Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 36

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 36
36 Litli-Bergþór Einnig er áformað að nota hluta af viðhaldsfé Vegagerðarinnar til uppbyggingar Kjalvegar frá Hvítá að Árbúðum í sumar og hefur sveitarstjórn gefið Vegagerðinni leyfi til að taka möl úr 10 námum á svæðinu. Lagt verður bundið slitlag á þann kafla. Reykjavegur mun vera kominn á samgönguáætlun 2015-2016, en það er í þriðja sinn sem sá vegur kemst á áætlun! Elínborg Sigurðardótt-ir á Iðu var kjörin nýr formaður SSK á aðalfundi þeirra í Austur-Landeyjum 26. apríl. Heitt vatn fannst á Bergsstöðum í apríl. Voru það bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem fundu 20-25 sekúndulítra af 100 °C heitu vatni. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur aðstoðaði við staðsetningu holunnar, sem kostaði um 20 milljónir. Breyting á læknisþjónustu utan opnunartíma í Laugarási. Um páskana breyttist vaktþjónusta á Heilsugæslustöðinni í Laugarási að því leiti að nú fá þeir, sem hringja í neyðarnúmer stöðvarinnar utan opnunartíma, samband við sjúkrahúsið á Selfossi, sem beinir sjúkum á neyðarvakt spítalans þar, nema um alvarleg veikindi eða útköll sé að ræða. Léttir þetta miklu helgarkvabbi af læknunum í Laugarási. Háskólalest Háskóla Íslands var á Laugarvatni fimmtudaginn 8. maí og laugardaginn 10. maí. Fyrri daginn sóttu nemendur eldri deilda Bláskógaskóla námskeið í Háskóla unga fólksins í efnafræði, íþróttanæringarfræði, blaða- og fréttamennsku, jarðvísindum, stjörnufræði og japönsku. Síðari daginn var slegið upp veglegri vísindaveislu í Íþróttahúsinu á Laugarvatni þar sem m. a. voru magnaðar sýnitilraunir, japanskir búningar, leikir og þrautir, furðuspeglar og alls kyns óvæntar uppgötvanir auk þess sem Sprengjugengið landsfræga sýndi listir sýnar. Sérfræðingar frá Landgræðslu Íslands buðu líka gestum í skoðunarferð þar sem jarðsagan verður lesin úr rofabörðum í nágrenninu. Sveinn Kristinsson, Þöll í Reykholti, hélt upp á fimmtugs- afmæli sitt í Aratungu þann 9. maí með mikilli rausn. Sveitastjórn samþykkti á fundi sínum 9. maí að hluti Lyngbrautar verði botnlangi út frá Biskupstungnabraut sem nái inn fyrir aðkomuna að Lyngbraut nr. 5. Þá er aðkoma frá Bjarkarbraut að lóðinni Lyngbraut nr. 5 felld út. Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps skoruðu á fundi sínum 9. maí á Þingvallanefnd og Vegagerðina að falla frá mun strangari hömlum á umferð um þjóðgarðinn en eru í gildandi aðalskipulagi Þingvallasveitar enda væru þær mjög íþyngjandi fyrir bændur og atvinnurekendur á svæðinu. Haldnir voru tveir íbúafundir um málefni skólanna í Bláskógabyggð í byrjun maí til að meta m.a. árangur sameiningar leik- og grunnskóla á Laugarvatni og reynslu af núverandi fyrirkomulagi í Reykholti. Niðurstaða þeirra verður nýtt við áframhaldandi stefnumótunarvinnu. Kosið var til sveitarstjórnar laugardaginn 31. maí og voru tveir listar í framboði, T-listinn og Þ-listinn. Það er vissara fyrir menn að standa sig. Ég hygg nefnilega á framboð eftir 4 ár. Menn geta þess vegna farið að pakka saman strax. T-listamenn f.v. Kolbeinn Sveinbjörnsson Heiðarási, Smári Þorsteinsson Reykholti, Svava Theodórsdóttir Höfða, Helgi Kjartansson Reykholti, Guðrún S. Magnúsdóttir Bræðratungu, Bryndís Á. Böðvarsdóttir, Sigríður Jónsdóttir Arnarholti, Trausti Hjálmarsson Austurhlíð 2, Lára Hreinsdóttir Laugarvatni, Gróa Grímsdóttir Ketilvöllum, Kristinn Bjarnason Brautarhóli, Jóhannes Sveinbjörnsson Heiðarbæ 1 og Valgerður Sævarsdóttir Garði Laugarvatni.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.