 kr. á mánuði.* Kláraðu málið á vodafone.is, í síma 1414 eða komdu við í næstu verslun. *Aðgangsgjald og dreifigjald er ekki innifalið í verði. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ríflega 16.000 Íslendingar fluttu til Vesturheims í lok 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu, um 20% þjóðarinnar. Sigur- tunga er ný bók um vesturíslenskt mál og menningu. Birna Arnbjörnsdóttir er ein þriggja ritstjóra hennar.  er til marks um áhuga þeirra á rót- unum,“ segir Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor við mála- og menningar- deild í Háskóla Íslands og meðal ritstjóra nýrrar bókar um vesturís- lenskt mál og menningu. Hún segir reyndina oft þá að fyrsta kynslóð í nýju landi haldi áfram að tala sitt móðurmál um leið og hún reyni að fóta sig í nýjum aðstæðum, önnur kynslóð vilji bara vera eins og hinir jafnaldrarnir í nýja landinu, svo komi þriðja og fjórða kynslóð, hjá þeim vakni forvitni um fortíðina og upprunann og vilji til að læra tungu forfeðra- og mæðra. „Unga fólkið í Vesturheimi lærir íslensku sem annað mál og hún er öðruvísi en gamla íslenskan sem var töluð vestra,“ lýsir hún. Nýja bókin ber það fallega nafn Sigurtunga, sem er tilvitnun í eitt af ljóðum Klettafjallaskáldsins Stephans G. Stephanssonar. Guðni Th. Jóhannesson ritar formála bókarinnar og ritstjórar með Birnu eru Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason. „Við Höskuldur erum málfræðingar og Úlfar sérfræðingur í menningu og bókmenntum,“ segir hún. „Höskuldur hefur lengi verið þeirrar skoðunar að við þyrftum að rannsaka vesturíslenskuna og mættum engan tíma missa svo við sóttum um styrk og fengum að fara með nemendur vestur um haf og skoða þá þróun sem hefur orðið, safna gögnum og tala við fólk. Að hluta til vorum við að skoða tungu- málið en líka spyrja út í menningu og bókmenntir og lifnaðarhætti almennt.“ Í Sigurtungu er safn greina eftir tuttugu höfunda. Þar er lögð áhersla á að rannsaka, í víðara samhengi en áður, hvað þróun vesturíslenskunn- ar segir okkur almennt um breyting- ar tungumála fólks sem flytur milli landa, að sögn Birnu sem kveðst hafa sérstakan áhuga á hvernig fólk taki upp ný tungumál. „Við erum að skoða svokölluð erfðamál, það er orð yfir tungumál sem eru töluð af fólki sem lifir í öðru málum- hverfi en það ólst upp í. Undir það flokkast vesturíslenskan en líka pólska, taílenska og litháenska og önnur framandi mál innflytjenda á Íslandi. Undanfarin ár hefur verið áhugi á þessum erfðamálum, hvern- ig þau verða öðruvísi en heima- málið og hvernig tungumál lærast og varðveitast eða týnast. Vonandi verða þessar rannsóknir okkar að einhverju gagni í sambandi við umgengni við innflytjendur hér og annars staðar.“ Allar þjóðir eru sérstakar að einhverju leyti að sögn Birnu. „Í tilviki Vestur- Íslendinga var það sérstakt að þeir settust flestir að saman og voru mjög a f s k e k k t i r þannig að þeir héldu náttúr- lega áfram að nota íslensk- una, fengu að nefna bæi sína íslensk- um nöfnum og bygging- arstíllinn var víða burstir e i n s o g hér heima, þ ó e f n i - viðurinn væri annar. Byggðir þeirra voru til að byrja með í Manitoba og Norður-Dakota, beggja vegna landamæra Kanada og Bandaríkj- anna. Samt er áhugavert hvað vest- uríslenskan hefur lifað lengi. Enn er að koma hingað til Íslands fólk í heimsókn sem talar nánast íslensku, bara öðruvísi en þá sem töluð er hér, eðlilega, því það er allt annar veru- leiki sem það fólk býr við.“ Fyrst kveðst Birna hafa farið til Vesturheims 1986 – og svo oft síðan. „Það var gaman að koma þarna 1986 og vera heilsað á íslensku, boðið sterkt kaffi og spurð hverra manna maður væri, af fólki sem hafði kannski aldrei komið til Íslands og jafnvel ekki foreldrarnir heldur. Þá v a k n a ð i á h u g i n n . Þ e t t a v a r meðal annars fólk sem gekk vel að fóta sig í Vesturheimi, K a n a d a b ú a r og Ameríkanar, en stolt af upp- runa sínum þó það væri löngu hættir að vera Íslendingar.“ D o k t o r s - ritgerð Birnu f j a l l a ð i u m ve st u r í s l e n s ku á sínum tíma. Hún segir Harald Bessason, sem var prófessor vestur í Manitoba, hafa verið sinn áhrifa- vald. „Haraldur skrifaði greinar í blöð um nauðsyn þess að gefa vesturíslenskunni gaum, hún væri merkilegt fyrirbæri og þess virði að skoða. Hann vakti þannig áhuga minn á málinu og aðstoðaði mig gegnum doktorsnámið. Vesturís- 3 1 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -7 5 9 C 2 2 3 1 -7 4 6 0 2 2 3 1 -7 3 2 4 2 2 3 1 -7 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.