Fréttablaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 37
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Áhugi Íslendinga á að eignast heimili í Spánarsólinni hefur aukist verulega undanfarin
misseri og kaupendahópurinn
hefur breyst nokkuð frá því sem
var áður,“ segir Aðalheiður Karls
dóttir, löggiltur fasteignasali og
framkvæmdastjóri Spánareigna,
íslenskrar fasteignasölu sem um
árabil hefur sérhæft sig í sölu
fasteigna á Spáni til Íslendinga. „Við
erum með skrifstofu á Íslandi og
fólki finnst þægilegt að byrja ferlið
á því að koma til okkar í kaffi og
persónulegt spjall, fá upplýsingar
um hvað er í boði og hvernig kaup
ferlið gengur fyrir sig, áður en það
bókar skoðunarferð til Spánar.“
Spánareignir hefur komið að sölu
fasteigna á Spáni frá árinu 2001
og því hafa starfsmenn yfirgrips
mikla þekkingu og góð sambönd,
sem nýtast viðskiptavinum vel,
bætir hún við. „Sjálf hef ég átt mitt
annað heimili á Spáni í tæpa tvo
áratugi og þekki því af eigin reynslu
dásemdirnar við að njóta lífsins
þar í góða veðrinu með fjölskyldu
og vinum.“
Þegar Spánareignir byrjuðu að
selja Íslendingum eignir á Spáni var
það gert nær eingöngu í samvinnu
við einn byggingaraðila og gekk
það vel. „Við erum ennþá í góðu
samstarfi við þann aðila, en þegar
kaupendahópurinn fór stækk
andi, voru meiri kröfur gerðar frá
viðskiptavinum okkar um aukna
fjölbreytni í staðsetningu, verði,
stærð og útliti fasteignanna. Fyrir
vikið fórum við að skoða fleiri
byggingaraðila og seljum nú fyrir
alla þá bestu á svæðinu, auk þess
sem við erum líka með eldri eignir í
endursölu.“
Staðsetning skiptir máli
Vinsælasta staðsetningin er svæðið
suður frá Alicante flugvelli, allt til
Cartagena og bjóða Spánareignir
upp á fjölbreytt úrval eigna á því
svæði; íbúðir, raðhús og einbýlishús
í ýmsum stærðum og verðflokkum.
„Nú er gott framboð á beinu flugi
allt árið frá Keflavík til Alicante
og það kemur sér vel. Veðurfar á
þessu svæði er líka einstaklega gott,
að meðaltali 300 sólardagar á ári,
30 rigningardagar og 30 skýjaðir.
Köldustu vetrarmánuðirnir á þessu
svæði eru að meðaltali eins og
góður júlímánuður á Íslandi.“
Hverfin Villamartin, Campo
amor, Cabo Roig, La Zenia og Playa
Flamenca eru vinsæl að hennar
sögn enda er stutt þaðan á ótal golf
velli, verslanir og veitingastaði og
fallega strönd. „Dona Pepa og Los
Alcazares eru líka vinsælir staðir
og erum við með mikið af góðum
eignum í ýmsum verðflokkum á
þessum svæðum. Fyrir golfarana
eru svo Las Colinas og La Finca
vinsælir staðir. Ég held að vinsældir
þessara staða megi helst rekja til
beina flugsins og góða veðursins,
auk þess sem ódýrt er að versla og
gera vel við sig í mat og drykk.“
Fjölbreyttari viðskiptavinir
Áður fyrr var það helst eldra fólk
sem keypti sér fasteignir erlendis en
í dag eru viðskiptavinirnir mun fjöl
breyttari hópur. „Þar má t.d. nefna
fólk á ýmsum aldri sem glímir við
margvísleg heilsufarsvandamál,
enda loftslagið einstaklega gott og
fólk finnur fyrir aukinni vellíðan og
minna stressi. Einnig færist í vöxt
að fólk kaupi eignir á Spáni til að
fjárfesta. Þá eru eignirnar nýttar
hluta úr ári og síðan leigðar út.
Sældarlíf í sólinni á Spáni
Áralöng reynsla starfsmanna Spánareigna nýtist þeim viðskiptavinum vel sem vilja kaupa annað
heimili í sólinni á Spáni. Kaupferlið er einfalt með aðstoð fagfólks hjá Spánareignum.
Flottar íbúðir á frábærum stað í Flamenca Village.
La Zenia Boulevard er vinsæl verslunarmiðstöð.
9. hola á Las Ramblas er í uppáhaldi hjá mörgum golfurum.
Íbúðirnar í Dona Pepa eru sívinsælar enda afar fallegar.
Vinsæl einbýlishús við Las Colinas golfvöllinn.
Aðalheiður Karlsdóttir er framkvæmdastjóri Spánareigna. MYND/STEFÁN
Þannig ná margir að reka þær og
fjármagna að miklu leyti.“
Einnig hafa fyrirtæki, starfs
mannafélög og orlofssjóðir í
auknum mæli verið að kaupa eignir
á Spáni fyrir sitt fólk. Það opnar
ný tækifæri fyrir launafólk að geta
eytt sumarleyfinu sínu á Spáni án
þess að það kosti of mikið, segir
Aðalheiður og bendir á að í því felist
mikil kjarabót sem skilar ánægðara
starfsfólki.
Aðstoðum við ferlið
Hún segir alls ekki flókið ferli að
kaupa fasteign á Spáni, en þó sé
mikilvægt að fá aðstoð fagfólks svo
allt gangi vel upp. „Við aðstoðum
við allt ferlið frá upphafi til enda.
Allt frá því farið er yfir kaupóskir,
staðarval og skipulag á skoðunar
ferðum, þar til skrifað er undir
kaupsamning, lyklar afhentir og
afsal gefið út. Einnig tökum við þátt
í kostnaði vegna skoðunarferða og
endurgreiðum allt að 120.000 kr.
þegar fólk kaupir eignir hjá okkur.“
Hún segir starfsmenn leggja áherslu
á persónulega þjónustu fyrir hvern
og einn. „Þannig erum við t.d. ekki
mikið að skipuleggja hópferðir
til að skoða eignir á Spáni. Þarfir
og óskir viðskiptavinarins eru svo
mismunandi að við viljum sinna
hverjum og einum fyrir sig. Við
skiptavinir okkar hafa verið mjög
ánægðir með þjónustuna okkar í
gegnum árin, enda fáum við í dag
flesta nýja viðskiptavini til okkar
vegna meðmæla frá eldri viðskipta
vinum. Það finnst okkur best.“
Nánari upplýsingar um dásemdir
lífsins á Spáni má skoða á www.
spanareignir.is eða með því að hafa
samband við Aðalheiði gegnum
adalheidur@spanareignir.is.
Nú er gott framboð
á beinu flugi allt
árið frá Keflavík til Alic-
ante og það kemur sér
vel. Veðurfar á þessu
svæði er líka einstaklega
gott, að meðaltali 300
sólardagar á ári.
KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 3 1 . JA N ÚA R 2 0 1 9 KONUR Í ATVINNULÍFINU
3
1
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
1
-C
4
9
C
2
2
3
1
-C
3
6
0
2
2
3
1
-C
2
2
4
2
2
3
1
-C
0
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K