Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 49
Ég tek það hlutverk
alvarlega að sýna
fram á að ungar konur
geti tekið frumkvæði,
sýnt ábyrgð og skarað
fram úr á öllum sviðum
til jafns við aðra – og oft
jafnvel betur
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Silja Mist tekur á móti okkur í höfuðstöðvum Nóa Síríusar á Hesthálsi í Reykjavík þar
sem skrifstofa fyrirtækisins er hýst
í opnu rými framan við sælgætis-
verksmiðjuna sjálfa. „Það er frábært
að hafa svona mikla nálægð við
framleiðsluferlið,“ segir Silja. „Við
leggjum mikla vinnu í stöðuga
vöruþróun og það veitir innblástur
að vera alltaf í beinu sambandi við
framleiðsluna hinum megin við
vegginn.“
Silja Mist útskrifaðist úr við-
skiptafræði við Háskólann í
Reykjavík 2016 og hóf störf sem
vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi
sama ár. Það vakti nokkra athygli
þegar hún var ráðin markaðsstjóri
þessa gamalgróna fjölskyldufyrir-
tækis rúmu ári síðar, þá aðeins 26
ára gömul, í kjölfar þess að Auðjón
Guðmundsson tók við stöðu
framkvæmdastjóra markaðs- og
sölusviðs. „Auðvitað var það
töluverð áskorun og ég er mjög
þakklát fyrir að hafa fengið þetta
frábæra tækifæri. En einmitt það
að vera treyst fyrir þessu starfi gaf
mér kjark og þor til að takast á við
það. Sem betur fer eru fyrirtæki í
meiri mæli farin að treysta ungu
fólki fyrir ábyrgðarstöðum og ég er
sannfærð um að fyrirtæki eins og
Nói þurfa á því að halda að blanda
saman reynslumiklu fólki og ungu,
vel menntuðu fagfólki“ segir Silja.
„Auðvitað þarf hvert fyrirtæki að
finna sína blöndu en ég vona að
flestir sem reka stór fyrirtæki á
Íslandi í dag sjái tækifærin í því að
nýta hugmyndakraftinn í ungu fólki
sem er nýkomið út úr akademíska
samfélaginu í bland við yfirsýn og
þekkingu þeirra sem hafa lengri
reynslu af rekstrinum. Í markaðs-
málunum þarf að vera dýnamík í
vinnu umhverfinu sem ýtir undir
skapandi hliðar starfsins.“
Ábyrgð ekki bara orð á blaði
„Hjá Nóa leggjum við mikið upp
úr að starfa eftir gildunum okkar,
sem eru ánægja, árangur og ábyrgð.
Ég tek þau alvarlega í mínu starfi
því að í markaðsmálunum skiptir
miklu máli að skilaboðin séu skýr
og að fyrirtækið standi alltaf við
loforð sín gagnvart neytandanum.
Þess vegna finnst mér það mikil-
vægt að fyrirtæki eins og okkar
skapi sér skýr gildi sem þýða í raun
og veru eitthvað fyrir starfsmenn og
að þeir geti tileinkað sér þau í verki.
Gildin okkar hjá Nóa snúa bæði
að ábyrgð fyrirtækisins gagnvart
starfsfólki og ábyrgð okkar gagn-
vart viðskiptavinum. Gildin skapa
grundvöll fyrir gagnkvæmu trausti
sem veitir starfsmönnum öryggi og
vellíðan á vinnustaðnum og gefa
neytandanum fullvissu um vöruna,
framleiðslu hennar og gæði.“
Ungar konur fái meiri ábyrgð
Silja Mist
Sigurkarlsdóttir,
markaðsstjóri
Nóa Síríusar,
segir ungar
konur vannýttan
mannauð á
íslenskum
vinnumarkaði.
MYND/EYÞÓR
Eitt af helstu verkefnum Silju í
markaðsstjórastöðunni er að vinna
að þróun nýrra vörumerkja og
endurmörkun eldri tegunda. „Þetta
er í raun verkefni sem lýkur aldrei.
