Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 57
RANNSÓKNIR Á BEINÞÉTTNI W W W . O S T E O S T R O N G . I S GREINING Á NIDURSTÖDUM ÚR 152 RITRÝNDUM RANNSÓKNUM Regluleg notkun O steostrong Vefaukandi lyf (Bone A nabolic) Beinþéttnilyf (Bisphosphonate) Styrktaræ ngar m eð lóðum Titringur á þar til gerðum palli G anga Kyrrsetu líferni Kyrrsetu líferni og viðkom andi neytir hvorki fæ ðubótarefna né vítam ína Allir þátttakendur í þessum rannsóknum tóku aukalega inn kalsíum og D-vítamín. ATHUGUN Á STYRKTARAUKNINGU W W W . O S T E O S T R O N G . I S 7 MÍNÚTUR EINU SINNI Í VIKU 500 ÞÁTTTAKENDUR MEDALALDUR 52 ÁRA Á r 1 Á r 2 Á r 3 Á r 4 Fyrirtækið OsteoStrong, sem var opnað í Borgartúni 24 í Reykjavík í upphafi þessa árs, hefur það að markmiði að styrkja bein og vöðva meðlima svo um munar með aðeins 60 sekúndna átaki, einu sinni í viku. Svanlaug Jóhannsdóttir er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og eigandi ásamt eiginmanni sínum, Erni Helgasyni. „Viðtökurnar hafa verið frábærar og við erum strax komin með góðan hóp af alls kyns fólki. Hérna stunda til dæmis saman hreyfingu þríþrautarkappi, jóga- kennari, kraftlyftingamaður og hjólreiðakappi á sama tíma og einstaklingar sem eru langt leiddir með beinþynningu, vefjagigt og fólk sem er að ná sér eftir krabba- meinsmeðferð. Sem sagt alls konar fólk að bæta sig og styrkja,“ segir Svanlaug. Álag á bein styrkir bein „Á ensku er aðferðin sem við beitum kölluð „osteogenic loading“ sem þýðir beinþéttingar- hleðsla, lauslega þýtt. Það er vel þekkt, að það að setja álag á bein leiðir til þess að líkaminn hefst handa við að þétta beinin. Þetta var fyrst uppgötvað á nítjándu öld og það eru til um 20.000 rann- sóknir sem að styðja það. Það var þó ekki fyrr en 2012 sem kom í ljós hversu mikið það álag þarf að vera. Það er miklu meira en fólk getur yfirleitt lyft. Tækin líta út eins og venjuleg líkamsræktartæki en virka allt öðruvísi. Í tækjunum hjá okkur notar fólk vöðvana í sterkustu stöðu þannig að það getur á öruggan hátt sett mikið álag á beinin. Líkaminn skilur það sem þörf til að styrkja bein og viðkomandi frumur hefjast handa við uppbyggingu af krafti,“ segir Svanlaug. Einstök ný tækni OsteoStrong byggir á einstakri nýrri tækni sem byrjað var að nýta utan Bandaríkjanna árið 2018. „Við erum fjórða landið fyrir utan Bandaríkin til þess að opna svona stöð. Það hefur komið okkur á óvart hvað meðlimir okkar eru vel lesnir. Ein þeirra hafði þegar stundað OsteoStrong og farið reglulega til Svíþjóðar til þess. Önnur hafði lesið um þetta á netinu en datt í ekki í hug að þetta mundi koma hingað nógu fljótt til þess að það myndi nýtast henni,“ segir Svanlaug. Sterkari bein Þegar fólk stundar OsteoStrong setur það mikið álag á vöðva og bein. Tækin eru fjögur og hver æfing tekur um 15 sek- úndur. „Fólk sem þjáist af miklum verkjum á oft erfitt með að lyfta lóðum. Þar sem æfingarnar eru svo stuttar og aðeins einu sinni í viku geta flestir stundað þær. Fólk er að meðaltali að auka styrk sinn um 73% á ári. Svo mikil styrktar- aukning á stuttum tíma gerir það oft að verkum að fólk losnar við þráláta verki, oft eftir að hafa jafnvel leitað lausna í mörg ár. Það eru líka margir sem vinna svo mikið að þeir eiga erfitt með að sinna líkamanum sem skyldi,“ bætir hún við. Einstakur árangur Þegar talað er um beinheilsu hugsa flestir um gamalt fólk, segir Svanlaug. Hún bendir á að styrkur beina skipti hins vegar máli fyrir allt fólk. „Styrkur vöðva takmarkast af styrk beina og því er OsteoStrong ekki síður mikil- vægt fyrir íþróttafólk sem vill ná yfirburða árangri. Það kemur líka á óvart hversu margir eru með gisin bein út af lyfjum eða lélegu mataræði. Eftir tíðahvörf geta konur misst allt að 20% af bein- massa á fyrstu 5-7 árunum en eftir það um 2%.“ Almenn beinþéttnilyf þétta bein um 2% á ári að meðaltali, en rannsóknir sýna að OsteoStrong getur bætt beinþéttni að meðal- tali um 14,7% á ári bætir Svanlaug við. „Jafnvægi eykst að meðaltali um 77% eftir fimm skipti. Styrkur eykst líka að meðaltali um 73% eftir eitt ár og 290% eftir fjögur ár. Blóðsykur, eða HbA1c, getur líka lækkað um 8,8% á hálfu ári.“ Svanlaug er þakklát fyrir að fá að standa fyrir þessu framtaki: „Okkur fannst svo einstakt að geta boðið upp á þjónustu sem svo margir gætu grætt á að stunda. Það er einstakt að sjá meðlimi koma inn úr dyrunum og brosa út að eyrum af eftirvæntingu.“ Nánari upplýsingar á www.osteo­ strong.is eða í síma 419­9200. Aukinn styrkur fyrir alla Um 50% kvenna og 30% karla yfir fimmtugt brjóta bein á lífsleiðinni. Fyrirtækið OsteoStrong á Íslandi hefur það að markmiði að styrkja bein og vöðva á aðeins 60 sekúndum, einu sinni í viku. Það er einstakt að geta boðið upp á þjónustu sem svo margir græða á að stunda. MYND/ANTON BRINK „Viðtökurnar hafa verið frábærar og við erum strax komin með góðan hóp af alls kyns fólki,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri OsteoStrong og annar eigenda. MYND/ANTON BRINK Rannsóknir á beinþéttni. Athugun á styrktaraukningu. KYNNINGARBLAÐ 27 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU 3 1 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 1 -6 6 C C 2 2 3 1 -6 5 9 0 2 2 3 1 -6 4 5 4 2 2 3 1 -6 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.