Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 28
28 Litli-Bergþór Seinni árin var vinnudagurinn langur. Þetta var blandað bú með kindur og kýr. Það voru mjaltir snemma á morgnana og á kvöldin. Það þurfti að sækja og reka kýr og moka flórinn. Oft var samt gott hlé fyrir kvöldmatinn. Ég man eftir að hafa farið foksnemma á fætur til þess að sækja kýr og koma þeim í fjósið fyrir mjaltir. Það var ekki reglubundið. Sennilega skipt á marga að gera það. Það var litið svo á allan tímann að ég ynni fyrir mat mínum. Síðasta sumarið minnir mig að ég hafi fengið smá peningaupphæð til málamynda. Ég tel að ég hafi seinni sumrin gert verulegt gagn og þannig unnið upp fyrri sumrin þegar ég var liðléttingur. Meðal annars fór ég tvisvar á fjall sem fullgildur maður. Það var viku smalamennska inn á Hveravelli. Í heyskap keyrði ég bæði traktora og bíla, handmjólkaði kýr og hvað annað sem til féll. Árin sem ég var þarna var búið að vélvæðast. Ég sá snúið, slegið og rakað með hestum, en þegar ég fór að taka þátt af viti var kominn traktor og skömmu síðar jeppi sem voru notaðir í heyskapinn. Hestar voru allan tímann notaðir til snúninga. Þeir voru notaðir til að sækja kýr, vesenast í kindum bæði vor og haust og einnig til sendiferða á næstu bæi. Til dæmis man ég eftir að hafa teymt kú á næsta bæ og verið með í að halda henni undir naut. Þannig var kynlífsfræðslan á þeim árum. Til marks um gamla tíma get ég sagt frá eftirfarandi: Í erfiðu veðurútliti með mikið flatt man ég oft eftir að hafa verið sendur inn í bæ til þess að hlusta á veðurfréttir. Koma síðan aftur og endursegja bóndanum. Það var ekki ætlast til að skrifað væri niður. Veðurfréttir man maður. Frístundir Það voru ekki mikil frí. Lausum stundum var mikið varið í bóka- og blaðalestur. Einnig var fylgst með útvarpinu. Ég man glöggt þegar allir sátu saman og hlustuðu á Gunnar Schram lesa framhaldssöguna: „Hver er Gregory?“ Hestar voru ekki notaðir til skemmtunar. Rigningarsumarið mikla ‘55 var allt í voða með heyskapinn og lítið hægt að heyja. Þá var mikið teflt á bænum. Allir tefldu. Þá var Friðrik að gera það gott í Hastings, minnir mig. Tvisvar, þrisvar á sumri fórum við krakkarnir á sunnudegi í sund á Geysi (svona orðað). Þá tókum við mjólkurbílinn að morgni. Gengum svo heim eftir sundferðina þessa átta til tíu kílómetra. Þótti engum mikið. Samt var bíll á bænum. Ég hlýt að nefna hér setninguna sem mínum eigin börnum var svo töm. „Pabbi, nennirðu að skutla mér Stefán Árnason á Jarpi árið 1955. Dalsmynnisbærinn í baksýn.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.