Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2019, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 29.01.2019, Qupperneq 37
Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög and- vígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins en greint var frá niðurstöðunum í Fréttablaðinu 23. janúar. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir eru mótfallnir veg- gjöldum á Suðurlandi og á Reykja- nesi eða 74 og 70 prósent hvort um sig. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfall- inn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuð- borgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur fram- haldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 manns og var svarhlutfallið 41,5 prósent. Könnun um stuðning við veggjöld  Vegagerðin ákvað í byrjun árs að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar ein- breiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins. Það eru 75 brýr en um helmingur þeirra er á Hringvegi. Á sama tíma var ákveðið að yfir- fara hámarkshraða á þjóðvegum í dreifbýli og lækka hann ef þörf er á, eða fjölga merkingum um leið- beinandi hraða. Einnig verður gerð úttekt á vegriðum á öllum brúm á stofn- og tengivegum. Heildarfjöldi brúa á þjóðvegum sem teljast til stofn- og tengivega er 892. Af þessum brúm teljast 423 vera einbreiðar, eru því fimm metrar að breidd eða mjórri. Mikil áhersla hefur verið lögð á að fækka þessum einbreiðu brúm, þá hefur undanfarið staðið yfir átak í að bæta merkingar við ein- breiðar brýr, til dæmis með upp- setningu blokkljósa. Nú hafa allar brýr á Hringvegi verið merktar á sambærilegan hátt og sama gildir um nokkrar brýr utan Hringvegar. Heimild: Vegagerðin  Lækka hámarkshraða Bubbi byggir, eða Bob the Builder, eins og þættirnir heita á frummálinu, hafa lengi verið vinsælir meðal barna um allan heim og þar eru íslenskir krakkar meðtaldir. Þættirnir fjalla um Bubba og félaga hans, gröfuna Skófla, ýtuna Moka, steypuhræri- vélina Hringlu, kranann Loft og valtarann Valta, en í sameiningu hjálpast vinirnir að við að leysa alls kyns erfið verkefni með aðstoð aðstoðarkonu Bubba, Selmu, og kettinum Snotru. Óhætt er að segja að þættirnir hafi vakið áhuga barna á ólíkum vinnuvélum og nytsemi þeirra. Verkefni hópsins eru af ýmsum stærðum og gerðum og reyna á samvinnu félaganna, ólíka styrkleika þeirra, nákvæmni og úrræðasemi. Þættirnir voru fyrst sýndir í bresku sjónvarpi árið 1999 og ári síðar varð titillaga þáttarins, Can We Fix It?, mest selda smáskífan þar í landi og sat m.a. þrjár vikur í röð í efsta sæti breska vinsælda- listans. Það var Örn Árnason leikari sem talaði inn á íslensku útgáfuna fyrir Bubba. Bubbi byggir hefur áhrif á ungdóm landsins ÞEGAR ÁLAGIÐ ER MIKIÐ 3M™ PELTOR™ WS™ ALERT™ XPI SAMSKIPTAMÖGULEIKI VIÐ 2 SÍMA, ÚTVARP OG UMHVERFISHLJÓÐNEMI. Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is KYNNINGARBLAÐ 21 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 B -9 D 8 C 2 2 2 B -9 C 5 0 2 2 2 B -9 B 1 4 2 2 2 B -9 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.