Það er mikil samkeppni á þessum
markaði og Íslendingar eru kröfu-
harðir neytendur sem sætta sig ekki
við neitt minna en bestu gæði. Nói
býður upp á tugi nýjunga á hverju
ári og til þess að það sé hægt þarf
allt ferlið að vinna fullkomlega
saman, allt frá hugmyndavinnu til
umbúðahönnunar, framleiðslu og
markaðssetningar. Ég er svo heppin
að vinna með frábæru fólki á öllum
þessum stigum, bæði hér hjá Nóa
og hjá samstarfsaðilum okkar og
það hefur skilað frábærum árangri á
undanförnum árum.“
„Dæmi um hvað svona ferli getur
falið í sér mikla vinnu er nýja útlitið
og umbúðirnar um gamla góða
Síríus rjómasúkkulaðið okkar. Þar
þurfti í raun að endurhugsa fram-
leiðsluferlið og umgjörð vörunnar
frá grunni þar sem við vorum að
taka inn nýjar framleiðsluvélar.
Um leið vorum við á kafi í vinnu
við að gera umbúðirnar okkar
umhverfisvænni. Þar er frábært að
sjá svo árangurinn í lokin á margra
mánaða ferli þar sem neytendur
hafa tekið þessari gömlu góðu vöru
í alveg endurnýjuðu formi og alger-
lega opnum örmum.“
Ungar konur eru
vannýttur mannauður
Silja segist finna fyrir ábyrgðinni
sem fylgir því að vera ung kona í
ábyrgðarstöðu hjá stóru fyrirtæki.
„Já, svo sannarlega. Því miður er
ennþá töluvert um það að ungar
konur þurfi að berjast á móti
straumnum í íslensku viðskiptalífi
eins og á mörgum öðrum sviðum,
en það er að breytast smám saman.
Ég tek það hlutverk alvarlega að
sýna fram á að ungar konur geti
tekið frumkvæði, sýnt ábyrgð og
skarað fram úr á öllum sviðum til
jafns við aðra – og oft jafnvel betur.
Og ég er mjög ánægð með stefnuna
hér hjá Nóa hvað þetta varðar.
Fyrirtækið hefur sýnt hana í verki á
undanförnum árum og um þessar
mundir erum við að vinna hörðum
höndum að því að koma á jafn-
launavottun hjá fyrirtækinu sem
mun styrkja hana enn frekar. Fram-
tíðin er því björt hjá Nóa.“
Hvað er fram undan?
Páskarnir eru einn stærsti tími árs-
ins hjá Nóa og eggin eru þegar farin
að streyma af færibandinu. „Við
dettum alltaf í páskagírinn strax
eftir jól og byrjum að skipuleggja og
setja upp áætlanir fyrir þessa stóru
súkkulaðihátíð. Páskarnir eru frekar
seint á ferðinni þetta árið svo að
við höfum örlítið meiri tíma, bæði
til undirbúnings en líka til að njóta
spennunnar og gleðinnar sem þessu
fylgir.“
Og það er ekki aðeins á jafnréttis-
sviðinu og í páskaösinni sem von
er á jákvæðum hlutum á næstunni.
Nói Síríus verður 100 ára árið 2020
og undirbúningur fyrir afmælisárið
er þegar hafinn. „Við munum að
sjálfsögðu halda upp á stórafmælið
með pomp og prakt, meðal annars
með því að kynna aftur á markað-
inn ýmsar vörur sem neytendur
sakna frá fyrri tíð.“
Það er mikilvægt
að fyrirtæki sjái
tækifærin í því
að gefa ungum
konum færi á
að spreyta sig í
ábyrgðarstöðum,
segir markaðs-
stjóri Nóa Síríusar.
KYNNINGARBLAÐ 19 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
1
-B
A
B
C
2
2
3
1
-B
9
8
0
2
2
3
1
-B
8
4
4
2
2
3
1
-B
7
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K