Fréttablaðið - 29.01.2019, Side 8

Fréttablaðið - 29.01.2019, Side 8
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að þekkja til sjónarmiða nágranna okkar og vina á vestnorræna svæðinu. Mikið umrót hefur einkennt stöðuna í alþjóðamálum á undanförnum árum. Við förum ekki varhluta af því hér á okkar norðlægu slóðum, hvort sem litið er til sviptivinda í alþjóðastjórnmálum eða afleiðinga hnattrænnar hlýnunar. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessum breyt­ ingum og leggja okkur fram við að skilja þær og geta brugðist við þeim. Í þessari viku gefst okkur kærkomið tækifæri til þess að kryfja þessi mál til mergjar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem að þessu sinni fer fram á suðvesturhorni Íslands. Margt sem sameinar Vestnorræna ráðið er samstarfsráð þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Það kemur saman tvisvar á ári, um þetta leyti til þemaráðstefnu og til ársfundar í haustbyrjun. Samstarfið er okkur öllum mjög mikilvægt. Margt er það sem sameinar okkur en ýmislegt er líka ólíkt milli landanna. Á morgun, miðvikudag, boðar Vestnorræna ráðið, ásamt samstarfsaðilum, til þemaráðstefnu í Norræna húsinu þar sem allir eru velkomnir. Þar ætlum við að ræða stöðu vestnorrænu ríkjanna í breyttum heimi alþjóðastjórnmála. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar á svæðinu og velta umræðuefn­ inu fyrir sér. Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Vestnorræna ráðsins, vestnordisk.is. Upptaktur frekari umræðna Við búumst ekki við neinni lokaniðurstöðu á morgun, miklu heldur að ráðstefnan verði upptaktur frekari umræðna í samfélögum okkar. Fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að þekkja til sjónarmiða nágranna okkar og vina á vestnorræna svæðinu og átta okkur á því hvernig við saman getum eflt sam­ starfið og styrkt stöðu ríkjanna þriggja í breyttum heimi. Staða vestnorrænu ríkjanna í breyttum heimi Guðjóns S. Brjánsson alþingismaður www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 Blótað hjá blaðamönnum Þorrablót Miðflokksins verður haldið á föstudagskvöld í sal Blaðamannafélagsins, af öllum stöðum enda vandfundinn félagsskapur sem er jafn gefinn fyrir upplýsingaleka hvers konar. Blótsgestum er því vissara að gæta tungu sinnar þar sem ekki er útilokað að salurinn sé vel búinn upptökutækjum. Matseðillinn er eðli málsins samkvæmt ákaflega þjóðlegur og gæti allt eins verið sérhannaður af flokksformann- inum, Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni, en á borðum verða meðal annars súrir lundabaggar, hrútspungar, sviðasulta, hvalur, sviðakjammar, hangikjöt, blóð- mör og lifrarpylsa, sviðasulta, hákarl, harðfiskur og rófustappa. Allar helstu kræsingar íslenska kúrsins. Namminamm! Mountain Dew í vasapela? Kaffi er eini drykkurinn á mat- seðlinum enda Miðflokksfólk undir smásjá þegar áfengi er annars vegar og heillavænlegt að takmarka framboð á öllu slíku. Sérstök athygli er vakin á því að „drykkir eru ekki seldir á staðnum“ og gestum bent á „að koma með sína eigin drykki“. Hvort gestir treysti sér til þess að sporðrenna hákarli án þess að íslenskt brennivín fylgi með mun því væntanlega ráða mestu um innihald vasapelanna. Verði skynsemin látin ráða er upplagt að fylla á með Mountain Dew, eftirlætisgosdrykk formannsins. thorarinn@frettabladid.is Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heil­brigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðar­ erindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjöl­ hyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veru­ leiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrir­ sjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsam­ legum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um fram­ hald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rök­ studd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunveru­ lega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæm­ ingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku. Sjálfræði 2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -A 7 6 C 2 2 2 B -A 6 3 0 2 2 2 B -A 4 F 4 2 2 2 B -A 3 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.