Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 13
Litli-Bergþór 13 Matthíasar Jochumssonar og var fyrsti formaður Kvenfélags Biskupstungna. Hún lést eftir að hún féll fyrir borð af skipi þegar þau hjón voru að flytja til Flateyjar þar sem Sigurmundi hafði verið veitt læknisembætti. Sigurmundur og Anna eignuðust sjö börn og meðal þeirra var Sigurður (f. 29.07. 1915, d. 05.03. 1999) bóndi og fræðimaður í Hvítárholti. Önnur börn þeirra voru: Ágúst (sonur Sigurmundar) (f. 28.08. 1904, d. 28.06. 1965) Gunnar (sonur Sigurmundar) (f. 23.11. 1908, d. 18.06. 1991), Ástríður (f. 27.11. 1913, d. 01.11. 2003), Kristjana (f. 29.11. 1917, d. 17.05. 1989). Eggert Benedikt (f. 27.01. 1920, d. 05.03. 2004), Þórarinn Jón (f. 19.05. 1921, d. 15.05. 2008) og Guðrún Jósefína (f. 22.03. 1929). 1932 - 1947 Ólafur Hermann Einarsson, (f. 09.12. 1895, d. 08.06. 1992) og Sigurlaug Einarsdóttir (09.07. 1901, d.23.06. 1985). Ólafur hefur dvalið lengst lækna í Laugarási, ef frá eru taldir núverandi læknar, eða um 15 ár og var sá síðasti sem stundaði búskap meðfram læknisstörfum. Það er því hreint ekki óeðlilegt að fjölkyldan hafi fest rætur hér. Vegna vaxandi slitgitar og stærðar héraðsins fluttu Ólafur og Sigurlaug loks til Hafnarfjarðar og þar starfaði hann síðan. Þau höfðu áður byggt sér sumarhús í Laugarási og tekið á leigu land sem liggur norðan Skúlagötu, frá Skálholtsvegi og upp í Laugarásinn að austanverðu. Þau hjón voru tíðir gestir í Laugarási svo lengi sem þeim entist heilsa og afkomendur þeirra hafa viðhaldið sumarhúsinu og bætt við sínum eigin. Börn Sigurlaugar og Ólafs eru: Einar, (f. 13.1. 1928), Jósef Friðrik, (f. 24.8. 1929), Grétar (f. 3. 10. 1930, d. 14.06. 2004), Sigríður, (f. 14.6. 1935), Hilmar, (f. 18.5. 1936, d. 28.12. 1986), og Sigurður, (f. 7.5. 1942). 1947 - 1955 Knútur Kristinsson (f. 10.09. 1894, d.16.02. 1972) og Hulda Friðrika Þórhallsdóttir (f. 29.06. 1912, d. 17.07. 1981). Knútur lét af embætti vegna veikinda. Sigurmundur Sigurðsson. Höfundur: Páll M. Skúlason.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.