Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 36
reglulega fræðslu frá læknum,
hjúkrunarfræðingum og öðru fag-
fólki.
Starfsemin í Ljósinu er mun
víðfeðmari en hjá mörgum sam-
bærilegum stofnunum erlendis.
Aðspurð segir Erna það líklega
skýrast af iðjuþjálfunarnálgun
hennar. „Útgangspunktur iðju-
þjálfans er að efla daglega iðju
fólks. Við höfum öll mörg hlutverk
í lífinu en þegar við veikjumst
detta þau sum hver út um tíma og
þá er mikilvægt að byggja upp nýja
rútínu.“
Við komuna í Ljósið fær fólk
viðtal við iðjuþjálfa og sjúkra-
þjálfara og er gerð einstaklings-
miðuð endurhæfingaráætlun sem
snýr að andlegum, félagslegum og
líkamlegum þáttum með það að
markmiði að byggja upp styrk og
þol. Boðið er upp á frekari viðtöl
við fagfólk og fjölbreytt nám-
skeið og fer val á þeim eftir því
hvar fólk er statt í ferlinu; hvort
það er nýgreint, langveikt eða á
leið til vinnu svo dæmi sé nefnt
en auk þess er ýmislegt í boði
fyrir aðstandendur. Mikið er um
ýmiss konar handverksgerð og
rík áhersla á hina ýmsu hreyfi- og
útivistarhópa. Þá er mikið lagt
upp úr heimilislegum anda og
er hægt að kaupa endurnærandi
grænmetismáltíð í hádeginu gegn
vægu gjaldi. Eins er mikil áhersla
lögð á að starfsfólk sé natið og hafi
samhug, skilning og kærleika að
leiðarljósi.
Aðspurð segist Erna leitast við
að fólk þurfi sem minnst að greiða
fyrir þjónustuna. „Það er dýrt að
veikjast og fólk er misjafnlega
statt. Þá er hérna mikið af ungu
fjölskyldufólki svo við reynum að
lágmarka kostnað eins og kostur
er.“ Starfsemin er að hluta til
rekin með framlögum frá ríkinu
en að öðru leyti reiðir Ljósið sig á
söfnunarfé. „Árið 2015 var ráðist
í stækkun á húsinu sem er nú 620
fermetrar og var það gert með
stuðningi Oddfellow reglunnar.
Næsta skref er að safna fyrir nýju
húsnæði á lóð sem við eigum
hérna til hliðar sem myndi meðal
annars bæta aðstöðu til sjúkra-
þjálfunar og hreyfingar og þurfum
við landsmenn í lið með okkur
til þess,“ segir Erna og bendir á
að hægt er að gerast ljósavinur á
ljosid.is og nálgast allar nánari
upplýsingar.
Þórey S. Þórðar-
dóttir er fram-
kvæmdastjóri
Landssamtaka
lífeyrissjóða.
MYND/EYÞÓR
Lífeyrissjóðirnir
eru öflugir og
Íslendingar komnir langt
í að byggja upp kerfi sem
byggist á sjóðsöfnun.
Við erum komin á
fjórtánda starfsár
og hefur það fyrir löngu
sýnt sig að þörfin er
gríðarleg. Hingað sækja
um 400 manns þjónustu í
hverjum mánuði og
stendur dagskráin frá hálf
níu á morgnana til tíu á
kvöldin.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Vera
Einarsdóttir
vera@frettabladid.is
Við minnumst þess í maí-mánuði að liðin verða 50 ár frá því forystumenn
heildarsamtaka atvinnurekenda
og launafólks undirrituðu kjara-
samninga sem mörkuðu tímamót
vegna ákvæðis um aðild launa-
fólks á almennum vinnumarkaði
að lífeyrissjóðum. Í framhaldinu
var skylduaðild alls launafólks að
lífeyrissjóðum lögfest,“ segir Þórey
S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða.
„Tækifærið verður notað til að
horfa um öxl og heiðra frumkvöðl-
ana, en ekki síður til að minna
landsmenn á hverju lífeyrissjóð-
irnir hafa skilað landsmönnum og
samfélaginu.“
Ekki enn náð fullum þroska
Lífeyrissjóðakerfið er skilgetin
afurð kjarasamninga aðila vinnu-
markaðarins og hafa heildarsam-
tök atvinnurekenda og launafólks
verið bakland stórs hluta þess alla
tíð.
„Áður voru nokkrir lífeyrissjóðir
starfandi hérlendis, einkum fyrir
opinbera starfsmenn. Sérstaklega
er áhugavert að líta til þess að
samið var um aðild að lífeyrissjóð-
um á tímum þegar djúp og alvarleg
efnahagskreppa ríkti á Íslandi með
tilheyrandi atvinnuleysi og land-
flótta,“ segir Þórey.
Lífeyriskerfið hafi þróast og
dafnað vel á hálfri öld en þó ekki
enn náð fullum þroska.
„Núverandi kerfi varð ekki virkt
að öllu leyti fyrr en um 1990 og ef
miðað er við 40 ára starfsævi hafa
þeir, sem fóru á vinnumarkað þá,
ekki safnað fullum lífeyrisrétt-
indum fyrr en um 2030. Róm er því
ekki byggð á einum degi í þessum
efnum frekar en öðrum!“ segir
Þórey.
