Fréttablaðið - 29.01.2019, Page 36

Fréttablaðið - 29.01.2019, Page 36
E ftir lítinn vöxt á síðasta ári í smíði og sölu flutninga-bíla sem drifnir eru áfram af rafmagni er búist við meira en 10% vexti í framleiðslu slíkra bíla á þessu ári og veldis- vaxandi vexti eftir það. Búist er við því að sexföldun verði á sölu rafdrifinna trukka frá 2019 til 2025. Það þýðir frá sölu á 180.000 rafdrifnum trukkum, eins og spáð er fyrir árið í ár, til 1,2 milljóna slíkra árið 2025. Þegar talað er um trukka eða flutningabíla tekur það til minni og stærri flutningabíla, vörubíla og fólksflutningabíla. Það sem drífa mun áfram þessa þróun verður gríðarleg eftirspurn eftir rafdrifnum trukkum í Kína og sífellt strangari reglur sem settar eru um mengun í Asíu og Evrópu. Það mun einnig mikil áhrif hafa á þessa þróun að trukkabransinn gerir sér grein fyrir hve mikill rekstrarsparnaður fylgir rafdrifn- um trukkum í formi eldsneytis- og viðhaldskostnaðar. Hægari þróun vestanhafs Lækkandi verð á rafdrifnum trukkum mun flýta þessari þróun og það meira að segja líka í bensín landinu Bandaríkj- unum, þar sem hlutfall rafdrifinn trukka er enn mjög lágt. Þróunin mun verða talsvert hægari í Bandaríkjunum en í Evrópu og Asíu og á lágt eldsneytisverð þar mestan þátt, en einnig minni kröfur um minnkun mengunar. Því er búist við því að rafdrifnir trukkar muni aðeins seljast í 1% hlutfalli þar árið 2025 á móti 5% á heimsvísu. Minnkun í Kína í fyrra Sú undarlega þróun átti sér stað í fyrra að 12% færri rafdrifnir trukkar seldust en árið áður, eða 155.000 í stað 175.000 árið 2017. Skýringarinnar er að leita í minni stuðningi kínverskra yfirvalda til handa slíkum trukkaframleið- endum og áhyggjum af efnahags- ástandinu í Kína og tollastríðinu við Bandaríkin. Hið þveröfuga átti sér hins vegar stað í öðrum heims- hlutum þar sem varð 63% vöxtur í sölu rafdrifinna trukka í fyrra. Þessar tölur sýna hve markaður- Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur sett mikið fjármagn í þróun á trukkum sem ganga fyrir raf- magni. Hér sést ein frumgerð slíks trukks frá Mercedes Benz. Einn af framúr- stefnulegri sendibílum sem drifinn verður áfram með raf- magni, en þessi er úr smiðju Mercedes Benz. Tími rafmagnstrukka að renna upp Það er ekki eingöngu á fólksbílamarkaði sem rafmagnið mun leysa af hólmi jarðefnaeldsneytið, þróunin í framleiðslu rafmagnstrukka er á fleygiferð og vænst er gríðarlegs vaxtar til ársins 2025. Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is inn í Kína skiptir miklu máli fyrir heiminn allan. Miklar fjárfestingar og þróun Miklir fjármunir verða settir í þróun rafdrifinna trukka sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir rafmagni á næstu árum. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, segist ætla að fjárfesta fyrir 410 milljarða króna á næstu árum og Volkswagen Group, sem á trukkafyrirtækin MAN, Scania og Volkswagen Commercial Vehicles, ætlar að fjárfesta fyrir 220 milljarða til hins sama. Öll þekktustu trukkafyrirtæki heims eru að róa í þessa átt, þó svo sum þau bandarísku dragi í fyrstu lapp- irnar. Volvo mun ekki láta sitt eftir liggja. Þar sem rafhlöður í svona stærri bílum eru stórar og eiga það til að missa afl með tímanum er búist við því að nýr markaður skapist fyrir aflagðar rafhlöður úr þessum bílum sem notaðar verða í ýmsa starfsemi til að geyma raf- magn og eru þær mjög brúklegar í þeim tilgangi þó afl þeirra og geymslugeta hafi minnkað. 20 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR VIÐGERÐIR VARAHLUTIR ÞJÓNUSTA SÍMI 555-6670 www.velras.is BIFREIÐA- OG VÉLAVERKSTÆÐI  - ÁLHELLU 4, HAFNARFIRÐI 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 B -A C 5 C 2 2 2 B -A B 2 0 2 2 2 B -A 9 E 4 2 2 2 B -A 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.