Fréttablaðið - 29.01.2019, Qupperneq 10
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS?
Glæsilegur og vel útbúinn pallbíll með
3.0 lítra, 258 hestafla, V6 dísilvél,
580 Nm togi, sjálfvirkum vélarhitara,
bakkmyndavél, fjarlægðarskynjara að
framan og aftan, regn- og birtuskynjara,
Xenon/led aðalljósum og 18” álfelgum.
Volkswagen Amarok
verð frá 8.290.000 kr.
Hannaður með þarfir iðnaðar-
manna að leiðarljósi og með
átta þrepa sjálfskiptingu fyrir
allar útgáfur. Fjöldi útfærslna
á hleðslurými, farþegarými og
aðstoðarkerfi.
Volkswagen Crafter
verð frá 6.270.000 kr.
Einn vinsælasti atvinnubíll
á Íslandi undanfarin ár.
Áreiðanlegur, öruggur og
fæst í tveimur lengdum,
fjórhjóladrifinn og í fjölda
útfærslna.
Volkswagen Caddy
verð frá 2.720.000 kr.
Transporter hefur fylgt
kynslóðum af fólki sem hefur
þurft á traustum og áreiðan-
legum vinnuþjarki. Fullkomin
stöðugleikastýring, spólvörn
og sjö þrepa sjálfskipting.
Volkswagen Transporter
verð frá 4.390.000 kr.
BADMINTON Til þess að ætlunarverk
hans, að komast á Ólympuleikana,
takist þarf hann að vera í einu af 80
efstu sætunum á heimslistanum í
maí á næsta ári. Þá er Kári með sem
markmið að komast inn á heims-
meistaramótið sem haldið verður
í ágúst síðar á þessu ári, en til þess
þarf hann að vera á meðal 110 efstu
á heimslistanum í maí á þessu ári.
Kári ætlar svo að fara á Evrópuleik-
ana sem verða haldnir í annað skipti
í júní í sumar í Hvíta-Rússlandi. Eins
og staðan er núna er nánast öruggt
að hann verði á meðal þátttakenda
á því móti.
„Ég hef sett stefnuna á að fara á
Ólympíuleikana árið 2020 og það
eru haldin mót sem gefa stig til þess
að hækka á heimslistanum og er
undankeppni Ólympíuleikanna á
tímabilinu frá maí á þessu ári fram
í maí á næsta ári. Það er svo staða á
heimslistanum í maí á næsta ári sem
ákvarðar það hvort ég kemst á leik-
ana eður ei,“ sagði Kári í samtali við
Fréttablaðið um komandi misseri.
Eftir að hafa verið í námi síðustu
ár einblínir Kári nú alfarið á bad-
mintonleikinn og æfir og keppir
sem atvinnumaður í greininni í
Madrid á Spáni þar sem hann æfir
með spænska landsliðsmanninum
Pablo Abian sem er í kringum 40.
sæti á heimslistanum. Þegar Kári
setti sér það markmið að komast á
Ólympíuleika var hann í 1.000. sæti
á heimslistanum, en hefur síðan þá
klifrað upp í 170. sæti og þarf að
klifra upp um um það bil 90 sæti í
viðbót til þess að ná markmiði sínu.
Það er um það bil ár síðan hann
ákvað að taka badmintonið fastari
tökum og setti sér það markmið að
komast á Ólympíuleikana.
Til þess að það takist þarf Kári að
vera iðinn við að keppa á mótum á
þessu ári og því næsta, en hann mun
keppa á um það bil 25 mótum um
allan heim næsta eina og hálfa árið.
„Þetta er vissulega mikil vinna
að koma sér upp heimslistann, en
markmiðið er aftur á móti vel raun-
hæft. Ég æfi með spilurum sem eru
á topp 100 og á góðum degi vinn ég
besta spilarann í hópnum sem er í
40. sæti á heimslistanum. Ég æfi 5-6
tíma á dag og er stöðugt að bæta
mig. Ég er að gera alla réttu hlutina
og mér finnst eðlilegt að stefna á
það að vera í 80. sæti á listanum eftir
rúmt ár,“ segir Kári.
Kári er fæddur og uppalinn í Dan-
mörku þar sem mikil hefð er fyrir
badminton og landið hefur alið af
sér afar sterka badmintonspilara.
Nýverið flutti hann til Spánar, en
þar er hann að elta ástina og ekki
skemmir fyrir að hann getur æft
við góðar aðstæður með góðum
badmintonspilurum.
