Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 42

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 42
42 Litli-Bergþór Dæturnar Margrét, Alexandra og Droplaug Auk búskaparins er ég svo í hálfu stöðugildi í þjónustu við Skálholtsstað, sinni ýmsu viðhaldi og eftirliti, og sé um hitaveituna á staðnum auk meðhjálparastarfi í kirkjunni. Signý: Ég hef kennt við Reykholtsskóla, sem nú heitir Bláskógaskóli, frá því að ég kom í sveitina 1993, undir stjórn fjögurra skólastjórnenda. Þeim Unnari, Kristni, Arndísi og Hrund. Aðal kennslugreinar hafa verið handmennt/textíl og danska, en einnig önnur fög ef þannig stendur á. Ég er orðin elsti starfsmaður skólans og ég segi krökkunum stundum að ég sé 107 ára og skólinn hafi verið byggður utan um mig! Tilfellið er að Guttormur er líka elsti starfsmaður Skálholtsstaðar, svo við erum að verða gömul í hettunni hér. Dagurinn hjá mér lítur annars þannig út að ég fer í fjósið kl. 6 á morgnana, er komin inn kl. 8 og fer síðan beint í skólann. Kenni kl 9 til 17, kem heim, set kvöldmatinn í ofninn og er komin í fjós kl. 18. Hér áður fyrr var ég einnig með alla umsjón með sumarbúðunum þ.e. þrif, þvotta og bókhaldið, en nú er það bara eftirlit með húsum og viðhald sem við sjáum um. Bókanir og fjármál hafa verið flutt á skrifstofu Skálholtsskóla. Það hefur ekki verið mikið um frí þessi búskaparár okkar, allavega ekki sameiginleg frí, því kýrnar bjóða ekki upp á fjarveru. Ég segi stundum að fyrsta skipti sem ég sleppti mjöltum var þegar ég átti Margréti, yngstu dóttur okkar. Mjólkaði morgunmjaltirnar fórum síðan til Reykjavíkur í fjölskylduboð og seinnipartinn þann dag fékk ég verkina. Guttormur keyrði í loftinu heim, mjólkaði og keyrði svo beint í bæinn aftur og kom í tæka tíð til að vera viðstaddur fæðinguna. Síðan aftur heim um nóttina til að mjólka morguninn eftir! - Eldri dæturnar voru fæddar áður en við gerðumst bændur. En þetta er lífið sem við vildum og okkur hafði dreymt um. Það hefur líka marga kosti og við höfum átt alveg yndislegan tíma hér í Skálholti. Dæturnar hafa alist upp í búskapnum, tekið þátt í störfunum og haft yndi af því að umgangast dýrin. Svo er lærdómsríkt að alast upp á svona menningarsetri. Mér er minnisstætt þegar Rannveig og Bernharður bjuggu hér í rektorshúsinu og gömlu biskupshjónin, Sigurbjörn og Magnea, voru stundum hjá þeim. Þá kom það fyrir að Sigurbjörn gamli kom í fjósið til okkar, bara til að spjalla og finna fjósalyktina eins og hann sagði. - Einu sinni var Alexandra að temja kálf úti á túni, sem hún ætlaði að sýna á landbúnaðarsýningu og gamli maðurinn labbaði til hennar, kjassaði kálfinn og spjallaði við hana. Það var fallegt að horfa á það. Við höfum haft mjög gott samband við alla þá fjölskyldu, einnig Karl Sigurbjörnsson fv. biskup. En kúabúskapur er líka bindandi starf og dæturnar eru ekki tilbúnar í þessa bindingu, enda allar í námi eða komnar í góða vinnu. Droplaug er master í alþjóða viðskiptafræðum frá HR og vinnur hjá fasteignafélaginu Regin. Hún býr með Jóhanni Pétri Jenssyni í Hveragerði og þau eiga von á sínu fyrsta barni, og þar með fyrsta barnabarni okkar, í ágúst. Alexandra er að ljúka námi í sjúkraþjálfun nú í vor og líkar mjög vel í því fagi og Margrét er á 2. ári í Kvennaskólanum og lýkur stúdentsprófi á næsta ári. L-B: Hvernig hafa samskiptin við Kirkjuráð gengið? Guttormur: Jú, við leigjum jörð og hús af kirkjuráði og höfum að jafnaði ekki þurft að kvarta yfir þeim samskiptum. En nú á seinni árum hafa þó verið einhverjar vöflur á þeim varðandi búskapinn og við, og ekki síður nágrannar og sveitarstjórn haft vaxandi áhyggjur af því. Ekki laust við að ýmislegt skrýtið og óígrundað hafi frá þeim komið. Fyrir jól 2010, rétt eftir að sr. Sigurður dó, var okkur t.d. tilkynnt að okkur myndi verða sagt upp ábúðinni, en sú ákvörðun síðan dregin til baka. Nú sögðum við upp um áramót og það var ekki fyrr en nú í apríl að auglýst var eftir nýjum ábúendum og einungis einn og hálfur mánuður í fardaga. Það er ekki langur tími til stefnu og hlýtur að vera erfitt að finna framtíðar bændur með svo stuttum fyrirvara. Þeir sem taka við búi á stað sem Skálholti þurfa að vera tilbúnir til að halda ásýnd staðarins snyrtilegum og reisulegum og taka á sig þær skyldur sem fylgja búskap á svona stað. Oddvitanefnd uppsveitanna hefur sent kirkjuráði áskorun um að halda ábúð á jörðinni og við hjónin höfum rökstutt það

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.