Jafnframt skal sagt að margir
sem nú eru á lífeyri njóta ekki
fullra réttinda og segir Þórey
ýmsar ástæður fyrir því.
„Þannig var iðgjaldið upphaf-
lega lægra en nú er og aðeins greitt
af dagvinnulaunum. Þá var líka
talsverð brotalöm á innheimtu
iðgjalda og síðast en ekki síst
rýrnaði inneign í lífeyrissjóðum
hratt eða bókstaflega brann á verð-
bólgubáli fyrir daga verðtrygging-
ar. Yngra fólk nú til dags ætti hins
vegar að geta treyst því að óbreyttu
að eiga viðunandi lífeyrisréttindi
við starfslok.“
Ríkulagt framlag kvenna
Þórey vill nota tækifærið og benda
á þætti sem varða konur sérstak-
lega.
„Réttindaávinnsla í lífeyrissjóða-
kerfinu er háð tekjum og launa-
munur kynja birtist í áunnum
Hálfrar aldar tímamót
Fimmtíu ár eru liðin síðan samið var um skylduaðild íslensks launafólks að lífeyrissjóðum. Þórey
S. Þórðardóttir segir enn halla á réttindaávinnslu kvenna en að kynjamunurinn fari minnkandi.
lífeyrisréttindum. Konur hafa
jafnan verið minna á vinnumark-
aði en karlar og á þær hallar því í
réttindaávinnslu. Sá kynjamunur
fer samt minnkandi með aukinni
atvinnuþátttöku kvenna og baráttu
fyrir launajafnrétti. Engu að síður
er algengara hjá konum en körlum
að það myndist „eyður“ í réttinda-
ávinnsluna sem rekja má til þess að
konur taka sér oft launalaust leyfi
frá vinnu eftir barneignir eða til
að annast aldraða foreldra. Þannig
virðist það vera ríkt í eðli kvenna
að leggja hart að sér við umönn-
unarstörf innan fjölskyldna sinna,
sem er vissulega ríkulegt framlag til
heilbrigðs samfélags,“ segir Þórey.
Hjón og sambúðarfólk geti
jafnað réttindi sín á milli í lífeyris-
sjóðakerfinu með samningum.
„Þar sem tekjumunur er umtals-
verður ættu hjón og sambúðarfólk
tvímælalaust að huga að því hvort
ástæða sé til að jafna stöðuna. Þá
er mikilvægt að byrja með því að
leita ráða hjá viðkomandi lífeyris-
sjóðum,“ upplýsir Þórey.
„Lífeyrissjóðirnir eru öflugir
og Íslendingar komnir langt í að
byggja upp kerfi sem byggist á
sjóðsöfnun. Við munum á tíma-
mótaárinu hafa frumkvæði að því
að ræða gangverk lífeyrissjóða-
kerfisins, kosti þess og galla, styrk
þess og veikleika.“
Nánari upplýsingar á lifeyrismal.is.
Ég fór að vinna við endurhæf-ingu krabbameinsgreindra á Landspítalanum árið 2002.
Haustið 2005 ákvað ég að stofna
endurhæfingarmiðstöð fyrir utan
spítalaumhverfið og fékk til liðs
við mig fleira fólk. Við byrjuðum í
gamla safnaðarheimilinu í kjallara
Neskirkju með tvær hendur tómar
og unnum sjálfboðavinnu fyrst um
sinn. Í janúar 2006 var Ljósið gert
að sjálfseignarstofnun og 1. októ-
ber 2007 fluttum við á Langholts-
veginn þar sem starfsemin er til
húsa í dag og er húsnæðið í okkar
eigu,“ segir Erna sem er iðjuþjálfi
en var rétt í þessu að ljúka meist-
aragráðu í forystu og stjórnun við
Háskólann á Bifröst. „Við erum
komin á fjórtánda starfsár og hefur
það fyrir löngu sýnt sig að þörfin
er gríðarleg. Hingað sækja um 400
manns þjónustu í hverjum mánuði
og stendur dagskráin frá hálf níu á
morgnana til tíu á kvöldin,“ upp-
lýsir Erna.
Ljósið er eina heildræna endur-
hæfingarmiðstöðin fyrir krabba-
meinsgreinda á Íslandi en þar er
boðið upp á ýmiss konar endur-
hæfingu og stuðning fyrir alla
fjölskylduna. Starfsfólkið tilheyrir
öllum helstu fagstéttum sem að
endurhæfingu og stuðningi koma.
Má þar nefna iðjuþjálfa, sjúkra-
þjálfara, íþróttafræðinga, sálfræð-
inga, heilsunuddara, næringarráð-
gjafa, markþjálfa, snyrtifræðing og
jógakennara en auk þess fær Ljósið
Heildræn endurhæfing
Iðjuþjálfinn Erna Magnúsdóttir stofnaði Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir
krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, árið 2005. Sambærileg starfsemi er vandfundin.
Starfsemin í Ljósinu er mun víðfeðmari en hjá mörgum sambærilegum stofn-
unum erlendis og skýrist það að miklu leyti af iðjuþjálfunarnálgun Ernu.
6 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFINU
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-C
4
9
C
2
2
3
1
-C
3
6
0
2
2
3
1
-C
2
2
4
2
2
3
1
-C
0
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K