Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 35
Hjá Verði starfar öflugur hópur fólks sem hefur fjöl-breyttan bakgrunn og
margs konar menntun, reynslu og
hæfni. Við leggjum mikla áherslu
á vinnuumhverfið og menninguna
og kappkostum að stuðla að
almennri vellíðan, starfsánægju
og góðum starfsanda,“ segir Harpa
sem hefur unnið á trygginga-
markaði í 18 ár. Hún hóf störf
hjá Verði 2007 þegar félagið var í
mikilli endurmótun með aðeins
25 starfsmenn og 2011 tók hún við
hlutverki mannauðsstjóra. Þá voru
starfsmenn orðnir um 50 og félag-
ið í mikilli sókn. Síðan þá hefur
Vörður vaxið mjög að umfangi
og er fjöldi starfsmanna í dag um
90 talsins. „Félagið hefur gengið í
gegnum eigendaskipti, sameiningu
og mikla stækkun, sem allt hefur
gert miklar kröfur til starfsfólksins
undanfarin ár,“ segir Harpa.
Jafnréttismál
í hávegum höfð
Árið 2014 var Vörður fyrsta fjár-
málafyrirtækið á Íslandi sem fékk
jafnlaunavottun. Félagið setti sér
um leið skýra stefnu, markmið
og aðgerðaáætlun til að tryggja
jöfn tækifæri og kjör starfsfólks
af báðum kynjum. „Eitt af fyrstu
verkefnum mínum sem mann-
auðsstjóri var að huga að leiðum
til að gæta sanngirni við vinnslu
kjaramála starfsmanna. Jafnlauna-
staðall var eitt af þeim verkfærum
sem ég leit til og hóf innleiðingu á.
Slík innleiðing er umfangsmikið
mannauðsverkefni og í ferlinu
upplifði ég hversu mikið gæða- og
sanngirnistól staðallinn er. Skyldur
hans leiða til þess að allar breyt-
ingar og ákvarðanir eru teknar,
ekki einvörðungu með jafnrétti
kynja að leiðarljósi, heldur sann-
girni í öllum ákvörðunum. Staðall-
inn er ekki fullkominn en hann er
það besta sem völ er á í dag“ segir
Harpa. Hún segir að hjá Verði hafi
löngum ríkt kynjajafnrétti og sé
jafnrétti greypt í menningu félags-
ins. „Stjórn og framkvæmdastjórn
er að meirihluta skipuð konum og
hlutfall millistjórnenda er nærri
því að vera jafnt. Reynsla okkar er
að fjölbreytt samsetning mann-
auðs auki víðsýni, kalli fram ólík
sjónarhorn og fjölbreytta nálgun
að verkefnum svo ekki sé talað um
almenna gleði og ánægju.
Nútímaleg
vinnustaðamenning
Vörður vann á síðasta ári að
mótun nýrrar stefnu. Í henni er
horft til ákveðinna lykilþátta, m.a.
mannauðs og menningar. „Við
vinnum að því að starfsumhverfi
og menning Varðar sé nútíma-
leg með áherslu á framsækna
hugsun, sveigjanleika, árangur og
starfsánægju. Í nútíma samfélagi,
með þeim hraða og kröfum sem
við okkur blasa, er mikilvægara
en áður að vera sveigjanleg og
aðlögunarfær. Við verðum að hlúa
vel að mannauðnum og skapa
rétta menningu sem styður við
starfsemina og reksturinn,“ segir
Harpa og bætir við að hraðar og
viðvarandi breytingar, sem og
sveigjanleiki, sé það umhverfi
sem fyrirtæki starfi við í dag og
því reyni mikið á mannauð og
stjórnendur. „Það er ljóst að þróun
starfa er mikil. Sum störf þynnast
út á meðan ný verða til. Fram-
tíðarkröfur um færni, hæfni og
þekkingu eru aðrar og breyttar og
verðum við að hraða umbreytingu
á hæfniþáttum þannig að ekki
myndist færnibil, sem er munur
milli núverandi færni og þeirrar
færni sem nauðsynleg er til fram-
tíðar.“
Verkefnamiðuð
vinnuaðstaða
Eitt af verkefnum nýrrar stefnu er
ánægja viðskiptavina og starfs-
manna en það er þekkt að þetta
tvennt fer vel saman og eitt
leiðir af öðru. Á síðasta ári fór
Vörður í breytingar á þjónustu-
hæð sinni í Borgartúni með það
að leiðarljósi að bæta þjónustuna
og vinnuaðstöðuna. Harpa segir
að eftir töluverða umhugsun hafi
verið ákveðið að fara í svokallað
verkefnamiðaða vinnuaðstöðu.