„Það er þægileg tilfinning að vera
kominn á þann stað að vera með
þátttökurétt á þeim mótum sem
veita stig og eru í undankeppni
Ólympíuleikanna og heimsmeist-
aramótsins og að vera búinn að klífa
metorðastigann á það svæði sem
mér finnst ég eiga heima á. Það að
þurfa ekki lengur að spila mig inn á
þessi mót er gott fyrsta skref.
Ég hef aldrei lagt jafn mikla vinnu
og varið jafn miklum tíma í badmin-
tonið og ég finn fyrir því að ég er
búinn að bæta mig töluvert undan-
farið. Ég hugsa mikið um andlega
þáttinn og hef núna tíma til þess
að leikgreina minn leik með því að
skoða leiki mína, læra af mistökum
mínum og skoða hvernig ég get gert
betur. Mér finnst vopnabúrið mitt
fjölbreyttara núna en það var áður
og það kannski vantar helst stöðug-
leika í leikjum mínum gegn sterkum
andstæðingum,“ segir hann um
stöðu sína á þessari stundu.
„Það er mér mikil hvatning að fara
á mótið fyrir Íslands hönd, en það
voru átta einstaklingar sem kepptu
fyrir þjóðina á síðustu sumarólymp-
íuleikum. Það fyllir mig alltaf miklu
stolti að keppa með merki Íslands
á bakinu og að sjá íslenska fánann
meðan ég keppi. Ég vona innilega að
ég bætist í þann flotta flokk afreks-
íþróttafólks sem fer til Tókýó,“ sagði
hann um framhaldið.
hjorvaro@frettabladid.is
Rær öllum árum í átt til Tókýó
Kári Gunnarsson freistar þess að verða fyrsti íslenski badmintonspilarinn til þess að taka þátt í Ólympíu-
leikunum þegar leikarnir verða haldnir í Tókýó árið 2020 síðan Ragna Ingólfsdóttir gerði það árið 2012.
Kári Gunnarsson er staddur á Íslandi þessa dagana en hann lék á Reykjavíkurleikunum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ég hef sett stefnuna
á að fara á Ólympíu-
leikana árið 2020. Það er
vissulega mikil vinna fram
undan en markmiðið er
aftur á móti vel raunhæft.
Kári Gunnarsson
FÓTBOLTI Berglind Björg Þorvalds-
dóttir, landsliðskona í knattspyrnu,
samþykkti í gær að ganga til liðs við
PSV Eindhoven í Hollandi, en hún
mun leika þar út þetta keppnistíma-
bil á láni frá Blikum.
Hún hyggst leika þar fram í maí
seinna á þessu ári og snúa svo aftur
í Breiðablik áður en tímabilið hefst
hér heima og stefnir á að vera komin
aftur í Kópavoginn fyrir fyrsta leik í
Pepsi-deildinni.
Hún verður annar íslenski leik-
maðurinn í hópnum á eftir Önnu
Björk Kristjánsdóttur sem samdi við
hollenska félagið á dögunum. Hin 27
ára gamla Berglind var markahæst í
Pepsi-deildinni á síðasta ári þegar
Blikar urðu Íslands- og bikarmeist-
arar. – kpt
Berglind orðin
leikmaður PSV
Berglind Björg í leik með Breiðabliki.
HANDBOLTI Þrír leikir fara fram í
14. umferð Olísdeildar kvenna í
handbolta í kvöld.
Valur, sem er á toppnum með 21
stig, sækir HK heim. HK er í næst-
neðsta sætinu með sjö stig og er
þremur stigum á undan Selfossi sem
vermir botnsætið. Fram, sem er í elt-
ingaleik við Val um toppsætið og er
í öðru sæti með 19 stig, fær KA/Þór í
heimsókn.
KA/Þór hefur 13 stig í fimmta sæti,
en Haukar sem leika við Stjörnuna
eru í fjórða sæti með 16 stig. Efstu
fjögur liðin fara í úrslitakeppnina í
vor. Stjarnan sem er með níu stig í
sjötta sæti freistar þess að fjarlægjast
fallbaráttu deildarinnar. – hó
Barátta um sæti
í úrslitakeppni
2 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
9
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
B
-A
2
7
C
2
2
2
B
-A
1
4
0
2
2
2
B
-A
0
0
4
2
2
2
B
-9
E
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
2
8
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K