Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 15
Litli-Bergþór 15 réðist þarna til starfa við heilsugæsluna, en Jens er rafvirkjameistari og hefur starfað sem slíkur á svæðinu síðan. Stærstan hluta þess tíma sem þau bjuggu í húsinu höfðu þau það allt til umráða, en þegar á leið var útbúin íbúð á neðri hæðinni fyrir afleysingalækna og aðra sem störfuðu við heilsugæsluna. Þau fluttu síðan í nýbyggt hús sitt, sem nú kallast Laugarás 1 og stendur við hlið Gamla læknishússins. 2004 - Jóhann Þór Sigurðsson (f. 16.02. 1958) og Júlíana Gunnarsdóttir (f. 22.03. 1956). Frá því Matthildur og Jens fluttu úr húsinu hefur það gegnt hlutverki frístundahúss en annar núverandi eigenda hefur lögheimili þar. HVERATÚN 1941 Stofnað 1941, en kallaðist þá Lemmingsland. Stofnandinn var danskur maður Börge Johannes Magnus Lemming (f. 1913) sem einhverjir telja að hafi komið frá Skálholti. Kona hans var Kitta Hilma Lemming (f. 1920) . Þau komu frá Árósum. Líkur benda til að hann hafi komið til landsins 1938 með Gullfossi. Í febrúar 1941 birtist auglýsing frá honum í Morgunblaðinu sem hljóðar svo: Jeg hefi heita hveri og 12 ára reynslu sem garð- yrkjumaður, en vanta kr 5000 til byggingar á gróð- urhúsi. Býð háa vexti og tryggingu í gróðurhúsinu. – Nánari upplýsingar: Börge Lemming, p.t. Hótel Hekla, nr. 15, sími 1520 eða 5151. Á hans tíma kallaðist býlið Lemmingsland. Þau hjón byggðu fyrst gróðurhús og bjuggu í því til að byrja með en byggðu síðan steinhús, um það bil 60 m². Húsið var sambyggt gróðurhúsi og í því var ekki gert ráð fyrir eldhúsi, enda hverir í næsta nágrenni. Lemming hvarf á braut haustið 1945 og mun hafa flutt aftur til Danmerkur. Þau Skúli Magnússon (f. 29.09. 1918) og Guðný Pálsdóttir (f. 07.10. 1920, d. 19.12. 1992) keyptu Lemmingsland og fluttu á staðinn sumarið 1946. Skúli hafði þá starfað á S.-Reykjum hjá Stefáni og Áslaugu um fimm ára skeið. Guðnýju mun ekki hafa hugnast að búa á stað með þessu nafni og því sóttu þau um nafnbreytingu til örnefna- nefndar. Þau sendu inn þrjár tillögur og eina þeirra átti sr. Eiríkur á Torfastöðum, og hana samþykkti nefndin. Þegar Skúli og Guðný tóku við býlinu voru þar fyrir þrjú lítil gróðurhús. Þau fengu einnig að nýta gróðurhús Grósku (síðar Sólveigarstaðir) í einhvern tíma auk þess sem þau buggu í íbúðarhúsinu þar, væntanlega frá því þau komu á staðinn 1946 og að minnsta kosti til 1947, því það ár fæddist þar frumburður þeirra. Þó svo íbúðarhúsið í Hveratúni hafi þegar verið byggt þegar Guðný og Skúli tóku við, var þar ekkert eldhús og það er ekki ólíkleg ástæða fyrir því að þau hófu búskap sinn í Grósku. Skúli útbjó eldhús í húsinu og lokaði þar með fyrir beint aðgengi að gróðurhúsinu sem því tengdist. Skúli stofnaði lögbýlið Hveratún, en til þess að það gengi þurfti býlið að vera að lágmarki þrír ha. Landið sem Hveratún hafði til umráða var aðeins einn ha (sem í sjálfu sér var alveg nóg). Því var ekki um annað að ræða en taka tvo ha í viðbót, á leigu. Það land er austan í Kirkjuholti, vestan Skálholtsvegar og þar eru nú Kvistholt, Kirkjuholt og íbúðarhúsið í Asparlundi. Það land sem þarna var um að ræða, var að stórum hluta í halla, en um það bil einn ha var sléttlendi og þar stunduðu þau Skúli og Guðný útirækt. Það var útbúin grænmetisgeymsla rétt fyrir ofan ræktarlandið, grafin í brekkuna og tyrft yfir. Þá byggðu þau fjárhús í brekkurót rétt við lóðarmörk þar sem Lyngás kom síðar. Ætli fjárhúsið hafi ekki verið um 15 m², en það mótar enn fyrir rústum þess. Loks má nefna að í brekkunni upp Kirkjuholtið mótar enn fyrir rás sem grafin var einhverntíma þegar reykkofa var komið fyrir í brekkubrúninni. Reykur var síðan Guðný og Skúli.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.