Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 41
vörur. En hvað er vinsælast? „Vin- sælasta tækið fyrir konur hefur síðustu þrjú ár verið Womanizer sem er sambland af djúpum titringi og léttu sogi sem er hugsað til að örva snípinn. Fyrir karla er það tæki sem heitir Piston,“ svarar Gerður. Hún segir tækin notuð bæði af pörum til að bæta kynlífið eða af einstaklingum. Mest er úrvalið af tækjum fyrir konur enda var það upphaflega hugmyndin á bak við verslunina að auka úrvalið til þeirra. „Með tím- anum hefur úrvalið fyrir strákana aukist mikið. Við finnum fyrir mikilli eftirspurn og gaman að þeir skuli vera farnir að taka við sér.“ Fróðleikur og fræðsla í heimakynningum Upphaflega bauð Blush aðeins upp á heimakynningar en þær hafa alltaf verið afar vinsælar. Á síðasta ári fóru starfsmenn Blush til dæmis í þúsund slíkar. „Kynningarnar fara þannig fram að við komum frítt í heimahús, kynnum vörurnar og svo hafa allir tækifæri til að versla á eftir og fara glaðir heim,“ segir Gerður og bendir á að viðburðurinn sé skemmtileg blanda af fróðleik og skemmtun. Oftast taki kvennahópar sig saman og fái heimakynningu, oft í tengslum við gæsanir. „Líklega er helmingurinn af öllum heima- kynningum fyrir gæsahópa enda er rosalega mikið að gera hjá okkur á sumrin. Á veturna er rólegra og þá koma saumaklúbbarnir sterkir inn.“ Ekki lengur tabú Gerður segir margt hafa breyst á þeim átta árum sem hún hefur starfað í geiranum. „Þegar ég byrjaði fyrir átta árum fannst fólki skrítið þegar ég sagðist selja kynlífstæki og ég fann að fólki fannst það óþægi- legt og var feimið að tala við mig. Í dag áttar fólki sig á því að kynlíf og kynlífstæki eru ekki lengur tabú enda kom fram í nýlegri könnun að 70 prósent Íslendinga á aldrinum 25 til 45 ára hafa átt eða prófað kyn- lífstæki.“ Í dag áttar fólki sig á því að kynlíf og kynlífstæki eru ekki lengur tabú enda kom fram í nýlegri könnun að 70 prósent Íslendinga á aldrinum 25 til 45 ára hafa átt eða prófað kyn- lífstæki. Við viljum að upplifunin af því að koma inn í verslun Blush sé þægileg og upp- lífgandi. Verslunin verður ekki eins og margir ímynda sér kynlífstækja- verslun. Hér verður ekkert ögrandi eða óþægilegt sýnilegt heldur bara fallega upp sett verslun með þægi- legu andrúmslofti,“ segir Gerður en nýja verslunin er 180 fermetrar og að mati Gerðar stærsta og glæsi- legasta kynlífstækjaverslunin sem opnuð hefur verið á Íslandi. Mikilvægt að hafa trú á sér Gerður stofnaði Blush árið 2011. „Ég var 21 árs, í fæðingarorlofi og ekki með fasta vinnu sem beið mín að því loknu. Mig langaði því að búa til eitthvað sjálf sem gæti veitt mér frelsi til að vinna heima. Þá datt ég niður á þá hugmynd að stofna kynlífstækjaverslun sem höfðaði til kvenna. Mig langaði líka að setja andlit við verslunina þannig að fólk vissi hver ætti hana og þar með minnka það tabú sem hefur loðað við þennan geira.“ Gerður segir að það hafi tekið sig langan tíma að taka af skarið. „Ég hafði allar afsakanir í bókinni. Ég hafði enga menntun, rétt náði að koma mér í gegnum grunnskóla og hætti fljótlega í framhaldsskóla. Þó almennt nám hafi ekki hentað mér á þeim tíma vissi ég samt að ég gæti tekist á við eitthvað krefjandi og skemmtilegt. Það mikilvægasta sem maður þarf til að ná árangri er að hafa óbilandi trú á sjálfum sér, pass- legt magn af kæruleysi og flottan hóp af fólki sem hefur eitt og sama markmiðið, að láta þetta ganga vel,“ segir Gerður og segist heppin. „Þó kynlífstæki séu fyrir marga tabú þá hafa foreldrar mínir alltaf staðið 110 prósent við bakið á mér.“ Jafnt keypt á netinu og í búðinni Gerður segist ekki hafa haft mikla reynslu af kynlífstækjum þegar hún byrjaði í bransanum. „En ég fann að það var vöntun á þessu konsepti.“ Fyrstu árin var verslunin smá í sniðum. „Ég vann ein í fyrirtækinu og sá um allan reksturinn. Svo smátt og smátt áttaði ég mig á því að ég væri ekki best í öllu og því betra að fá sérfræðinga til að sjá um hluti eins og bókhald og grafíska hönnun. Ég fann að þegar ég kyngdi stoltinu og játaði að ég gæti ekki allt, þá fóru hlutirnir að gerast hratt og fyrir- tækið stækkaði ört.“ Hún segir ýmislegt hafa komið sér á óvart. Til dæmis að netversl- unin varð ekki áberandi stærst. „Ég átti von á því enda fólk stundum feimið við þetta málefni. En það er áberandi hvað selst jafnt í búðinni og á netinu. Mörgum þykir líka gaman að koma og skoða og fá upplýsingar um hvernig vörurnar virka,“ segir Gerður en hún segir viðskiptavini sína afar fjölbreytta. „Það er engin sérstök týpa eða sér- stakur aldurshópur sem er meira áberandi. Hingað koma jafnt konur sem karlar og fólk á öllum aldri. Það sem þessi hópur á sameigin- legt er að hann veit að grunnþörf mannsins er að finna fyrir ást og tengingu í gegnum kynlíf. Hann áttar sig á mikilvægi kynlífs og hvað gott kynlíf getur haft jákvæð áhrif á sambönd.“ Úrval fyrir karla eykst Blush býður upp á 800 mismunandi Kynlíf er ekki lengur tabú Gerður Huld Arinbjarnardóttir stofnaði kynlífstækjaverslunina Blush fyrir átta árum þegar hún var 21 árs í fæðingarorlofi. Hana langaði að minnka það tabú sem loðað hefur við kynlífstæki. Verslunin hefur vaxið og dafnað og nýlega var opnuð ný og glæsileg verslun í Hamraborg 1-3. Gerður opnaði nýverið glæ- nýja og fallega verslun Blush í Hamraborg. Verslunin verður fallega upp sett og ekkert ögrandi eða óþægileg. MYND/ STEFÁN Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is KYNNINGARBLAÐ 11 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 1 -C 9 8 C 2 2 3 1 -C 8 5 0 2 2 3 1 -C 7 1 4 2 2 3 1 -C 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.