Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.07.2014, Blaðsíða 14
14 Litli-Bergþór Þeim Huldu varð ekki barna auðið, en systurdóttir Huldu, Hulda, var kjördóttir þeirra. Helgi Indriðason og Guðný Guðmundsdóttir fluttu í Laugarás 1946 og tóku við Laugarásbúinu. Fyrstu ár sín hér bjuggu þau í kjallaranum í læknishúsinu, eða þar til þau höfðu byggt íbúðarhús 1949. 1956 - 1957 Jón G. Hallgrímsson (f. 15.01. 1924, d. 09.01. 2002) og Þórdís Þorvaldsdóttir (f. 01.01. 1928). Eftir veruna í Laugarási stundaði Jón sérnám í skurðlækningum og starfaði síðan sem slíkur á ýmsum vettvangi. Þórdís og Jón eignuðust tvö börn, en þau eru: Þorvaldur (f. 14.11. 1951), býr í Reykjavík (sjá einnig Bæjarholt 1) og Guðrún (f. 05.10. 1953) býr í Kópavogi. 1957 - 1966 Grímur Jónsson (f. 28.09. 1920, d. 23.03. 2004) og Gerda Marta Jónsson (fædd Hansen) (f. 29.05.1924, d. 13.11. 2013). Grímur og Gerda fluttu í nýbyggt hús fyrir lækni og heilsugæslu í Launrétt II 1966 og hurfu síðan á braut 1967. Þá gerðist Grímur héraðslæknir í Hafnarfirði. Gerða og Grímur eignuðust sex börn, en þau eru: Grímur Jón (f. 23.11. 1949), býr í Hafnarfirði, Lárus (f. 03.03. 1951), býr í Garðabæ, Þórarinn (f. 20.09. 1952) býr í Hafnarfirði, Jónína Ragnheiður (f. 02.09. 1956), býr á Hellu, Bergljót (f. 20.06. 1959), býr í Sandgerði og Egill (f. 25.01. 1962), býr í Garðabæ. Frá því bústaður lækna var fluttur úr húsinu var það leigt ýmsum aðilum, sérstaklega fólki sem þurfti á húsnæði að halda meðan það var að byggja yfir sig. Þannig hafði tilvera þessa húss talsverð áhrif á fólksfjölgun í Laugarási, sérstaklega á 7. og 8. áratugnum. Húsið hýsti á þessum tíma einnig hjúkrunarfræðinga sem störfuðu við heilsugæsluna, afleysingalækna og aðra sem störfuðu í skemmri tíma að heilbrigðismálum á svæðinu. Húsið var loks selt árið 2004. 1966 - 1975 Sævar Magnússon og Karitas Óskarsdóttir stofnuðu garðyrkjubýli í Heiðmörk (sjá Heiðmörk) og Hilmar Magnússon og Guðbjörg Kristjánsdóttir stofnuðu garðyrkjubýlið Ekru (sjá Ekra). Sverrir Ragnarsson og Karitas S. Melstað sem stofnuðu garðyrkjubýlið Ösp (sjá Ösp) bjuggu í húsinu í hálft ár 1975 eftir að þau þurftu að flytja úr Helgahúsi. 1976 -1982 Jörundur Ákason (f. 16.03. 1946) og Dagmar G. Jónsdóttir(f. 25.12. 1950). Jörundur kenndi við Lýðháskólann í Skálholti en Dagmar var hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni. Eftir að Jörundur og Dagmar fluttu burt bjó Guðrún Bjarnadóttir frá Reykjum á Skeiðum í húsinu um nokkurra mánaða skeið. 1982 - 2004 Matthildur Róbertsdóttir og Jens Pétur Jóhannsson (sjá Laugarás 1). Matthildur er hjúkrunarfræðingur og Jón G. Hallgrímsson Gerda Marta Jónsson. Þórdís Þorvaldsdóttir. Hulda Friðrikka Þórhallsdóttir. Knútur Kristinsson. Grímur Jónsson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.