„Hugmyndafræðin gengur út á
að bjóða starfsfólki þann mögu-
leika að velja sér vinnuaðstöðu
eftir verkefnum hverju sinni. Við
vildum styðja undir fjölbreytta
vinnu aðstöðu til að mæta þörfum
nútíma vinnulags og auka mögu-
leika til framtíðar. Við höfum þá
trú að slík aðstaða auki samvinnu,
skilning, skilvirkni og leiði til
ánægju starfsmanna. Nýleg vinnu-
staðagreining á ánægju starfsfólks
með starfsstöðvar kom vel út og
þó svo að breytingarnar séu ekki
búnar sjáum við strax árangur og
erum sátt með að hafa valið þessa
leið,“ segir Harpa.
„Mikilvægt að okkur
líði vel í vinnunni“
Vörður hefur það að leiðarljósi
að stuðla að umbótamenningu,
en hvað er það? „Það er menning
sem styður við skapandi hugsun,
árangur, hugmyndaauðgi, fram-
þróun og breytingar. En það er
líka mikilvægt að okkur líði vel
í vinnunni, það sé gaman, and-
rúmsloftið sé létt og skemmtilegt
og starfsfólk upplifi mikilvægi
sinna starfa og fái að takast á við
krefjandi verkefni. Við höfum
verið lánsöm að þannig menning
hefur verið hjá Verði og þann-
ig stemningu viljum við hafa,“
segir Harpa. Til að greina líðan og
starfsánægju og fá fram skoðanir
starfsfólks á ýmsum þáttum innan
félagsins eru gerðar mánaðarlegar
vinnustaðagreiningar. Með þeim
næst svokölluð „Varðar vísitala“
sem gefur vísbendingu um helgun
starfsfólks og starfsánægju. „Slíkar
vinnustaðagreiningar gefa okkur
upplýsingar um stöðu mála í
hverjum mánuði og tækifæri til að
grípa hratt inn í ef eitthvað er ekki
eins og við viljum hafa það, sem og
að gleðjast þegar vel gengur.“
Heilsa og vellíðan
starfsfólks dýrmæt
Heilsuvitund er eitt af verkefnum
stefnumótunarinnar en Vörður
leggur áherslu á að hlúa vel að
heilsu og vellíðan mannauðs.
Starfandi er heilsunefnd og vel-
ferðarnefnd sem eru skipaðar
starfsfólki og fagaðilum og koma
þær að ýmsum heilsutengdum við-
burðum. „Við höfum t.d. verið með
fræðslu og fyrirlestra um hreysti,
heilsu og vellíðan, boðið upp á
nudd, næringarráðgjöf, núvitund-
arnámskeið, hjólanámskeið, jóga
í vinnutíma, 30 daga áskoranir af
ýmsu tagi, heilsufarsmælingar og
fleira. Við höfum gert samning
við fagaðila sem við köllum „Heill
heilsu“ en hann felur í sér að gæta
heilsutengdra hagsmuna starfs-
manna, vinna með heilsu okkar
og vellíðan og grípa strax inn
ef eitthvað óvænt eða alvarlegt
kemur upp,“ segir Harpa og nefnir
að lokum að þessa dagana sé verið
að vinna að áhættumati starfa
þar sem horft sé til félagslegrar,
andlegrar og líkamlegrar heilsu og
vinnuumhverfisins. Matið mun
gefa fleiri tækifæri til enn frekari
umbóta í vinnuumhverfi Varðar
enda félagið í stöðugri þróun og
með mikinn metnað fyrir að skapa
framúrskarandi vinnustað sem
skilar sér í úrvalsþjónustu fyrir við-
skiptavini félagsins.
Áhersla á mannauð
og menningu hjá Verði
Harpa Víðisdóttir er mannauðsstjóri Varðar trygginga hf. og situr í stjórn Mannauðs, félags mann-
auðsfólks á Íslandi. Verkefni hennar hjá Verði þessa dagana eru fyrst og fremst að styðja við
mannauð og stjórnendur með mannauðsstjórnun og framfylgja metnaðarfullri stefnu Varðar.
Harpa Víðisdóttir, mannauðstjór Varðar situr einnig í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Í nútíma samfélagi,
með þeim hraða og
kröfum sem við okkur
blasa, er mikilvægara en
áður að vera sveigjanleg
og aðlögunarfær.
KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
1
-B
F
A
C
2
2
3
1
-B
E
7
0
2
2
3
1
-B
D
3
4
2
2
3
1
-B
B
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K